Sport

Annar írskur sund­maður á Steraleikana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Max McCusker ætlar að keppa á Steraleikunum á næsta ári.
Max McCusker ætlar að keppa á Steraleikunum á næsta ári. getty/David Fitzgerald

Max McCusker hefur ákveðið að keppa á Steraleikunum svokölluðu. Hann er annar írski Ólympíufarinn í sundi sem tekur þessa ákvörðun.

Fyrir nokkrum vikum tilkynnti Írinn Shane Ryan, sem keppti á þrennum Ólympíuleikum, að hann myndi keppa á Steraleikunum sem fara í fyrsta sinn fram í Las Vegas á næsta ári.

McCusker hefur ákveðið að fara sömu leið og Ryan og keppa á Steraleikunum. Þar eru engar hömlur á lyfjanotkun íþróttafólks. Hver sá sem slær heimsmet á Steraleikunum fær milljón pund í sinn hlut, eða tæplega 171 milljón íslenskra króna.

McCusker keppti á Ólympíuleikunum í París í fyrra og var í bresku sveitinni í 4x100 metra fjórsundi ásamt Ryan, Conor Ferguson og Darragh Greene.

Á heimsmeistaramótinu í Doha í Katar á síðasta ári sló McCusker írska landsmetið í hundrað metra flugsundi tvisvar á sama deginum. Hann bætti svo írska metið í hundrað metra flugsundi síðar á síðasta ári þegar hann synti á 51,90 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×