Viðskipti innlent

Stein­þór aftur sviðs­stjóri Orku hjá Eflu

Atli Ísleifsson skrifar
Steinþór Gíslason.
Steinþór Gíslason.

Steinþór Gíslason hefur tekið við starfi sviðsstjóra Orku hjá EFLU af Birtu Kristínu Helgadóttur sem lét af störfum í haust.

Í tilkynningu segir að þetta sé í annað skiptið sem Steinþór gegni þessu starfi en hann var sviðsstjóri á árunum 2020 til 2023.

„Steinþór hefur starfað hjá EFLU síðastliðin 17 ár en hann hefur frá árinu 2023 einbeitt sér að uppbyggingu dótturfélags EFLU í Svíþjóð ásamt því að samræma sókn EFLU í alþjóðlegum orkuflutningsverkefnum. EFLA AB í Stokkhólmi hefur vaxið mikið og dafnað á liðnum árum og mun hann áfram leiða það starf meðfram því að vera sviðsstjóri Orku á Íslandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×