Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2025 11:49 Seyðisfjarðarlína bilaði vegna ísingar. Ragnar Bjarni Landsnet vinnur nú að viðgerð á Seyðisfjarðarlínu en rafmagnslaust varð á Seyðisfirði í nótt. Í tilkynningu segir að viðgerðin geti tekið tíma. Þegar þeirri viðgerð er lokið verður hafist handa við Neskaupstaðarlínu sem einnig bilaði í gærkvöldi. Í tilkynningu er einnig greint frá viðgerð á Breiðdalslínu á Vestfjörðum. Í tilkynningu segir að Seyðisfjarðarlína 1 hafi bilað þar sem hún liggur yfir Fjarðarheiði vegna mikillar ísingar. Rafmagn hafi farið af Seyðisfirði og nágrenni í nótt, en undir morgun hafi rafmagni verið komið á með vatnsaflsvirkjun á svæðinu og varaaflsstöð í Seyðisfirði. Við yfirferð á línunni í nótt fundust brotnar stæður á Fjarðarheiði. Okkar fólk fyrir austan er nú í morgunsárið að taka saman viðgerðarefni og verður farið í viðgerð á línunni í kjölfarið en aðstæður eru þannig að það mun taka einhvern tíma að klára hana,“ segir í tilkynningu Landsnets. Í tilkynningu frá HS Orku um sama mál kemur fram að rafmagn hafi verið komið á um sexleytið þegar Fjarðarárvirkjanir HS Orku voru settar í eyjarekstur. „Reksturinn gengur vel og er stöðugur,“ segir í tilkynningunni. Rafmagn hafi farið af vegna ísingar en vont veður tefji bilanaleit og viðgerðir. Í tilkynningu HS Orku segir að þetta sé í fyrsta sinn sem reyni á eyjarekstur Fjarðarárvirkjana þegar bilun hefur orðið í flutningskerfinu. HS Orka hafi ráðist í umtalsverðar endurbætur og uppfærslu á stjórnbúnaði á virkjununum snemma árs 2024 svo mögulegt yrði að reka Seyðisfjörð sem eyju. Við þær aðgerðir hafi raforkuöryggi Seyðfirðinga aukist til mikilla muna. Fjarðárvirkjanir. Baldur Kristjánsson Í tilkynningu Landsnets er fjallað um Neskaupstaðarlínu sem einnig fór út í gærkvöldi en olli ekki rafmagnsleysi. Í tilkynningunni segir að öllum líkindum sé þar líka um ísingarálag að ræða, línan verði skoðuð um leið og viðgerð á Seyðisfjarðarlínu er lokið. Þá segir að Breiðadalslína 1 hafi einnig leyst út í gær og rafmagn farið tímabundið af norðanverðum Vestfjörðum. Varaafl í Bolungarvík tók strax við og tryggði rafmagn til allra forgangsnotenda. Við bilanaleit í gær fundust nokkrir brotnir staurar og þverslár á Flatsfjalli, milli Borgarfjarðar og Dýrafjarðar. Í tilkynningu segir að gul viðvörun sé í gildi á Vestfjörðum sem gæti haft áhrif á viðgerðartíma. Ef aðstæður leyfa verði stefnt að því að taka línuna í rekstur á föstudag. Múlaþing Orkumál Rafmagn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Í tilkynningu segir að Seyðisfjarðarlína 1 hafi bilað þar sem hún liggur yfir Fjarðarheiði vegna mikillar ísingar. Rafmagn hafi farið af Seyðisfirði og nágrenni í nótt, en undir morgun hafi rafmagni verið komið á með vatnsaflsvirkjun á svæðinu og varaaflsstöð í Seyðisfirði. Við yfirferð á línunni í nótt fundust brotnar stæður á Fjarðarheiði. Okkar fólk fyrir austan er nú í morgunsárið að taka saman viðgerðarefni og verður farið í viðgerð á línunni í kjölfarið en aðstæður eru þannig að það mun taka einhvern tíma að klára hana,“ segir í tilkynningu Landsnets. Í tilkynningu frá HS Orku um sama mál kemur fram að rafmagn hafi verið komið á um sexleytið þegar Fjarðarárvirkjanir HS Orku voru settar í eyjarekstur. „Reksturinn gengur vel og er stöðugur,“ segir í tilkynningunni. Rafmagn hafi farið af vegna ísingar en vont veður tefji bilanaleit og viðgerðir. Í tilkynningu HS Orku segir að þetta sé í fyrsta sinn sem reyni á eyjarekstur Fjarðarárvirkjana þegar bilun hefur orðið í flutningskerfinu. HS Orka hafi ráðist í umtalsverðar endurbætur og uppfærslu á stjórnbúnaði á virkjununum snemma árs 2024 svo mögulegt yrði að reka Seyðisfjörð sem eyju. Við þær aðgerðir hafi raforkuöryggi Seyðfirðinga aukist til mikilla muna. Fjarðárvirkjanir. Baldur Kristjánsson Í tilkynningu Landsnets er fjallað um Neskaupstaðarlínu sem einnig fór út í gærkvöldi en olli ekki rafmagnsleysi. Í tilkynningunni segir að öllum líkindum sé þar líka um ísingarálag að ræða, línan verði skoðuð um leið og viðgerð á Seyðisfjarðarlínu er lokið. Þá segir að Breiðadalslína 1 hafi einnig leyst út í gær og rafmagn farið tímabundið af norðanverðum Vestfjörðum. Varaafl í Bolungarvík tók strax við og tryggði rafmagn til allra forgangsnotenda. Við bilanaleit í gær fundust nokkrir brotnir staurar og þverslár á Flatsfjalli, milli Borgarfjarðar og Dýrafjarðar. Í tilkynningu segir að gul viðvörun sé í gildi á Vestfjörðum sem gæti haft áhrif á viðgerðartíma. Ef aðstæður leyfa verði stefnt að því að taka línuna í rekstur á föstudag.
Múlaþing Orkumál Rafmagn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira