Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Árni Sæberg skrifar 10. desember 2025 17:18 Samkvæmt heimildum Vísis áttu atvik málsins sér stað á Sauðárkróki. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mildaði í dag refsingu konu, sem sakfelld var fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur drengjum og kynferðislega áreitni gegn einum þeirra, úr tveggja mánaða skilorðsbundnu fangelsi í þrjátíu daga. Einn dómara skilaði sératkvæði og taldi að ekki bæri að gera konunni refsingu, meðal annars þar sem drengirnir hefðu viðhaft kynferðislegt tal sín á milli. Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 14 í dag. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar í málinu, sem kveðinn var upp í desember í fyrra. Í Landsrétti var konan sakfelld fyrir blygðunarsemisbrot gegn drengjunum með kynferðislegu og vanvirðandi tali, eftir að hún hafði sest upp í bíl hjá þeim, og kynferðisbrot gegn einum þeirra, með því teygja sig í buxna- og nærbuxnastreng eins drengsins. Hún var dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í héraði var konan aftur á móti sýknuð af ákæru fyrir blygðunarsemisbrotið og dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Krafðist frávísunar Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar um að ákæra málsins hefði fullnægt kröfum um skýrleika samkvæmt lögum um meðferð sakamála með vísan til forsendna hans og að viðbættum frekari röksemdum. Kröfu konunnar um frávísun málsins frá héraðsdómi var því hafnað. Þá var kröfu konunnar um ómerkingu dóms Landsréttar einnig hafnað með vísan til þess að af honum yrði ráðið að niðurstaða um sakfellingu væri byggð á heildstæðu mati á sönnunargögnum málsins auk þess sem ekkert væri komið fram um að annmarkar hefðu verið á aðferð við mat á sönnunargildi framburðar vitna sem fallnir væru til þess að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur endurmetur ekki munnlegan framburð Um efnishlið málsins rakti Hæstiréttur að niðurstaða Landsréttar hefði verið reist á heildstæðu mati á öllum sönnunargögnum og þá einkum sönnunargildi munnlegs framburðar brotaþola og vitna fyrir dómi. Það mat yrði ekki endurmetið af Hæstarétti, samanber lög um meðferð sakamála. Samkvæmt því en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var hann staðfestur um sakfellingu konunnar en henni gert að sæta fangelsi í 30 daga skilorðsbundið. Þá voru ákvæði Landsréttar um sakarkostnað staðfest og konunni gert að greiða helming sakarkostnaðar fyrir Hæstarétti. Heildarsakarkostnaður sem fellur á konuna nemur því rúmlega 3,5 milljónum króna. Loks var konan dæmd til að greiða einum brotaþola 200 þúsund krónur í miskabætur. Ólafur Börkur vildi ekki refsa Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Í því segir að hann sé samþykkur forsendum og niðurstöðum meirihluta dómenda um önnur atriði en ákvörðun refsingar og sakarkostnað fyrir Hæstarétti. „Eins og greinir í héraðsdómi og fram kom við flutning málsins fyrir Hæstarétti voru aðstæður á þann veg að þegar ákærða steig inn í bifreiðina voru drengirnir að viðhafa kynferðislegt tal sín á milli þó ekki sé upplýst með hvernig hætti það var. Þá er fram komið að ákærða fór hvorki inn fyrir streng buxna né nærbuxna [eins brotaþola]. Að virtum atvikum öllum, sakarferli ákærðu og högum hennar að öðru leyti er rétt að henni verði ekki gerð refsing í málinu og að sakarkostnaður fyrir Hæstarétti falli á ríkissjóð.“ Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Dómsmál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 14 í dag. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar í málinu, sem kveðinn var upp í desember í fyrra. Í Landsrétti var konan sakfelld fyrir blygðunarsemisbrot gegn drengjunum með kynferðislegu og vanvirðandi tali, eftir að hún hafði sest upp í bíl hjá þeim, og kynferðisbrot gegn einum þeirra, með því teygja sig í buxna- og nærbuxnastreng eins drengsins. Hún var dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í héraði var konan aftur á móti sýknuð af ákæru fyrir blygðunarsemisbrotið og dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Krafðist frávísunar Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar um að ákæra málsins hefði fullnægt kröfum um skýrleika samkvæmt lögum um meðferð sakamála með vísan til forsendna hans og að viðbættum frekari röksemdum. Kröfu konunnar um frávísun málsins frá héraðsdómi var því hafnað. Þá var kröfu konunnar um ómerkingu dóms Landsréttar einnig hafnað með vísan til þess að af honum yrði ráðið að niðurstaða um sakfellingu væri byggð á heildstæðu mati á sönnunargögnum málsins auk þess sem ekkert væri komið fram um að annmarkar hefðu verið á aðferð við mat á sönnunargildi framburðar vitna sem fallnir væru til þess að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur endurmetur ekki munnlegan framburð Um efnishlið málsins rakti Hæstiréttur að niðurstaða Landsréttar hefði verið reist á heildstæðu mati á öllum sönnunargögnum og þá einkum sönnunargildi munnlegs framburðar brotaþola og vitna fyrir dómi. Það mat yrði ekki endurmetið af Hæstarétti, samanber lög um meðferð sakamála. Samkvæmt því en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var hann staðfestur um sakfellingu konunnar en henni gert að sæta fangelsi í 30 daga skilorðsbundið. Þá voru ákvæði Landsréttar um sakarkostnað staðfest og konunni gert að greiða helming sakarkostnaðar fyrir Hæstarétti. Heildarsakarkostnaður sem fellur á konuna nemur því rúmlega 3,5 milljónum króna. Loks var konan dæmd til að greiða einum brotaþola 200 þúsund krónur í miskabætur. Ólafur Börkur vildi ekki refsa Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Í því segir að hann sé samþykkur forsendum og niðurstöðum meirihluta dómenda um önnur atriði en ákvörðun refsingar og sakarkostnað fyrir Hæstarétti. „Eins og greinir í héraðsdómi og fram kom við flutning málsins fyrir Hæstarétti voru aðstæður á þann veg að þegar ákærða steig inn í bifreiðina voru drengirnir að viðhafa kynferðislegt tal sín á milli þó ekki sé upplýst með hvernig hætti það var. Þá er fram komið að ákærða fór hvorki inn fyrir streng buxna né nærbuxna [eins brotaþola]. Að virtum atvikum öllum, sakarferli ákærðu og högum hennar að öðru leyti er rétt að henni verði ekki gerð refsing í málinu og að sakarkostnaður fyrir Hæstarétti falli á ríkissjóð.“
Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Dómsmál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Sjá meira