Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 07:53 Gísli Þorgeir Kristjánsson fór meiddur af velli en harkaði af sér og kom aftur inn. Getty/Frank Molter Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk slæmt högg á síðuna í leik með Magdeburg í þýsku Bundesligunni í handbolta í gærkvöldi. Magdeburg vann fjögurra marka sigur á Melsungen. Gísli fékk slæma byltu í fyrri hálfleiknum og þurfti að fara af velli. Hann harkaði af sér og kom aftur inn í seinni hálfleikinn en var greinilega þjáður. „Vinstra rifbeinið er mjög aumt. Ég finn fyrir smá þrýstingi á maganum núna,“ útskýrði Gísli í samtali við handball-world. Eftir samráð við liðslækninn ákvað hann þó að halda áfram að spila. „Ég vildi hjálpa liðinu,“ sagði Gísli til að rökstyðja ákvörðun sína um að koma aftur inn í leikinn. Þjálfari hans, Bennet Wiegert, lagði þó áherslu á að þeir voru ekki að taka óþarfa áhættu með Gísla: „Að lokum berast upplýsingarnar til mín og ég tek ákvörðunina. Við erum jú hér til að vernda leikmenn okkar,“ sagði Wiegert. Já-ið hans er ekki alltaf já Wiegert veit líka að hann þarf stundum að hægja á leikstjórnanda sínum: „Já-ið hans er ekki alltaf já.“ Hann fullvissar þó: „Ef það hefði verið umferðarljós sem hefði sýnt rautt ljós, hefðum við ekki séð hann aftur inni á vellinum,“ sagði Wiegert. Gísli brosti og sagðist hafa þurft að tala læknana svolítið til svo hann fengi grænt ljós. Nánari upplýsingar eiga að liggja fyrir í dag: „Ég verð að bíða og sjá hvað röntgenmyndatakan segir á morgun. Þá sjáum við hvað er í gangi,“ sagði Gísli. Þá mun koma betur í ljós hvort Gísli sé mikið meiddur og hvort að þessi meiðsli gætu haft einhver áhrif á undirbúning hans með íslenska landsliðinu fyrir Evrópumótið í janúar. Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk í leiknum og gaf eina stoðsendingu. Þýski handboltinn Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Magdeburg vann fjögurra marka sigur á Melsungen. Gísli fékk slæma byltu í fyrri hálfleiknum og þurfti að fara af velli. Hann harkaði af sér og kom aftur inn í seinni hálfleikinn en var greinilega þjáður. „Vinstra rifbeinið er mjög aumt. Ég finn fyrir smá þrýstingi á maganum núna,“ útskýrði Gísli í samtali við handball-world. Eftir samráð við liðslækninn ákvað hann þó að halda áfram að spila. „Ég vildi hjálpa liðinu,“ sagði Gísli til að rökstyðja ákvörðun sína um að koma aftur inn í leikinn. Þjálfari hans, Bennet Wiegert, lagði þó áherslu á að þeir voru ekki að taka óþarfa áhættu með Gísla: „Að lokum berast upplýsingarnar til mín og ég tek ákvörðunina. Við erum jú hér til að vernda leikmenn okkar,“ sagði Wiegert. Já-ið hans er ekki alltaf já Wiegert veit líka að hann þarf stundum að hægja á leikstjórnanda sínum: „Já-ið hans er ekki alltaf já.“ Hann fullvissar þó: „Ef það hefði verið umferðarljós sem hefði sýnt rautt ljós, hefðum við ekki séð hann aftur inni á vellinum,“ sagði Wiegert. Gísli brosti og sagðist hafa þurft að tala læknana svolítið til svo hann fengi grænt ljós. Nánari upplýsingar eiga að liggja fyrir í dag: „Ég verð að bíða og sjá hvað röntgenmyndatakan segir á morgun. Þá sjáum við hvað er í gangi,“ sagði Gísli. Þá mun koma betur í ljós hvort Gísli sé mikið meiddur og hvort að þessi meiðsli gætu haft einhver áhrif á undirbúning hans með íslenska landsliðinu fyrir Evrópumótið í janúar. Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk í leiknum og gaf eina stoðsendingu.
Þýski handboltinn Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira