Starfið venst vel og strákarnir klárir Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2025 10:02 Ólafur Ingi segir sína menn klára í að taka fyrsta sigurinn í Sambandsdeildinni í kvöld. „Við erum mjög vel stemmdir. Við erum spenntir fyrir verkefninu. Við byggjum á góðri frammistöðu í síðasta leik og viljum ná í þrjú stig,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, um verkefni dagsins er liðið mætir Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni á Laugardalsvelli klukkan 17:45. Ólafur nefnir að Blikar vilji byggja ofan á góða frammistöðu en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Samsunspor frá Tyrklandi frá því í síðasta leik. Þá skoruðu Blikar loks fyrstu mörkin í deildarkeppninni í ár og má færa rök fyrir því að það hafi verið þeirra besta frammistaða til þessa. Tvær vikur eru hins vegar liðnar síðan. Hvernig hafa menn nýtt tímann? „Við höfum splæst inn æfingaleikjum inn á milli og keyrt á þessum vikurytma. Við höfum bæði nýtt æfingasvæðið vel og reynt að viðhalda ferskleika. Við höfum gefið frí inn á milli svo menn haldist líkamlega og andlega eins ferskir og hægt er. Mér finnst það hafa tekist mjög vel og allir eru klárir í slaginn,“ Ólafur Ingi tók við þjálfarastarfi Blika í haust og beið hans það verkefni að stýra liðinu á stóra sviðinu í Evrópuboltanum. Um er að ræða hans fyrsta aðalþjálfarastarf hjá félagsliði en hann segist starfið hafa vanist vel í vetur. „Þetta hefur verið alveg geggjað. Þetta er virkilega skemmtilegt. Félagið algjörlega frábært, það er tekið vel á móti manni og sama með leikmannahópinn, þetta er virkilega flottur hópur. Þetta hefur verið krefjandi á köflum en virkilega skemmtilegt,“ segir Ólafur. Tímabært að ná í fyrsta sigurinn Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Fyrirfram er þetta auðvitað leikur sem menn horfa til, eðlilega. Segjandi það, þá er þetta lið með gríðarlega reynslu og eru írskir meistarar. Eins og allir Evrópuleikir eru erfiðir. Við þurfum að spila þennan leik vel, á okkar forsendum. En það er klárt mál að ef við gerum það sem við getum og náum góðri frammistöðu, þá eigum við góðan möguleika á að ná í þrjú stig,“ segir Ólafur. Klippa: Ólafur ræðir leikinn við Shamrock Hann gerir þá ráð fyrir að Blikar stýri ferðinni í kvöld. „ Mér finnst það líklegt. Þeir hafa verið frekar þéttir og í 5-3-2 mikið. Við höfum undirbúið bæði, það getur verið að þeir horfi á þetta sem leik sem þeir vilji stíga ofar og gera eitthvað. Við þurfum að vera klárir á því líka. Mér finnst það líklegt að við stýrum umferðinni aðeins sem er bara jákvætt. Við þurfum á sama tíma að vera aggressívir í hlaupum, að teygja á þeim og láta boltann ganga hratt til að finna opnanir. Þeir eru mjög þéttir,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Ólafur nefnir að Blikar vilji byggja ofan á góða frammistöðu en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Samsunspor frá Tyrklandi frá því í síðasta leik. Þá skoruðu Blikar loks fyrstu mörkin í deildarkeppninni í ár og má færa rök fyrir því að það hafi verið þeirra besta frammistaða til þessa. Tvær vikur eru hins vegar liðnar síðan. Hvernig hafa menn nýtt tímann? „Við höfum splæst inn æfingaleikjum inn á milli og keyrt á þessum vikurytma. Við höfum bæði nýtt æfingasvæðið vel og reynt að viðhalda ferskleika. Við höfum gefið frí inn á milli svo menn haldist líkamlega og andlega eins ferskir og hægt er. Mér finnst það hafa tekist mjög vel og allir eru klárir í slaginn,“ Ólafur Ingi tók við þjálfarastarfi Blika í haust og beið hans það verkefni að stýra liðinu á stóra sviðinu í Evrópuboltanum. Um er að ræða hans fyrsta aðalþjálfarastarf hjá félagsliði en hann segist starfið hafa vanist vel í vetur. „Þetta hefur verið alveg geggjað. Þetta er virkilega skemmtilegt. Félagið algjörlega frábært, það er tekið vel á móti manni og sama með leikmannahópinn, þetta er virkilega flottur hópur. Þetta hefur verið krefjandi á köflum en virkilega skemmtilegt,“ segir Ólafur. Tímabært að ná í fyrsta sigurinn Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Fyrirfram er þetta auðvitað leikur sem menn horfa til, eðlilega. Segjandi það, þá er þetta lið með gríðarlega reynslu og eru írskir meistarar. Eins og allir Evrópuleikir eru erfiðir. Við þurfum að spila þennan leik vel, á okkar forsendum. En það er klárt mál að ef við gerum það sem við getum og náum góðri frammistöðu, þá eigum við góðan möguleika á að ná í þrjú stig,“ segir Ólafur. Klippa: Ólafur ræðir leikinn við Shamrock Hann gerir þá ráð fyrir að Blikar stýri ferðinni í kvöld. „ Mér finnst það líklegt. Þeir hafa verið frekar þéttir og í 5-3-2 mikið. Við höfum undirbúið bæði, það getur verið að þeir horfi á þetta sem leik sem þeir vilji stíga ofar og gera eitthvað. Við þurfum að vera klárir á því líka. Mér finnst það líklegt að við stýrum umferðinni aðeins sem er bara jákvætt. Við þurfum á sama tíma að vera aggressívir í hlaupum, að teygja á þeim og láta boltann ganga hratt til að finna opnanir. Þeir eru mjög þéttir,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira