Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 15:01 Rodrygo fagnaði marki sínu með Xabi Alonso þjálfara. Getty/Diego Souto/ Rodrygo skoraði mark Real Madrid í 2-1 tapi á móti Manchester City í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en markafagn hans vakti sérstaka athygli. Rodrygo kom Real yfir en City-menn svöruðu með tveimur mörkum og tryggðu sér sigurinn. Real Madrid og þjálfarinn Xabi Alonso fóru inn í leikinn í miðri viku undir mikilli pressu eftir 2-0 tap á heimavelli gegn Celta Vigo á sunnudaginn, sem þýddi að lið Alonso hafði aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í La Liga. Rodrygo went to celebrate with Xabi Alonso after scoring the goal! 🤍😃🫶🏻 pic.twitter.com/EFfH8kRtWZ— Xabi Zone (@XabiZone1) December 10, 2025 „Við vitum að það er mikil pressa hér,“ sagði Rodrygo. „Það er eðlilegt þegar hlutirnir ganga ekki upp á vellinum. Eftir markið mitt fór ég að faðma Xabi til að sýna samstöðu liðsins. Ég vissi að það væri mikilvægt að eiga þessa stund,“ sagði Rodrygo. Miklar væntingar og nú óviss framtíð Miklar væntingar voru gerðar þegar Real Madrid réð Alonso til að taka við af Carlo Ancelotti. Aðeins sex mánuðum eftir að hann sneri aftur til félagsins sem hann lék eitt sinn með, stendur hann frammi fyrir óvissri framtíð. Madrid er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona fyrir leikinn gegn Alavés á sunnudaginn. „Þetta er erfiður tími,“ sagði Rodrygo. „Það er erfitt fyrir okkur og það er líka erfitt fyrir hann [Alonso]. Hlutirnir eru ekki að ganga upp og ég vildi sýna fólki að við stöndum með þjálfaranum okkar. Ég veit að það er alltaf margt sagt. Það er oft reynt að búa til alls konar hluti og ég vildi bara segja það, að við værum sameinuð og að við þyrftum á þessari samstöðu að halda til að komast áfram og ná markmiðum okkar,“ sagði Rodrygo. Skilur baulið Rodrygo sagðist skilja baul frá áhorfendum á Bernabéu eftir tvö töp í röð. „Það er eðlilegt,“ sagði brasilíski landsliðsmaðurinn. „Það er sanngjarnt. Við vitum að Madrid er mjög kröfuhart félag, stuðningsmennirnir eru mjög kröfuharðir. Við höfum verið hér í mörg ár og við vitum að þetta er það sem gerist ef okkur gengur ekki vel. Við verðum að reyna að bæta okkur og reyna að komast út úr þessum aðstæðum.“ 🚨 𝐁𝐑𝐄𝐀𝐊𝐈𝐍𝐆: Rodrygo shows his support for Xabi Alonso.“We stand with the coach. Many things being said are lies.”“Hug with Xabi? It’s a difficult time for the players and everyone, and I wanted to show that we’re behind our manager.” pic.twitter.com/HVHZRgccom— 433 (@433) December 10, 2025 Rodrygo batt að minnsta kosti enda á 32 leikja markaþurrð sína á miðvikudaginn. Þurfti virkilega á þessu marki að halda „Ég þurfti virkilega á þessu marki að halda,“ sagði hann. „Ég reyni alltaf að skora, alltaf að hjálpa, og satt best að segja var ég ekki upp á mitt besta. Svona hlutir gerast í fótbolta. Ég verð að halda einbeitingu og halda áfram að æfa. Það er það sem ég hef verið að gera allan þennan tíma, vitandi að hlutirnir gengu ekki upp hjá mér,“ sagði Rodrygo. „Ég er dapur yfir tapinu, en ég vona að með þessu marki og þessari frammistöðu komist ég aftur í mitt besta form og hjálpi liðinu,“ sagði Rodrygo. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Rodrygo kom Real yfir en City-menn svöruðu með tveimur mörkum og tryggðu sér sigurinn. Real Madrid og þjálfarinn Xabi Alonso fóru inn í leikinn í miðri viku undir mikilli pressu eftir 2-0 tap á heimavelli gegn Celta Vigo á sunnudaginn, sem þýddi að lið Alonso hafði aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í La Liga. Rodrygo went to celebrate with Xabi Alonso after scoring the goal! 🤍😃🫶🏻 pic.twitter.com/EFfH8kRtWZ— Xabi Zone (@XabiZone1) December 10, 2025 „Við vitum að það er mikil pressa hér,“ sagði Rodrygo. „Það er eðlilegt þegar hlutirnir ganga ekki upp á vellinum. Eftir markið mitt fór ég að faðma Xabi til að sýna samstöðu liðsins. Ég vissi að það væri mikilvægt að eiga þessa stund,“ sagði Rodrygo. Miklar væntingar og nú óviss framtíð Miklar væntingar voru gerðar þegar Real Madrid réð Alonso til að taka við af Carlo Ancelotti. Aðeins sex mánuðum eftir að hann sneri aftur til félagsins sem hann lék eitt sinn með, stendur hann frammi fyrir óvissri framtíð. Madrid er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona fyrir leikinn gegn Alavés á sunnudaginn. „Þetta er erfiður tími,“ sagði Rodrygo. „Það er erfitt fyrir okkur og það er líka erfitt fyrir hann [Alonso]. Hlutirnir eru ekki að ganga upp og ég vildi sýna fólki að við stöndum með þjálfaranum okkar. Ég veit að það er alltaf margt sagt. Það er oft reynt að búa til alls konar hluti og ég vildi bara segja það, að við værum sameinuð og að við þyrftum á þessari samstöðu að halda til að komast áfram og ná markmiðum okkar,“ sagði Rodrygo. Skilur baulið Rodrygo sagðist skilja baul frá áhorfendum á Bernabéu eftir tvö töp í röð. „Það er eðlilegt,“ sagði brasilíski landsliðsmaðurinn. „Það er sanngjarnt. Við vitum að Madrid er mjög kröfuhart félag, stuðningsmennirnir eru mjög kröfuharðir. Við höfum verið hér í mörg ár og við vitum að þetta er það sem gerist ef okkur gengur ekki vel. Við verðum að reyna að bæta okkur og reyna að komast út úr þessum aðstæðum.“ 🚨 𝐁𝐑𝐄𝐀𝐊𝐈𝐍𝐆: Rodrygo shows his support for Xabi Alonso.“We stand with the coach. Many things being said are lies.”“Hug with Xabi? It’s a difficult time for the players and everyone, and I wanted to show that we’re behind our manager.” pic.twitter.com/HVHZRgccom— 433 (@433) December 10, 2025 Rodrygo batt að minnsta kosti enda á 32 leikja markaþurrð sína á miðvikudaginn. Þurfti virkilega á þessu marki að halda „Ég þurfti virkilega á þessu marki að halda,“ sagði hann. „Ég reyni alltaf að skora, alltaf að hjálpa, og satt best að segja var ég ekki upp á mitt besta. Svona hlutir gerast í fótbolta. Ég verð að halda einbeitingu og halda áfram að æfa. Það er það sem ég hef verið að gera allan þennan tíma, vitandi að hlutirnir gengu ekki upp hjá mér,“ sagði Rodrygo. „Ég er dapur yfir tapinu, en ég vona að með þessu marki og þessari frammistöðu komist ég aftur í mitt besta form og hjálpi liðinu,“ sagði Rodrygo.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira