„Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2025 21:01 Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Blika, var stoltur af sínu liði eftir leik. Pawel Cieslikiewicz Breiðablik sótti sinn fyrsti sigur í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Liðið lagði Shamrock Rovers 3-1 á Laugardalsvelli og var Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, afar sáttur að leik loknum. „Tilfinningin er frábær, þetta var ekki fallegt en mjög sætt engu að síður. Erfiðar aðstæður og allt það en það má segja að við höfum siglt þessu heim,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, eftir fyrsta sigur liðsins í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Klippa: Ólafur Ingi um fyrsta sigur Blika í Sambandsdeild Evrópu Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en gestirnir brutu ísinn á 32. mínútu en það tók heimamenn tvær mínútur að jafna leikinn. „Þeir hafa verið að spila neðar og hafa verið varkárari. Við vissum að staðan gæti orðið þannig að þeir myndu reyna að sækja til sigurs. Þeir voru sterkir í dag og við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik, þeir voru að skapa yfirtölu á köntunum og við lentum svolítið á eftir. Heilt yfir var hvorugt liðið að skapa sér mikið af færum.“ Gestirnir frá Írlandi komu út í síðari hálfleikinn af krafti en þá með vindinn í bakið. Blikar virtust þolinmóðir og reyndu að spila boltanum sín á milli. „Það var mjög mikilvægt að fá inn þetta mark hjá Óla sem var auðvitað frábærlega gert, einstaklingsgæðin hjá Óla skinu þar. Það gerir það að verkum að þeir þurfa að taka stóra sénsa og það var ekkert eðlilega sætt að sjá þetta 3-1 mark frá Kidda. Það var bara alveg geggjað.“ „Þeir gerðu okkur erfitt fyrir og lokuðu annarri hliðinni og læstu okkur svolítið inni. Við ýttum miðjumönnunum okkar þá aðeins neðar í seinni hálfleik til þess að koma þeim meira á boltann. Það gekk ekki 100% upp en heilt yfir er ég sáttur. Við gerðum vel og ég er ógeðslega ánægður og stoltur.“ Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira
„Tilfinningin er frábær, þetta var ekki fallegt en mjög sætt engu að síður. Erfiðar aðstæður og allt það en það má segja að við höfum siglt þessu heim,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, eftir fyrsta sigur liðsins í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Klippa: Ólafur Ingi um fyrsta sigur Blika í Sambandsdeild Evrópu Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en gestirnir brutu ísinn á 32. mínútu en það tók heimamenn tvær mínútur að jafna leikinn. „Þeir hafa verið að spila neðar og hafa verið varkárari. Við vissum að staðan gæti orðið þannig að þeir myndu reyna að sækja til sigurs. Þeir voru sterkir í dag og við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik, þeir voru að skapa yfirtölu á köntunum og við lentum svolítið á eftir. Heilt yfir var hvorugt liðið að skapa sér mikið af færum.“ Gestirnir frá Írlandi komu út í síðari hálfleikinn af krafti en þá með vindinn í bakið. Blikar virtust þolinmóðir og reyndu að spila boltanum sín á milli. „Það var mjög mikilvægt að fá inn þetta mark hjá Óla sem var auðvitað frábærlega gert, einstaklingsgæðin hjá Óla skinu þar. Það gerir það að verkum að þeir þurfa að taka stóra sénsa og það var ekkert eðlilega sætt að sjá þetta 3-1 mark frá Kidda. Það var bara alveg geggjað.“ „Þeir gerðu okkur erfitt fyrir og lokuðu annarri hliðinni og læstu okkur svolítið inni. Við ýttum miðjumönnunum okkar þá aðeins neðar í seinni hálfleik til þess að koma þeim meira á boltann. Það gekk ekki 100% upp en heilt yfir er ég sáttur. Við gerðum vel og ég er ógeðslega ánægður og stoltur.“
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira