Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 14:02 Ståle Solbakken stýrði Noregi til afar öruggs sigurs í undanriðli fyrir HM í fótbolta. Liðið verður því loksins með á stærsta sviðinu, eftir tæplega 28 ára bið. Getty/Marco Luzzani Ståle Solbakken landsliðsþjálfari Norðmanna mun ekki kveðja á HM næsta sumar því nú er ljóst að hann heldur áfram sem þjálfari Noregs. Solbakken og norska knattspyrnusambandið héldu saman blaðamannafund þar sem tilkynnt var að Solbakken hafi ákveðið að halda áfram sem þjálfari karlalandsliðsins „Það er ánægjulegt að fá að tilkynna að við höfum framlengt samninginn við Ståle Solbakken sem landsliðsþjálfara. Við vorum aldrei í vafa,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundinum. „Ståle Solbakken er tvímælalaust rétti maðurinn til að leiða þessa frábæru kynslóð áfram og við erum mjög ánægð með að þú hafir þegið boðið um að leiða liðið áfram eftir HM og fram að mögulegu EM 2028,“ sagði Klaveness og beinir orðum sínum að Solbakken. Ståle Solbakken forlenger kontrakten som landslagssjef til 2028. pic.twitter.com/q0NGjiHWSD— Fotball Norge (@FotballNO) December 11, 2025 Hinn 57 ára gamli þjálfari hefur skrifað undir framlengingu á samningi sem nú gildir til og með EM 2028. Solbakken sagði um leið að það væri afar ólíklegt að hann haldi áfram lengur en það. „Ástæðan fyrir því að ég segi já er sú að NFF er á mjög góðum stað. Við erum með frábæran forseta. Við erum með leikmannahóp sem er unun að vinna með. Ég væri að ljúga ef ég segði að stuðningur þeirra hefði ekki skipt máli,“ sagði Solbakken sjálfur. Solbakken er með það á hreinu hvað hvatti hann til að halda áfram í þjálfarastólnum. „Þetta snýst um hvað mig langar mest til að gera. Við erum á leið á HM og eftir það munum við aðeins spila við bestu liðin í Þjóðadeildinni. Við höfum komist upp um deild þar og það verða frábærir leikir. Svo kemur spennandi undankeppni fyrir EM og vonandi EM,“ sagði Solbakken. Klaveness greindi líka frá því að ný laun Solbakkens séu tíu milljónir norskra króna á ári, auk mögulegs bónus upp á fimm milljónir ef Noregur kemst á EM. Tíu milljónir eru 125 milljónir íslenskra króna og því meira en tíu milljónir í mánaðarlaun. „Við erum að færast inn í nýja tíma á margan hátt. Við erum að greiða laun sem eru tveggja stafa milljónatala. Það höfum við aldrei gert áður,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri NFF. Ståle Solbakken forlenger kontrakten med landslaget https://t.co/AkMeJrKqrQ— VG (@vgnett) December 11, 2025 HM 2026 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira
Solbakken og norska knattspyrnusambandið héldu saman blaðamannafund þar sem tilkynnt var að Solbakken hafi ákveðið að halda áfram sem þjálfari karlalandsliðsins „Það er ánægjulegt að fá að tilkynna að við höfum framlengt samninginn við Ståle Solbakken sem landsliðsþjálfara. Við vorum aldrei í vafa,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundinum. „Ståle Solbakken er tvímælalaust rétti maðurinn til að leiða þessa frábæru kynslóð áfram og við erum mjög ánægð með að þú hafir þegið boðið um að leiða liðið áfram eftir HM og fram að mögulegu EM 2028,“ sagði Klaveness og beinir orðum sínum að Solbakken. Ståle Solbakken forlenger kontrakten som landslagssjef til 2028. pic.twitter.com/q0NGjiHWSD— Fotball Norge (@FotballNO) December 11, 2025 Hinn 57 ára gamli þjálfari hefur skrifað undir framlengingu á samningi sem nú gildir til og með EM 2028. Solbakken sagði um leið að það væri afar ólíklegt að hann haldi áfram lengur en það. „Ástæðan fyrir því að ég segi já er sú að NFF er á mjög góðum stað. Við erum með frábæran forseta. Við erum með leikmannahóp sem er unun að vinna með. Ég væri að ljúga ef ég segði að stuðningur þeirra hefði ekki skipt máli,“ sagði Solbakken sjálfur. Solbakken er með það á hreinu hvað hvatti hann til að halda áfram í þjálfarastólnum. „Þetta snýst um hvað mig langar mest til að gera. Við erum á leið á HM og eftir það munum við aðeins spila við bestu liðin í Þjóðadeildinni. Við höfum komist upp um deild þar og það verða frábærir leikir. Svo kemur spennandi undankeppni fyrir EM og vonandi EM,“ sagði Solbakken. Klaveness greindi líka frá því að ný laun Solbakkens séu tíu milljónir norskra króna á ári, auk mögulegs bónus upp á fimm milljónir ef Noregur kemst á EM. Tíu milljónir eru 125 milljónir íslenskra króna og því meira en tíu milljónir í mánaðarlaun. „Við erum að færast inn í nýja tíma á margan hátt. Við erum að greiða laun sem eru tveggja stafa milljónatala. Það höfum við aldrei gert áður,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri NFF. Ståle Solbakken forlenger kontrakten med landslaget https://t.co/AkMeJrKqrQ— VG (@vgnett) December 11, 2025
HM 2026 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira