Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 14:02 Ståle Solbakken stýrði Noregi til afar öruggs sigurs í undanriðli fyrir HM í fótbolta. Liðið verður því loksins með á stærsta sviðinu, eftir tæplega 28 ára bið. Getty/Marco Luzzani Ståle Solbakken landsliðsþjálfari Norðmanna mun ekki kveðja á HM næsta sumar því nú er ljóst að hann heldur áfram sem þjálfari Noregs. Solbakken og norska knattspyrnusambandið héldu saman blaðamannafund þar sem tilkynnt var að Solbakken hafi ákveðið að halda áfram sem þjálfari karlalandsliðsins „Það er ánægjulegt að fá að tilkynna að við höfum framlengt samninginn við Ståle Solbakken sem landsliðsþjálfara. Við vorum aldrei í vafa,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundinum. „Ståle Solbakken er tvímælalaust rétti maðurinn til að leiða þessa frábæru kynslóð áfram og við erum mjög ánægð með að þú hafir þegið boðið um að leiða liðið áfram eftir HM og fram að mögulegu EM 2028,“ sagði Klaveness og beinir orðum sínum að Solbakken. Ståle Solbakken forlenger kontrakten som landslagssjef til 2028. pic.twitter.com/q0NGjiHWSD— Fotball Norge (@FotballNO) December 11, 2025 Hinn 57 ára gamli þjálfari hefur skrifað undir framlengingu á samningi sem nú gildir til og með EM 2028. Solbakken sagði um leið að það væri afar ólíklegt að hann haldi áfram lengur en það. „Ástæðan fyrir því að ég segi já er sú að NFF er á mjög góðum stað. Við erum með frábæran forseta. Við erum með leikmannahóp sem er unun að vinna með. Ég væri að ljúga ef ég segði að stuðningur þeirra hefði ekki skipt máli,“ sagði Solbakken sjálfur. Solbakken er með það á hreinu hvað hvatti hann til að halda áfram í þjálfarastólnum. „Þetta snýst um hvað mig langar mest til að gera. Við erum á leið á HM og eftir það munum við aðeins spila við bestu liðin í Þjóðadeildinni. Við höfum komist upp um deild þar og það verða frábærir leikir. Svo kemur spennandi undankeppni fyrir EM og vonandi EM,“ sagði Solbakken. Klaveness greindi líka frá því að ný laun Solbakkens séu tíu milljónir norskra króna á ári, auk mögulegs bónus upp á fimm milljónir ef Noregur kemst á EM. Tíu milljónir eru 125 milljónir íslenskra króna og því meira en tíu milljónir í mánaðarlaun. „Við erum að færast inn í nýja tíma á margan hátt. Við erum að greiða laun sem eru tveggja stafa milljónatala. Það höfum við aldrei gert áður,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri NFF. Ståle Solbakken forlenger kontrakten med landslaget https://t.co/AkMeJrKqrQ— VG (@vgnett) December 11, 2025 HM 2026 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Solbakken og norska knattspyrnusambandið héldu saman blaðamannafund þar sem tilkynnt var að Solbakken hafi ákveðið að halda áfram sem þjálfari karlalandsliðsins „Það er ánægjulegt að fá að tilkynna að við höfum framlengt samninginn við Ståle Solbakken sem landsliðsþjálfara. Við vorum aldrei í vafa,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundinum. „Ståle Solbakken er tvímælalaust rétti maðurinn til að leiða þessa frábæru kynslóð áfram og við erum mjög ánægð með að þú hafir þegið boðið um að leiða liðið áfram eftir HM og fram að mögulegu EM 2028,“ sagði Klaveness og beinir orðum sínum að Solbakken. Ståle Solbakken forlenger kontrakten som landslagssjef til 2028. pic.twitter.com/q0NGjiHWSD— Fotball Norge (@FotballNO) December 11, 2025 Hinn 57 ára gamli þjálfari hefur skrifað undir framlengingu á samningi sem nú gildir til og með EM 2028. Solbakken sagði um leið að það væri afar ólíklegt að hann haldi áfram lengur en það. „Ástæðan fyrir því að ég segi já er sú að NFF er á mjög góðum stað. Við erum með frábæran forseta. Við erum með leikmannahóp sem er unun að vinna með. Ég væri að ljúga ef ég segði að stuðningur þeirra hefði ekki skipt máli,“ sagði Solbakken sjálfur. Solbakken er með það á hreinu hvað hvatti hann til að halda áfram í þjálfarastólnum. „Þetta snýst um hvað mig langar mest til að gera. Við erum á leið á HM og eftir það munum við aðeins spila við bestu liðin í Þjóðadeildinni. Við höfum komist upp um deild þar og það verða frábærir leikir. Svo kemur spennandi undankeppni fyrir EM og vonandi EM,“ sagði Solbakken. Klaveness greindi líka frá því að ný laun Solbakkens séu tíu milljónir norskra króna á ári, auk mögulegs bónus upp á fimm milljónir ef Noregur kemst á EM. Tíu milljónir eru 125 milljónir íslenskra króna og því meira en tíu milljónir í mánaðarlaun. „Við erum að færast inn í nýja tíma á margan hátt. Við erum að greiða laun sem eru tveggja stafa milljónatala. Það höfum við aldrei gert áður,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri NFF. Ståle Solbakken forlenger kontrakten med landslaget https://t.co/AkMeJrKqrQ— VG (@vgnett) December 11, 2025
HM 2026 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira