Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2025 15:15 Árásarmaðurinn fjær og hinn karlmaðurinn svartklæddur nær. Dagur Þór Hjartarson hefur verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk annan karlmann í Mjóddinni í Reykjavík í júlí í sumar. Hinn karlmaðurinn særðist lífshættulega en sá átti upphafið að átökunum með að kýla Dag með krepptum hnefa í andlitið. Dagur Þór bar fyrir sig neyðarvörn en dómurinn keypti ekki þær skýringar. Það var föstudagskvöldið 11. júlí fyrir utan verslanirnar Prins og Nettó í Mjódd þar sem leiðir mannanna tveggja lágu saman. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum og frá vegfarendum voru lykilatriði í málinu og sýndu það sem fram fór. Báðir mennirnir játuðu að hafa neytt fíkniefna á fimmtudeginum og hafa verið undir áhrifum áfengis umrætt kvöld. Dagur var á göngu í áttina að hinum manninum sem kýldi hann fyrirvaralaust í andlitið. Upphófst atburðarás sem stóð í nokkrar mínútur og vegfarendur horfðu á, sumir með símana á lofti. Dagur Þór reif upp hníf eftir að hafa verið kýldur en hinn maðurinn tók upp útdregna kylfu sem síðar kom í ljós að var brotin. Eftir nokkur átök virtust þau vera að fjara út þegar Dagur réðst að hinum manninum með hnífinn á lofti og stakk hann lífshættulega. Mennirnir voru greinilega báðir í ójafnvægi en á upptöku heyrðist Dagur Þór kalla einu sinni að hann ætlaði sér að stinga hinn manninn. Hann flúði af vettvangi en var handtekinn nokkrum mínútum síðar eftir að lögregla fékk ábendingar um flóttaleið hans frá vitnum. Dagur Þór viðurkenndi að hafa stungið manninn einu sinni í öxlina en neitaði að öðru leyti sök. Bar hann einnig fyrir sig neyðarvörn enda hefði hinn maðurinn átt upptök að átökunum. Dómurinn tók neyðarvörn mannsins ekki til greina enda hefði hann getað hörfað auk þess sem hann var vopnaður stórum hnífi á meðan hinn maðurinn var með brotna kylfu. Ekkert hefði réttlætt það að Dagur hefði gripið til hnífs á vettvangi. Þá hefði hann sagst upphátt ætla að stinga hann, elt hinn manninn á röndum og stungið hann svo hann hlaut lífshættulega áverka. Auk þess þótti framburður hans fyrir dómi að mörgu leyti ekki trúverðuglegur. Var Dagur því sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, fékk fimm og hálfs árs refsingu og þarf auk þess að greiða hinum manninum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Reykjavík Mjódd Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Það var föstudagskvöldið 11. júlí fyrir utan verslanirnar Prins og Nettó í Mjódd þar sem leiðir mannanna tveggja lágu saman. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum og frá vegfarendum voru lykilatriði í málinu og sýndu það sem fram fór. Báðir mennirnir játuðu að hafa neytt fíkniefna á fimmtudeginum og hafa verið undir áhrifum áfengis umrætt kvöld. Dagur var á göngu í áttina að hinum manninum sem kýldi hann fyrirvaralaust í andlitið. Upphófst atburðarás sem stóð í nokkrar mínútur og vegfarendur horfðu á, sumir með símana á lofti. Dagur Þór reif upp hníf eftir að hafa verið kýldur en hinn maðurinn tók upp útdregna kylfu sem síðar kom í ljós að var brotin. Eftir nokkur átök virtust þau vera að fjara út þegar Dagur réðst að hinum manninum með hnífinn á lofti og stakk hann lífshættulega. Mennirnir voru greinilega báðir í ójafnvægi en á upptöku heyrðist Dagur Þór kalla einu sinni að hann ætlaði sér að stinga hinn manninn. Hann flúði af vettvangi en var handtekinn nokkrum mínútum síðar eftir að lögregla fékk ábendingar um flóttaleið hans frá vitnum. Dagur Þór viðurkenndi að hafa stungið manninn einu sinni í öxlina en neitaði að öðru leyti sök. Bar hann einnig fyrir sig neyðarvörn enda hefði hinn maðurinn átt upptök að átökunum. Dómurinn tók neyðarvörn mannsins ekki til greina enda hefði hann getað hörfað auk þess sem hann var vopnaður stórum hnífi á meðan hinn maðurinn var með brotna kylfu. Ekkert hefði réttlætt það að Dagur hefði gripið til hnífs á vettvangi. Þá hefði hann sagst upphátt ætla að stinga hann, elt hinn manninn á röndum og stungið hann svo hann hlaut lífshættulega áverka. Auk þess þótti framburður hans fyrir dómi að mörgu leyti ekki trúverðuglegur. Var Dagur því sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, fékk fimm og hálfs árs refsingu og þarf auk þess að greiða hinum manninum tvær milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Reykjavík Mjódd Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira