Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. desember 2025 15:02 Greiðslufyrirkomulag vegna lyfja mun taka breytingum um áramótin. Vísir/Vilhelm Fleiri gætu frestað eða sleppt að leysa út lyf af fjárhagsástæðum vegna breytinga sem verða á greiðsluþátttöku fólks í lyfjakostnaði um áramótin að mati hagfræðings ÖBÍ réttindasamtaka. Boðaðar breytingar skjóti skökku við í því efnahagsumhverfi sem nú sé. Um áramótin verða gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í lyfjakostnaði. Í dag eru afsláttarþrepin þrjú þegar fólk kaupir lyf og eftir að fólk hefur greitt 22.800 krónur þarf það aðeins að borga 15% af verði lyfja eða minna. Breytingarnar fela það í sér að afsláttarþrepin verða fjögur í stað þriggja. Þá þarf fólk að greiða meira fyrir lyf sín eftir að það hefur greitt 22.800 krónur eða 40% eða minna. Upphæðirnar eru lægri hjá öldruðum, öryrkjum og börnum en prósentan þó hin sama. Áfram er miðað við sama hámarkskostnað. Allt að 36 prósenta hækkun í einu þrepi Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur hjá Öryrkjabandalaginu, segir samtökin hafa áhyggjur af áhrifum breytinganna. „Við hefðum viljað sjá þessar breytingar taka gildi yfir lengri tíma. Þetta mun hitta okkar hóp illa. Þetta slær okkur ekki vel,“ segir Gunnar. „Þetta er töluverð hækkun í sumum þrepunum, sem gerir það að verkum að þú þarft að fara á milli þrepa til að fá aukinn afslátt. Í einu þrepinu er þetta allt að 36 prósent hækkun og það bara slær okkur ekki vel.“ Skjóti skökku við eftir langt verðbólgutímabil Breytingarnar geti orðið til þess að fleiri fresti eða sleppi því að leysa út lyf út af fjárhagsástæðum. „Nú þegar er allt of hátt hlutfall sem neitar sem um þetta. Það eru til kannanir sem sýna það að um 24 prósent þeirra sem eru í lágtekju- og meðaltekjuhópum eru að neita sér um læknisþjónustu og að leysa út lyf út af kostnaði. Þetta hlutfall mun hækka, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar. Þá komi breytingarnar í framhaldi af þrenginum í efnahagslífinu. „Okkur finnst það skjóta skökku við að vera að auka kostnað almennings í heilbrigðisþjónustu þegar hefur verið hér mikil verðbólga, hér hefur verið kaupmáttarrýrnun, sérstaklega hjá þeim sem hafa lægri tekjur,“ segir Gunnar. „Þeir hafa ekki verið nógu vel varðir fyrir því verðbólguskoti sem hefur verið hér undanfarin tvö, þrjú ár. Að koma með svona hækkun í kjölfarið á því er ekki gott. Að minnsta kosti ætti að halda þessu óbreyttu.“ Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. 26. september 2025 14:44 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Um áramótin verða gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í lyfjakostnaði. Í dag eru afsláttarþrepin þrjú þegar fólk kaupir lyf og eftir að fólk hefur greitt 22.800 krónur þarf það aðeins að borga 15% af verði lyfja eða minna. Breytingarnar fela það í sér að afsláttarþrepin verða fjögur í stað þriggja. Þá þarf fólk að greiða meira fyrir lyf sín eftir að það hefur greitt 22.800 krónur eða 40% eða minna. Upphæðirnar eru lægri hjá öldruðum, öryrkjum og börnum en prósentan þó hin sama. Áfram er miðað við sama hámarkskostnað. Allt að 36 prósenta hækkun í einu þrepi Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur hjá Öryrkjabandalaginu, segir samtökin hafa áhyggjur af áhrifum breytinganna. „Við hefðum viljað sjá þessar breytingar taka gildi yfir lengri tíma. Þetta mun hitta okkar hóp illa. Þetta slær okkur ekki vel,“ segir Gunnar. „Þetta er töluverð hækkun í sumum þrepunum, sem gerir það að verkum að þú þarft að fara á milli þrepa til að fá aukinn afslátt. Í einu þrepinu er þetta allt að 36 prósent hækkun og það bara slær okkur ekki vel.“ Skjóti skökku við eftir langt verðbólgutímabil Breytingarnar geti orðið til þess að fleiri fresti eða sleppi því að leysa út lyf út af fjárhagsástæðum. „Nú þegar er allt of hátt hlutfall sem neitar sem um þetta. Það eru til kannanir sem sýna það að um 24 prósent þeirra sem eru í lágtekju- og meðaltekjuhópum eru að neita sér um læknisþjónustu og að leysa út lyf út af kostnaði. Þetta hlutfall mun hækka, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar. Þá komi breytingarnar í framhaldi af þrenginum í efnahagslífinu. „Okkur finnst það skjóta skökku við að vera að auka kostnað almennings í heilbrigðisþjónustu þegar hefur verið hér mikil verðbólga, hér hefur verið kaupmáttarrýrnun, sérstaklega hjá þeim sem hafa lægri tekjur,“ segir Gunnar. „Þeir hafa ekki verið nógu vel varðir fyrir því verðbólguskoti sem hefur verið hér undanfarin tvö, þrjú ár. Að koma með svona hækkun í kjölfarið á því er ekki gott. Að minnsta kosti ætti að halda þessu óbreyttu.“
Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. 26. september 2025 14:44 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. 26. september 2025 14:44