Handbolti

Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálf­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém unnu öruggan sigur í dag
Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém unnu öruggan sigur í dag Getty/Ronny Hartmann

Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém unnu risasigur í ungverska handboltanum í dag og íslenski landsliðsmaðurinn var í miklu stuði.

Veszprém vann þá 22 marka heimasigur á Balatonfüredi, 47-25. Veszprém var 23-9 yfir í hálfleik.

Bjarki skoraði eitt mark í fyrri hálfleiknum en fór síðan algjörlega á kostum í seinni hálfleik þar sem hann skoraði tíu af ellefu mörkum sínum.

Bjarki var langmarkahæsti leikmaður síns liðs en næstur kom Frakkinn Nedim Remili með sjö mörk. Bjarki nýtti ellefu af tólf skotum sínum eða 92 prósent en tvö af mörkum hans komu úr vítum.

Það styttist í val á EM-hópnum og Bjarki minnti aðeins á sig með mjög góðum leik í dag.

Veszprém er á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið alla þrettán leiki sína í deildinni á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×