Sport

Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick De Wilde þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari kvennalandsliðs Nepals.
Patrick De Wilde þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari kvennalandsliðs Nepals. Getty/Subaas Shrestha

Völsungur hefur fundið þjálfara fyrir næsta sumar í fótboltanum en Belginn Patrick De Wilde hefur samið við félagið.

„Patrick er ævintýramaður sem hefur lifað og hrærst í knattspyrnuheiminum alla sína ævi,“ segir í frétt um ráðninguna á síðu Græna hersins, sem síða tileinkuð knattspyrnudeild Völsungs.

De Wilde er 61 árs gamall en hann hefur starfað sem þjálfari, tæknilegur ráðgjafi, aðstoðarþjálfari, leikmannanjósnari og leikgreinandi á sínum ferli og þjálfað aðallið í Belgíu, Kína, Íran, Sádi-Arabíu og Túnis.

Hann hefur verið aðstoðarþjálfari ungverska landsliðsins og var síðast landsliðþjálfari kvennalandsliðs Nepal. Nú er kominn á Húsvík og það er því ekkert skrýtið að hann sé kallaður ævintýramaður í fréttinni.

Völsungur endaði í sjöunda sæti í Lengjudeild karla í fyrra, tólf stigum frá sæti í umspilinu og sex stigum frá fallsæti.

Völsungar ætla að halda kynningarfund í næstu viku þar sem þeir ætla að kynna Patrick fyrir Völsungum og Húsavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×