Handbolti

Af­hentu Akur­eyringum fimmta tapið í röð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
ÍBV vann öruggan sigur gegn Þór á Akureyri.
ÍBV vann öruggan sigur gegn Þór á Akureyri.

ÍBV gerði sér góða ferð norður og vann 32-27 gegn Þór Akureyri í 15. umferð Olís deildar karla.

Þórsarar töpuðu þar með fimmta leiknum í röð og Eyjamenn komust aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð.

Sigurinn var öruggur og Eyjamenn náðu sjö marka forystu þegar best lét í seinni hálfleik en sigldu svo fimm marka sigri í höfn.

Dagur Arnarsson átti stórleik á vítalínunni og skoraði 10 af sínum 12 mörkum úr sjö metra færinu, endaði leikinn markahæstur, auk þess að gefa 4 stoðsendingar á liðsfélaga sína.

Daníel Þór Ingason lét annars mest til sín taka í opnum leik og skoraði 8 mörk fyrir ÍBV.

Hjá Þór var Oddur Grétarsson markahæstur með 9 mörk, auk 3 stoðsendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×