„Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar 15. desember 2025 08:32 Þegar Trump sagði einhverri gyltu að halda kjafti á blaðamannafundi varð eðlilega allt vitlaust. Femínistar og annað rétthugsandi fólk um allan heim veinaði eins og stungnir grísir. Orðatiltækið að veina eins og stunginn grís er ekki úr lausi lofti gripið. Örvæntingarkveinin og skelfingaröskrin sem berast frá sláturhúsum þegar verið er að slátra svínum eru að sögn svo hryllileg að þau fá blóðið til að frjósa í æðum þeirra sem á hlusta. Fyrrverandi sláturhúsastarfsfólk hefur lýst áfallastreitu og sárum á sálinni eftir aðfarirnar. Í dag sendum við svín í gasklefana þar sem þau upplifa óbærilegan ótta, streitu og sársauka. Trump talar af jafn mikilli vanvirðingu um fólk og við tölum um svín. Í tungumálinu yfirfærum við marga af okkar ljótustu eiginleikum yfir á svín. Græðgi, stjórnleysi, frekju, sóðaskap og slæma hegðun. Þó svín séu auðvitað ekki nákvæmlega eins og við mannfólkið þá eru þau í raun mjög svipuð okkur. Of svipuð okkur til að hægt sé með nokkrum hætti að réttlæta meðferðina á þeim. Svín geta þróað með sér geðsjúkdóma sem eru sláandi líkir þeim sem hrjá okkur og þau bregðast við sömu geðlyfjum. Hægt er að græða líkamshluta úr svínum í fólk. Svín hafa greind á við þriggja ára mannsbörn og eru með greindustu dýrum jarðar. Þau eru forvitin, þrjósk, sjálfstæð og viljasterk. Þau hafa lífsvilja og eðli sem fær enga útrás. Við sussum líka á svín. Með því að fela þau inni í verksmiðjubúum þar sem þau þjást ævilangt við meiri firringu en við getum gert okkur í hugarlund. Við neitum þeim um náttúruna, eðlilegt atferli þeirra og einhvers konar líf sem húsdýr í hefðbundnum búskap fá þó að njóta. Það sem við skömmtum þeim af heiminum rúmast inni í einni kuldalegri skemmu með steinsteyptu gólfi. Ég ætlaði að skrifa að þar fengju þau einungis að ferðast innanhúss en það á auðvitað bara við um þau sem ekki eru föst í gotstíum. Þau kvendýr fá ekki einu sinni að hreyfa sig úr stað. Þegar grísir verða svo eirðarlausir og örvæntingarfullir af inniveru, tilbreytingarleysi og leiðindum að þeir fara að naga halann á hvor öðrum þá er sussað á þá með því að klippa halana af þeim. Þessir forvitnu litlu bleiku hvolpar fá aldrei að líta glaðan dag. Í eina heiminum sem þeir fá að kynnast er ekkert við að vera. Það eru engar brekkur til að rúlla sér niður (eitthvað sem þeim finnst gaman að gera), ekkert nýtt og spennandi að sjá, skoða og rannsaka. Engin huggun og ekkert hlýtt og notalegt. Ekki einu sinni mamma en henni kynnast þeir í gegnum rimla gotstíunnar. Huldudýrin í skemmunum eru tilfinningaverur sem geta fundið til gleði, sorgar, örvæntingar, andlegs sársauka, ótta, einmanaleika, samkenndar og söknuðar, rétt eins og við. Þau búa yfir sjálfsmeðvitund og rökhugsun. Þau hafa sinn eigin einstaka persónuleika og þeim er alls ekki sama um örlög sín. Svín í verksmiðjubúskap fá aldrei hvíld og upplifa ekki eina einustu sólarstund í lífinu. Andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera vegan og andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera andstaða við hefðbundinn búskap. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú í fjórða sinn að vitundarvakningu í desember gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Enginn á að vera hryggur um jólin. Höfundur situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þegar Trump sagði einhverri gyltu að halda kjafti á blaðamannafundi varð eðlilega allt vitlaust. Femínistar og annað rétthugsandi fólk um allan heim veinaði eins og stungnir grísir. Orðatiltækið að veina eins og stunginn grís er ekki úr lausi lofti gripið. Örvæntingarkveinin og skelfingaröskrin sem berast frá sláturhúsum þegar verið er að slátra svínum eru að sögn svo hryllileg að þau fá blóðið til að frjósa í æðum þeirra sem á hlusta. Fyrrverandi sláturhúsastarfsfólk hefur lýst áfallastreitu og sárum á sálinni eftir aðfarirnar. Í dag sendum við svín í gasklefana þar sem þau upplifa óbærilegan ótta, streitu og sársauka. Trump talar af jafn mikilli vanvirðingu um fólk og við tölum um svín. Í tungumálinu yfirfærum við marga af okkar ljótustu eiginleikum yfir á svín. Græðgi, stjórnleysi, frekju, sóðaskap og slæma hegðun. Þó svín séu auðvitað ekki nákvæmlega eins og við mannfólkið þá eru þau í raun mjög svipuð okkur. Of svipuð okkur til að hægt sé með nokkrum hætti að réttlæta meðferðina á þeim. Svín geta þróað með sér geðsjúkdóma sem eru sláandi líkir þeim sem hrjá okkur og þau bregðast við sömu geðlyfjum. Hægt er að græða líkamshluta úr svínum í fólk. Svín hafa greind á við þriggja ára mannsbörn og eru með greindustu dýrum jarðar. Þau eru forvitin, þrjósk, sjálfstæð og viljasterk. Þau hafa lífsvilja og eðli sem fær enga útrás. Við sussum líka á svín. Með því að fela þau inni í verksmiðjubúum þar sem þau þjást ævilangt við meiri firringu en við getum gert okkur í hugarlund. Við neitum þeim um náttúruna, eðlilegt atferli þeirra og einhvers konar líf sem húsdýr í hefðbundnum búskap fá þó að njóta. Það sem við skömmtum þeim af heiminum rúmast inni í einni kuldalegri skemmu með steinsteyptu gólfi. Ég ætlaði að skrifa að þar fengju þau einungis að ferðast innanhúss en það á auðvitað bara við um þau sem ekki eru föst í gotstíum. Þau kvendýr fá ekki einu sinni að hreyfa sig úr stað. Þegar grísir verða svo eirðarlausir og örvæntingarfullir af inniveru, tilbreytingarleysi og leiðindum að þeir fara að naga halann á hvor öðrum þá er sussað á þá með því að klippa halana af þeim. Þessir forvitnu litlu bleiku hvolpar fá aldrei að líta glaðan dag. Í eina heiminum sem þeir fá að kynnast er ekkert við að vera. Það eru engar brekkur til að rúlla sér niður (eitthvað sem þeim finnst gaman að gera), ekkert nýtt og spennandi að sjá, skoða og rannsaka. Engin huggun og ekkert hlýtt og notalegt. Ekki einu sinni mamma en henni kynnast þeir í gegnum rimla gotstíunnar. Huldudýrin í skemmunum eru tilfinningaverur sem geta fundið til gleði, sorgar, örvæntingar, andlegs sársauka, ótta, einmanaleika, samkenndar og söknuðar, rétt eins og við. Þau búa yfir sjálfsmeðvitund og rökhugsun. Þau hafa sinn eigin einstaka persónuleika og þeim er alls ekki sama um örlög sín. Svín í verksmiðjubúskap fá aldrei hvíld og upplifa ekki eina einustu sólarstund í lífinu. Andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera vegan og andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera andstaða við hefðbundinn búskap. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú í fjórða sinn að vitundarvakningu í desember gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Enginn á að vera hryggur um jólin. Höfundur situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun