Fótbolti

Rodgers á leið til Sádi-Arabíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Líklegt þykir að Brendan Rodgers taki við liði í Sádi-Arabíu.
Líklegt þykir að Brendan Rodgers taki við liði í Sádi-Arabíu. getty/Steve Welsh

Búist er við því að Brendan Rodgers, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, Celtic og fleiri liða, taki við Al Qadsiah í Sádi-Arabíu.

Rodgers hætti hjá Celtic í október og hefur verið án starfs síðan þá.

Það gæti breyst innan tíðar því Norður-Írinn er sterklega orðaður við Al Qadsiah sem rak Michel Gonzalez úr stjórastarfinu um helgina.

Al Qadsiah er í 5. sæti sádiarabísku úrvalsdeildarinnar með sautján stig eftir níu umferðir.

Rodgers, sem er 52 ára, stýrði Liverpool á árunum 2012-15 og Leicester City 2019-2023. Undir hans stjórn urðu Refirnir bikarmeistarar 2021.

Rodgers hefur þjálfað Celtic í tvígang, fyrst 2016-19 og svo 2023-25. Hann gerði liðið fjórum sinnum að skoskum meisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×