Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar 15. desember 2025 13:46 Ég hef hitt marga borgarbúa undanfarnar vikur til að heyra hvaða væntingar þau hafa til Reykjavíkurborgar. Þær væntingar eru ekki svo flóknar. Að þjónustan virki og innviðir haldi utan um daglegt líf. Að fólk fái það sem það hefur borgað fyrir með sköttunum. Að sorp sé tekið, snjór ruddur, götulýsing kveikt og umferðin örugg. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgar sem er nútímaleg og vel rekin. Þegar þrjú umferðarslys verða á sama stað í Laugardalnum, á gatnamótum sem „eiga“ að vera rétt hönnuð samkvæmt bókinni, ætti það að vera merki um að eitthvað gangi ekki upp í raunheimum. Samt hafa svör borgarinnar verið á þá leið að ef staðlarnir segja að allt sé í lagi, sé engin þörf á breytingum. Slysatölurnar segja annað. Reynslan og raunveruleikinn á að ráða ferðinni, ekki ,,computer says no“. Staðlar og leiðbeiningar hjálpa til við að hanna örugg mannvirki og skipuleggja ferla. Þeir byggja á rannsóknum og reynslu og eru mikilvæg verkfæri í skipulagi og framkvæmd. Þeir eiga að styðja við góða ákvarðanatöku, ekki koma í stað hyggjuvits og reynslunnar. Hyggjuvitið kom með þrýstingi foreldra í hverfinu sem virðist hafa áhrif samkvæmt nýjustu fréttum. Annað dæmi eru gatnamótin við Höfðabakka. Þau voru ekki talin nægilega vel hönnuð samkvæmt leiðbeiningum, en reyndust virka vel í raun. Samt var ráðist í kostnaðarsamar breytingar sem fáir töldu þörf á. Árangurinn er hægari umferð og sóun á peningum. Íbúar hafa ekki þolinmæði fyrir svona vinnubrögðum. Staðlar eru góðir þrælar en slæmir herrar. Þegar kerfið festist í „computer says no“ hugsun tapast sveigjanleikinn, og hið praktíska hyggjuvit sem þarf til að reka góða þjónustu og nýta peninga vel. Það er hlutverk stjórnmálafólks að finna góðar lausnir fyrir borgarbúa í samstarfi við sérfræðinga. Ég vil leiða öflugan hóp Viðreisnarfólks sem er tilbúinn í að gera nákvæmlega það. Að hlusta, aðlaga og taka bestu ákvörðunina fyrir hagsmuni borgarbúa. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc.og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Róbert Ragnarsson Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég hef hitt marga borgarbúa undanfarnar vikur til að heyra hvaða væntingar þau hafa til Reykjavíkurborgar. Þær væntingar eru ekki svo flóknar. Að þjónustan virki og innviðir haldi utan um daglegt líf. Að fólk fái það sem það hefur borgað fyrir með sköttunum. Að sorp sé tekið, snjór ruddur, götulýsing kveikt og umferðin örugg. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgar sem er nútímaleg og vel rekin. Þegar þrjú umferðarslys verða á sama stað í Laugardalnum, á gatnamótum sem „eiga“ að vera rétt hönnuð samkvæmt bókinni, ætti það að vera merki um að eitthvað gangi ekki upp í raunheimum. Samt hafa svör borgarinnar verið á þá leið að ef staðlarnir segja að allt sé í lagi, sé engin þörf á breytingum. Slysatölurnar segja annað. Reynslan og raunveruleikinn á að ráða ferðinni, ekki ,,computer says no“. Staðlar og leiðbeiningar hjálpa til við að hanna örugg mannvirki og skipuleggja ferla. Þeir byggja á rannsóknum og reynslu og eru mikilvæg verkfæri í skipulagi og framkvæmd. Þeir eiga að styðja við góða ákvarðanatöku, ekki koma í stað hyggjuvits og reynslunnar. Hyggjuvitið kom með þrýstingi foreldra í hverfinu sem virðist hafa áhrif samkvæmt nýjustu fréttum. Annað dæmi eru gatnamótin við Höfðabakka. Þau voru ekki talin nægilega vel hönnuð samkvæmt leiðbeiningum, en reyndust virka vel í raun. Samt var ráðist í kostnaðarsamar breytingar sem fáir töldu þörf á. Árangurinn er hægari umferð og sóun á peningum. Íbúar hafa ekki þolinmæði fyrir svona vinnubrögðum. Staðlar eru góðir þrælar en slæmir herrar. Þegar kerfið festist í „computer says no“ hugsun tapast sveigjanleikinn, og hið praktíska hyggjuvit sem þarf til að reka góða þjónustu og nýta peninga vel. Það er hlutverk stjórnmálafólks að finna góðar lausnir fyrir borgarbúa í samstarfi við sérfræðinga. Ég vil leiða öflugan hóp Viðreisnarfólks sem er tilbúinn í að gera nákvæmlega það. Að hlusta, aðlaga og taka bestu ákvörðunina fyrir hagsmuni borgarbúa. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc.og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun