Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2025 22:32 Hér er Guðný Árný Guðmundsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Landsspítalanum í Fossvogi að taka á móti gjöfinni frá Pétri en þrjú tæki fara á spítalann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lungnadeild Landspítalans í Fossvogi og lungnadeild Reykjalundar var að berast höfðingleg gjöf frá skjólstæðingi deildanna en hann safnaði þremur milljónum króna og gaf deildunum sex ferðasúrefnistæki. Afhending gjafanna fór fram á Reykjalundi en heiðurinn af þeim á Pétur H. Hansen, sem hefur nýtt sér þjónustu lungnadeildanna á Landspítalanum og Reykjalundi. „Mér var svo vel sinnt hérna og þetta var svo flott fólk að ég vildi þakka fyrir mig. Ég safnaði fyrir sex tækjum,“ segir Pétur staddur á Reykjalundi. Þetta er ótrúlega vel gert hjá þér, ertu ekki ánægður með þetta? „Ég veit það ekki en ég ætla bara að vona að ráðamennirnir taki sig nú til og kaupi svona tæki inn á allar stofur á lungadeildinni, þetta vantar. Í staðinn fyrir að skipta um kúta á öllum deildum allan sólarhringinn, sem kostar ærið fé. Þetta er bara einu sinni keypt og er til í mörg, mörg ár,“ segir Pétur. Elfa Dröfn tekur hér á móti gjöfinni frá Pétri en þrjú tæki fara á lungadeildina á Reykjalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kostuðu allar vélarnar? „Þrjár milljónir“. Ertu ekki stoltur af þessu verkefni? „Jú, það er alltaf gaman að gera eitthvað gott, mér líður vel í hjartanu þegar ég er búinn að gera eitthvað gott. Reykjalundur er himnaríki á jörðu, ég er búinn að segja það öllum, algjört himnaríki á jörðu,“ segir Pétur alsæll. Tækin í kössunum sínum tilbúin að fara í notkun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk Reykjalundar og Landsspítalans ráða sér vart yfir kæti vegna gjafanna. „Þetta er bara rosalega vel að verki staðið. Við erum mjög ánægð og þakklát hér á lungnadeildinni á Reykjalundi,“ segir Elfa Dröfn Ingólfsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingu lungnasjúklinga á Reykjalundi. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Það er bara auðveldara að koma fólki á súrefnismeðferð þegar það þarf að nota litla vél en ekki stóra kúta, þannig að það mun breyta því að sjúklingarnir verða ánægðari,“ segir Elva. Reykjalundur þjónar 20 sjúklingum á hverjum degi á lungadeildinni. Reykjalundur þjónar 20 sjúklingum á hverjum degi á lungadeildinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðismál Mosfellsbær Reykjavík Góðverk Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Afhending gjafanna fór fram á Reykjalundi en heiðurinn af þeim á Pétur H. Hansen, sem hefur nýtt sér þjónustu lungnadeildanna á Landspítalanum og Reykjalundi. „Mér var svo vel sinnt hérna og þetta var svo flott fólk að ég vildi þakka fyrir mig. Ég safnaði fyrir sex tækjum,“ segir Pétur staddur á Reykjalundi. Þetta er ótrúlega vel gert hjá þér, ertu ekki ánægður með þetta? „Ég veit það ekki en ég ætla bara að vona að ráðamennirnir taki sig nú til og kaupi svona tæki inn á allar stofur á lungadeildinni, þetta vantar. Í staðinn fyrir að skipta um kúta á öllum deildum allan sólarhringinn, sem kostar ærið fé. Þetta er bara einu sinni keypt og er til í mörg, mörg ár,“ segir Pétur. Elfa Dröfn tekur hér á móti gjöfinni frá Pétri en þrjú tæki fara á lungadeildina á Reykjalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kostuðu allar vélarnar? „Þrjár milljónir“. Ertu ekki stoltur af þessu verkefni? „Jú, það er alltaf gaman að gera eitthvað gott, mér líður vel í hjartanu þegar ég er búinn að gera eitthvað gott. Reykjalundur er himnaríki á jörðu, ég er búinn að segja það öllum, algjört himnaríki á jörðu,“ segir Pétur alsæll. Tækin í kössunum sínum tilbúin að fara í notkun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk Reykjalundar og Landsspítalans ráða sér vart yfir kæti vegna gjafanna. „Þetta er bara rosalega vel að verki staðið. Við erum mjög ánægð og þakklát hér á lungnadeildinni á Reykjalundi,“ segir Elfa Dröfn Ingólfsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingu lungnasjúklinga á Reykjalundi. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Það er bara auðveldara að koma fólki á súrefnismeðferð þegar það þarf að nota litla vél en ekki stóra kúta, þannig að það mun breyta því að sjúklingarnir verða ánægðari,“ segir Elva. Reykjalundur þjónar 20 sjúklingum á hverjum degi á lungadeildinni. Reykjalundur þjónar 20 sjúklingum á hverjum degi á lungadeildinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Heilbrigðismál Mosfellsbær Reykjavík Góðverk Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira