Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar 16. desember 2025 12:31 Kæri forsætisráðherra! Leyfist mér að endurgjalda vinarþel sem þú hefur áður sýnt mér? Því vinur er sá sem til vamms segir. Orðspor þitt, ímynd og trúverðugleiki, sem hingað til hefur verið hátt metið er nú í hættu. Hættunni sem óheilindi Eyjólfs Ármannssonar hafa leitt ríkisstjórnina út í. Ég reyndi af veikum mætti að vara Innviðaráðherra við í opnu bréfi 1. september síðastliðinn, en hann þverskallast við. Hann lýgur um gögn, fabrikerar forsendur, fer á svig við lög og fyrirgerir trausti í samfélaginu. Mann af hans kaliberi setur ekki niður við svona vinnubrögð. En jafnaðarmenn setur niður við að bera blak af svona vinnubrögðum. Því hvað eru jafnaðarmenn ef ekki þeir sem trúa á hag samfélagsins umfram hagsmuni þeirra sem verma valdastóla? Hvað eru jafnaðarmenn ef ekki þeir sem setja manngildi ofar auðgildi, ekki af því að þeir skilji ekki vægi frjáls markaðar og kapítalisma, heldur af því að þeir skilja meira? Ég ákalla því! - Ég ákalla jafnaðarmann að verja félagsauð og traust manna í milli, fremur en auka skautun. - Ég ákalla jafnaðarmann að tryggja öryggi okkar, ekki bara Austfirðinga, heldur þjóðarinnar allrar. - Ég ákalla jafnaðarmann að veita atfylgi óeigingjarnri og samtaka vinnu sveitarstjórnarfólks um forgangsröðun samgöngumannvirkja. - Ég ákalla jafnaðarmann að hefja faglega stjórnsýslu upp yfir hégóma og fordild. - Ég ákalla jafnaðarmann að virða markmið laga nr. 33/2008, sem ný forgangsröðun jarðganga fer á svig við. - Ég ákalla jafnaðarmann að láta ekki kröfur um arðsemi jarðganga ráða á Austurlandi en hvergi annarstaðar á landinu. - Ég ákalla jafnaðarmann að standa með Heilbrigðisþjónustu Austurlands. - Ég ákalla jafnaðarmann að biðja ekki samfélag í nauðvörn að bíða eftir réttlætinu. Kæra Kristrún. Ég kalla á þig. Það er mannlegt að gera mistök. Það er stórmannlegt að gera yfirbót. Forgangsröðum trausti, öryggi og fagmennsku. Förum undir Fjarðarheiði! Höfundur er heimilislæknir, Þingmýlingur og (ennþá) meðlimur í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Kæri forsætisráðherra! Leyfist mér að endurgjalda vinarþel sem þú hefur áður sýnt mér? Því vinur er sá sem til vamms segir. Orðspor þitt, ímynd og trúverðugleiki, sem hingað til hefur verið hátt metið er nú í hættu. Hættunni sem óheilindi Eyjólfs Ármannssonar hafa leitt ríkisstjórnina út í. Ég reyndi af veikum mætti að vara Innviðaráðherra við í opnu bréfi 1. september síðastliðinn, en hann þverskallast við. Hann lýgur um gögn, fabrikerar forsendur, fer á svig við lög og fyrirgerir trausti í samfélaginu. Mann af hans kaliberi setur ekki niður við svona vinnubrögð. En jafnaðarmenn setur niður við að bera blak af svona vinnubrögðum. Því hvað eru jafnaðarmenn ef ekki þeir sem trúa á hag samfélagsins umfram hagsmuni þeirra sem verma valdastóla? Hvað eru jafnaðarmenn ef ekki þeir sem setja manngildi ofar auðgildi, ekki af því að þeir skilji ekki vægi frjáls markaðar og kapítalisma, heldur af því að þeir skilja meira? Ég ákalla því! - Ég ákalla jafnaðarmann að verja félagsauð og traust manna í milli, fremur en auka skautun. - Ég ákalla jafnaðarmann að tryggja öryggi okkar, ekki bara Austfirðinga, heldur þjóðarinnar allrar. - Ég ákalla jafnaðarmann að veita atfylgi óeigingjarnri og samtaka vinnu sveitarstjórnarfólks um forgangsröðun samgöngumannvirkja. - Ég ákalla jafnaðarmann að hefja faglega stjórnsýslu upp yfir hégóma og fordild. - Ég ákalla jafnaðarmann að virða markmið laga nr. 33/2008, sem ný forgangsröðun jarðganga fer á svig við. - Ég ákalla jafnaðarmann að láta ekki kröfur um arðsemi jarðganga ráða á Austurlandi en hvergi annarstaðar á landinu. - Ég ákalla jafnaðarmann að standa með Heilbrigðisþjónustu Austurlands. - Ég ákalla jafnaðarmann að biðja ekki samfélag í nauðvörn að bíða eftir réttlætinu. Kæra Kristrún. Ég kalla á þig. Það er mannlegt að gera mistök. Það er stórmannlegt að gera yfirbót. Forgangsröðum trausti, öryggi og fagmennsku. Förum undir Fjarðarheiði! Höfundur er heimilislæknir, Þingmýlingur og (ennþá) meðlimur í Samfylkingunni.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun