Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2025 10:02 Roman Abramovich var eigandinn þegar Chelsea vann Meistaradeildina árið 2021 og hér er hann með bikarinn og með Cesar Azpilicueta fyrirliða. Getty/Alex Livesey Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur varað Roman Abramovich við því að tíminn sé að renna út fyrir hann að gefa andvirði sölu Chelsea til Úkraínu. Starmer sagði þingmönnum á miðvikudag að ráðherrar hefðu gefið út leyfi sem heimilar að andvirði sölu Chelsea verði millifært til nýrrar stofnunar fyrir mannúðarmál í Úkraínu. Hann sagði: „Skilaboð mín til Abramovich eru þessi: klukkan tifar.“ „Stattu við skuldbindinguna sem þú gafst og borgaðu núna, og ef þú gerir það ekki erum við reiðubúin að fara fyrir dómstóla svo að hver einasta króna berist þeim sem hafa séð líf sitt í rúst vegna ólöglegs stríðs Pútíns,“ sagði Keir Starmer. BREAKING: Sir Keir Starmer has urged former Chelsea owner Roman Abramovich to transfer £2.5bn from the sale of the club to the Ukraine. pic.twitter.com/5PWRiSPiQI— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 17, 2025 Abramovich seldi félagið í maí 2022 eftir að hann var beittur refsiaðgerðum í kjölfar innrásar Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta fyrr á því ári. Auðjöfurinn hafði heitið því að gefa andvirði sölunnar til íbúa Úkraínu, en honum hefur hingað til ekki tekist að ná samkomulagi við ríkisstjórnina um framhaldið og fjármunirnir eru enn frystir. Downingstræti sagði að Abramovich hefði mótmælt kröfu ríkisstjórnarinnar um að peningunum yrði eingöngu varið í Úkraínu. Ákvörðun miðvikudagsins um að veita leyfi fyrir millifærslunni er tilraun til að þvinga Abramovich til að standa við loforð sitt áður en ríkisstjórnin grípur til lagalegra aðgerða. Talið er að ríkisstjórnin búist við því að Abramovich bregðist við á næstu mánuðum, þó að hún virðist ekki hafa sett ákveðinn frest. It’s time for Roman Abramovich to pay up. If he doesn’t, we’re prepared to go to court. pic.twitter.com/S4tfg9BiZ8— Keir Starmer (@Keir_Starmer) December 17, 2025 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Starmer sagði þingmönnum á miðvikudag að ráðherrar hefðu gefið út leyfi sem heimilar að andvirði sölu Chelsea verði millifært til nýrrar stofnunar fyrir mannúðarmál í Úkraínu. Hann sagði: „Skilaboð mín til Abramovich eru þessi: klukkan tifar.“ „Stattu við skuldbindinguna sem þú gafst og borgaðu núna, og ef þú gerir það ekki erum við reiðubúin að fara fyrir dómstóla svo að hver einasta króna berist þeim sem hafa séð líf sitt í rúst vegna ólöglegs stríðs Pútíns,“ sagði Keir Starmer. BREAKING: Sir Keir Starmer has urged former Chelsea owner Roman Abramovich to transfer £2.5bn from the sale of the club to the Ukraine. pic.twitter.com/5PWRiSPiQI— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 17, 2025 Abramovich seldi félagið í maí 2022 eftir að hann var beittur refsiaðgerðum í kjölfar innrásar Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta fyrr á því ári. Auðjöfurinn hafði heitið því að gefa andvirði sölunnar til íbúa Úkraínu, en honum hefur hingað til ekki tekist að ná samkomulagi við ríkisstjórnina um framhaldið og fjármunirnir eru enn frystir. Downingstræti sagði að Abramovich hefði mótmælt kröfu ríkisstjórnarinnar um að peningunum yrði eingöngu varið í Úkraínu. Ákvörðun miðvikudagsins um að veita leyfi fyrir millifærslunni er tilraun til að þvinga Abramovich til að standa við loforð sitt áður en ríkisstjórnin grípur til lagalegra aðgerða. Talið er að ríkisstjórnin búist við því að Abramovich bregðist við á næstu mánuðum, þó að hún virðist ekki hafa sett ákveðinn frest. It’s time for Roman Abramovich to pay up. If he doesn’t, we’re prepared to go to court. pic.twitter.com/S4tfg9BiZ8— Keir Starmer (@Keir_Starmer) December 17, 2025
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira