Lífið

Ungir sjálf­stæðis­menn gefa út vand­ræða­legt fjölskyldudagatal

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson vandræðaleg en glæsileg.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson vandræðaleg en glæsileg.

Samband ungra sjálfstæðismanna hefur í dag sölu á dagatali fyrir árið 2026 prýddum glænýjum vandræðalegum fjölskyldumyndum af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þar að auki laumuðust nokkrir ungir sjálfstæðismenn með á mynd, fremstur í flokki Brynjar nokkur Níelsson.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að SUS hafi efnt til sérstakrar fjölskyldumyndatöku til að myndskreyta dagatalið. Því er sekki um að ræða gamlar myndir, heldur nýjar óséðar ljósmyndir. Allir helstu hátíðar- og helgidagar eru merktir inn á dagatalið, sem og aðrir dagar sem skipta máli fyrir sjálfstæðismenn.

Dagatalið er gefið út samhliða jólaframboði SUS í ár, en í ár bjóða ungir sjálfstæðismenn upp á bílrúðusköfu merkta með orðunum „Burt með Frostið“ og jólapappír til að pakka inn öllum gjöfum. Bent er á að sala fari fram á vefverslun Sjálfstæðisflokksins. Allur ágóði af sölu á vörum SUS renni óskiptur í starf ungra sjálfstæðismanna.

Fjölskyldusvipur hjá þeim Ólafi Adolfssyni og Jens Garðari Helgasyni.

Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttur einkar systurlegar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.