Íslenski boltinn

KR sagt vera að landa Arnóri Ingva

Sindri Sverrisson skrifar
Arnór Ingvi Traustason virðist vera á heimleið.
Arnór Ingvi Traustason virðist vera á heimleið. Norrköping

Svo virðist sem að EM-hetjan Arnór Ingvi Traustason sé á leið heim til Íslands eftir langan feril í atvinnumennsku, og muni ganga til liðs við KR.

Frá þessu var greint í Dr. Football í dag og Fótbolti.net hefur eftir heimildum að KR hafi unnið kapphlaupið við Keflavík um að landa þessum 67 landsleikja fótboltamanni. Þar er jafnframt bent á hina sterku tengingu Arnórs við KR í gegnum tengdafjölskylduna en Andrea Röfn, eiginkona Arnórs, er dóttir Jónasar Kristinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra KR og bróður Rúnars Kristinssonar.

Arnór Ingvi er 32 ára og hefur spilað sem atvinnumaður í meira en áratug, síðustu ár hjá Norrköping í Svíþjóð. Liðið féll hins vegar úr úrvalsdeildinni nú í haust og spilar því í 1. deild á næsta ári.

Arnór hefur einnig leikið með New England Revolution í Bandaríkjunum, Malmö í Svíþjóð, AEK Aþenu í Grikklandi, Rapid Vín í Austurríki og Sandne Ulf í Noregi, en hann hóf feril sinn með Keflavík.

Hann hefur skorað sex mörk í 67 A-landsleikjum og þeirra frægast er sigurmarkið gegn Austurríki, þegar Ísland komast áfram í 16-liða úrslitin á EM í Frakklandi sumarið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×