Handbolti

Sig­valdi Björn fjarri góðu gamni í sjald­séðu tapi Kolstad

Aron Guðmundsson skrifar
Sigvaldi Björn Guðjónsson í leik með Kolstad
Sigvaldi Björn Guðjónsson í leik með Kolstad Getty/Igor Kralj

Íslendingalið Kolstad tapaði nokkuð óvænt fyrir Fjellhamer í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Benedikt Gunnar Óskarsson spilaði í tapinu og skoraði eitt mark. Leikar fóru 31-25, Fjellhammer í vil

Sjaldséð tap hjá toppliði norsku úrvalsdeildarinnar sem hafði fyrir leik dagsins unnið fimm leiki í röð í deildinni eða frá því að liðið laut í lægra haldi gegn Elverum. Eru þetta einu töp Kolstad í norsku úrvalsdeildinni til þessa. 

Benedikt Gunnar Óskarsson hafði hægt um sig í leik dagsins, skoraði aðeins eitt mark hafði og þá var Sigvaldi Björn Guðjónsson, sem var á dögunum ekki valinn í EM hóp Íslands, ekki í leikmannahópi Kolstad í dag og heldur ekki markvörðurinn Sigurjón Guðmundsson.

Tapið sér til þess að Kolstad er nú með aðeins eins stigs forystu á toppi norsku úrvalsdeildarinnar á Elverum sem er þessa stundin að vinna Drammen. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×