Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2025 20:57 Cristiano Ronaldo, ein skærasta stjarna knattspyrnusögunnar. Vísir/getty Segja mætti að mynd sem hinn fertugi Cristiano Ronaldo, ein skærasta stjarna knattspyrnusögunnar, birti af sér eftir sánu á samfélagsmiðlinum X hafi farið eins og eldur í sinu um netheima. Ronaldo, sem spilar fyrir sádi-arabíska liðið Al-Nassr og er talinn einn allra besti leikmaður knattspyrnusögunnar, er í hörku formi líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd sem hann birti á X-inu sem og á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Portúgalinn hugsar einstaklega vel um sig og er ekki eins og fólk er flest þegar það er orðið 40 ára gamalt. Athugasemdir notenda X við mynd Ronaldo eru sumar kostulegar. Einn þeirra sem skrifar athugasemd þar er sjálfur eigandi X, Elon Musk. „Mér sýnist ég þurfa að fara hreyfa mig,“ skrifar Musk. Annar segist munu eiga erfitt með að útskýra það fyrir börnunum sínum að þarna sé ekki á ferðinni mynd sem sé unnin af gervigreindinni. Ronaldo hefur verið einkar sigursæll á sínum ferli og unnið titla með stærstu félagsliðum heims á borð við Manchester United, Real Madrid og Juventus. Þá hefur hann unnið stóra titla með landsliði Portúgal og eru einstaklingsverðlaunin sem hann hefur unnið sér inn einnig mjög mörg. Í nýlegu viðtali sem kappinn fór í hjá breska fjölmiðlamanninum Piers Morgan sagðist hann kannski munu hætta knattspyrnuiðkun eftir eitt til tvö ár. En telja verður nokkuð víst að hann setji ótrauður stefnuna á að taka þátt á komandi heimsmeistaramóti í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Heimsmeistaratitillinn er enn stærsti bikarinn sem Ronaldo hefur ekki enn unnið á glæstum ferli, en hann varð Evrópumeistari með Portúgal árið 2016. Fótbolti Elon Musk Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Ronaldo, sem spilar fyrir sádi-arabíska liðið Al-Nassr og er talinn einn allra besti leikmaður knattspyrnusögunnar, er í hörku formi líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd sem hann birti á X-inu sem og á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Portúgalinn hugsar einstaklega vel um sig og er ekki eins og fólk er flest þegar það er orðið 40 ára gamalt. Athugasemdir notenda X við mynd Ronaldo eru sumar kostulegar. Einn þeirra sem skrifar athugasemd þar er sjálfur eigandi X, Elon Musk. „Mér sýnist ég þurfa að fara hreyfa mig,“ skrifar Musk. Annar segist munu eiga erfitt með að útskýra það fyrir börnunum sínum að þarna sé ekki á ferðinni mynd sem sé unnin af gervigreindinni. Ronaldo hefur verið einkar sigursæll á sínum ferli og unnið titla með stærstu félagsliðum heims á borð við Manchester United, Real Madrid og Juventus. Þá hefur hann unnið stóra titla með landsliði Portúgal og eru einstaklingsverðlaunin sem hann hefur unnið sér inn einnig mjög mörg. Í nýlegu viðtali sem kappinn fór í hjá breska fjölmiðlamanninum Piers Morgan sagðist hann kannski munu hætta knattspyrnuiðkun eftir eitt til tvö ár. En telja verður nokkuð víst að hann setji ótrauður stefnuna á að taka þátt á komandi heimsmeistaramóti í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Heimsmeistaratitillinn er enn stærsti bikarinn sem Ronaldo hefur ekki enn unnið á glæstum ferli, en hann varð Evrópumeistari með Portúgal árið 2016.
Fótbolti Elon Musk Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira