Innlent

Eyjólfur í or­lof og Inga þre­faldur ráð­herra

Samúel Karl Ólason skrifar
Inga Sæland og Eyjólfur Ármannsson. Bæði eru þau hjá Flokki fólksins.
Inga Sæland og Eyjólfur Ármannsson. Bæði eru þau hjá Flokki fólksins. Vísir/Vilhelm

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, er farinn í tímabundið fæðingarorlof. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, mun leysa Eyjólf af á meðan.

Auk þess að vera innviðaráðherra fer Eyjólfur einnig með málefni mennta- og barnamálaráðuneytisins og mun Inga líka taka við því, eins og fram kemur í Stjórnartíðindum.

Hún stýrir því þremur ráðuneytum um tíma.

Eyjólfur mun taka sér frí frá orlofi um miðjan janúar því þá mun hann mæla fyrir nýrri samgönguáætlun, samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Barnsmóðir Eyjólfs heitir Suzanne og er norskur arkitekt búsettur í Osló í Noregi. Saman eiga þau þriggja ára barn.

Eyjólfur er fæddur í Vestmannaeyjum 23. júlí 1969 og er því 56 ára gamall. Hann hefur setið á þingi fyrir Flokk fólksins síðan 2021 sem þingmaður Norðvesturkjördæmis. Eyjólfur varð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 21. desember 2024 en á þessu ári var því breytt í innviðaráðuneytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×