Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2025 07:56 Feðgarnir yfirgefa íbúðina þar sem þeir höfðust við fyrir árásina. Talið er að Naveed haldi þarna á skotvopnunum sem notuð voru í árásinni. Lögreglan í Nýju Suður Wales Lögregluyfirvöld í Ástralíu telja að skipulagning hryðjuverkaárásarinnar á Bondi-strönd hafi staðið yfir í marga mánuði. Þá hafi feðgarnir Naveed Akram, 24 ára, og Sajid Akram, 50 ára, búið til myndskeið í anda Ríki íslam, æft sig í notkun skotvopna og sprengjusmíðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem lögð hafa verið fram fyrir dómstólum í málinu gegn Naveed en Sajid lést af völdum skotsára. Í þeim segir einnig að feðgarnir hafi búið til þrjár rörasprengjur og eina „tennisboltasprengju“ og kastað þeim þegar árásin hófst. Þær hafi hins vegar ekki sprungið. Samkvæmt lögreglu fannst myndskeiðið á síma Naveed en það sýnir hann lesa kafla úr Kóraninum, vopnaður fjórum skotvopnum. Þá eru hann og faðir hans sagðir hafa lýst yfir ástæðum sínum fyrir því að ráðast á trúarhátíð gyðinga á ströndinni, þar sem þeir fordæma meðal annars framgöngu „síonista“. Naveed æfir sig að skjóta af byssu.Lögreglan í Nýju Suður Wales Á öðru myndskeiði sjást feðgarnir æfa sig í að skjóta af vopnum sínum. Samkvæmt lögreglu taldi móðir Naveed að feðgarnir væru í fríi í suðurhluta Nýju Suður Wales. Hann er sagður hafa hringt í mömmu sína á hverjum morgni, úr almenningssíma, og sagt henni frá því hvað þeir hygðust gera þann daginn. Fimmtán létust í árásinni á Bondi-strönd, þeirra á meðal tíu ára stúlka. Alls voru 42 fluttir á sjúkrahús, margir í alvarlegu ástandi. Naveed hefur verið ákærður fyrir fimmtán morð og fjörtíu morðtilraunir. Hann var sjálfur fluttur á sjúkrahús eftir árásina en hefur verið færður í fangelsi. Ástralía Hryðjuverkaárás á Bondi-strönd í Sydney Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem lögð hafa verið fram fyrir dómstólum í málinu gegn Naveed en Sajid lést af völdum skotsára. Í þeim segir einnig að feðgarnir hafi búið til þrjár rörasprengjur og eina „tennisboltasprengju“ og kastað þeim þegar árásin hófst. Þær hafi hins vegar ekki sprungið. Samkvæmt lögreglu fannst myndskeiðið á síma Naveed en það sýnir hann lesa kafla úr Kóraninum, vopnaður fjórum skotvopnum. Þá eru hann og faðir hans sagðir hafa lýst yfir ástæðum sínum fyrir því að ráðast á trúarhátíð gyðinga á ströndinni, þar sem þeir fordæma meðal annars framgöngu „síonista“. Naveed æfir sig að skjóta af byssu.Lögreglan í Nýju Suður Wales Á öðru myndskeiði sjást feðgarnir æfa sig í að skjóta af vopnum sínum. Samkvæmt lögreglu taldi móðir Naveed að feðgarnir væru í fríi í suðurhluta Nýju Suður Wales. Hann er sagður hafa hringt í mömmu sína á hverjum morgni, úr almenningssíma, og sagt henni frá því hvað þeir hygðust gera þann daginn. Fimmtán létust í árásinni á Bondi-strönd, þeirra á meðal tíu ára stúlka. Alls voru 42 fluttir á sjúkrahús, margir í alvarlegu ástandi. Naveed hefur verið ákærður fyrir fimmtán morð og fjörtíu morðtilraunir. Hann var sjálfur fluttur á sjúkrahús eftir árásina en hefur verið færður í fangelsi.
Ástralía Hryðjuverkaárás á Bondi-strönd í Sydney Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira