Fótbolti

Aron Einar lagði upp dýr­mætt sigur­mark

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leik gegn Al Shorta fyrr á leiktíðinni, í Meistaradeild Asíu.
Aron Einar Gunnarsson í leik gegn Al Shorta fyrr á leiktíðinni, í Meistaradeild Asíu. Getty/Noushad Thekkayil

Aron Einar Gunnarsson átti stóran þátt í dísætum 1-0 sigri katarska liðsins Al Gharafa gegn Al Wahda, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í Meistaradeild Asíu í fótbolta í dag.

Það hafði mikið gengið á og bæði lið misst mann af velli með rautt spjald, á fyrsta korteri seinni hálfleiks, þegar Aron lagði upp sigurmarkið.

Markið skoraði Senegalinn Seydou Sano þegar komið var fram á 87. mínútu.

Þetta var annar sigur Al Gharafa í sex leikjum í keppninni en hins vegar fyrsta tapið hjá Al Wahda.

Al Gharafa er nú með sex stig í 9. sæti af 12 liðum í vesturriðli, og er liðið aðeins stigi frá 6. sæti nú þegar tvær umferðir eru eftir. Átta efstu liðin komast áfram í útsláttarkeppnina og er Al Wahda þegar með öruggt sæti þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×