Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2025 19:26 Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði ráðherra á nýjan leik. Vísir/Anton Brink/Vilhelm Flokkur fólksins þarf að leysa ráðherramál sín hratt og örugglega sé raunveruleg óvissa fyrir hendi um hverjir muni gegna ráðherraembætti til framtíðar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem telur ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur sem ráðherra. Tveir af þremur ráðherrum Flokks fólksins eru fjarverandi sem stendur og óljóst hve lengi. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra er í veikindaleyfi og verður um óákveðinn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra gegnir hlutverki menntamálaráðherra í fjarveru Guðmundar Inga en er nú sjálfur kominn í feðraorlof. Hann snýr aftur um miðjan janúar til að mæla fyrir samgönguáætlun en fer síðan aftur í orlof. Í fjarveru þeirra stýrir Inga Sæland því þremur ráðuneytum sem stendur. Stjórnmálafræðingur segir ekki góðan brag yfir slíku til lengri tíma. Hennar mál uppgerð hvað opinbera umræðu varðar „Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að við eitthvað tímabundið ástand þá geti það gerst að svona fleiri ráðuneyti fari yfir á starfandi ráðherra,“ sagði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Ef það er raunverulega óvissa um hverjir verða ráðherrar til einhverrar framtíðar þá er mjög mikilvægt að leyst sé úr því mjög hratt og örugglega,“ bætir Eiríkur við. Ekki hefur náðst í Ingu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherramál flokksins verið til umræðu innan þingflokksins. Eiríkur segir að á nýju ári þurfi að liggja ljóst fyrir hverjir muni gegna embættunum, ýmsir í þingflokknum geti stigið inn þó að þar sé fólk með litla reynslu af stjórnmálum. Flokkur fólksins sé með færri spil á hendi en aðrir flokkar í gegnum tíðina. „Þarna er auðvitað fólk sem hefur reynslu. Lilja Rafney hefur reynslu af stjórnmálum, Ásthildur Lóa gæti snúið aftur í ráðherrastól og í rauninni sé ég ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að hún gæti snúið aftur í ráðherrastól. Hennar mál þegar hún steig til hliðar á sínum tíma eru að mínu viti nokkuð uppgerð hvað opinbera umræðu varðar.“ Segir Kristrúnu njóta fádæma hylli Hann metur stöðu Flokks fólksins sem erfiða. „Flokkur fólksins er í eðli sínu áskorendaflokkur, safn af fólki sem kemur saman til þess að skora stjórnmálakerfið á hólm. Þetta er þekkt fyrirbæri í stjórnmálasögunni hér á Íslandi og löndunum í kringum okkar að svona áskorendaflokkur á gríðarlega erfitt eftir að í ríkisstjórn er komið.“ Það sé gömul saga og ný og þekkist um víða veröld. Ríkisstjórnin standi þó sterkt. „Forsætisráðherrann nýtur fádæma hylli í landinu og vinsældir hennar eru töluvert umfram það sem maður hefði getað átt von á eftir ár í stól forsætisráðherra og það á tíð þar sem er ekkert sérstaklega mikill meðbyr í efnahagslífinu. Ríkisstjórnin stendur nokkuð sterkt fyrir utan hlut Flokks fólksins sem er erfiðari en hinna.“ Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Tveir af þremur ráðherrum Flokks fólksins eru fjarverandi sem stendur og óljóst hve lengi. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra er í veikindaleyfi og verður um óákveðinn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra gegnir hlutverki menntamálaráðherra í fjarveru Guðmundar Inga en er nú sjálfur kominn í feðraorlof. Hann snýr aftur um miðjan janúar til að mæla fyrir samgönguáætlun en fer síðan aftur í orlof. Í fjarveru þeirra stýrir Inga Sæland því þremur ráðuneytum sem stendur. Stjórnmálafræðingur segir ekki góðan brag yfir slíku til lengri tíma. Hennar mál uppgerð hvað opinbera umræðu varðar „Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að við eitthvað tímabundið ástand þá geti það gerst að svona fleiri ráðuneyti fari yfir á starfandi ráðherra,“ sagði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Ef það er raunverulega óvissa um hverjir verða ráðherrar til einhverrar framtíðar þá er mjög mikilvægt að leyst sé úr því mjög hratt og örugglega,“ bætir Eiríkur við. Ekki hefur náðst í Ingu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherramál flokksins verið til umræðu innan þingflokksins. Eiríkur segir að á nýju ári þurfi að liggja ljóst fyrir hverjir muni gegna embættunum, ýmsir í þingflokknum geti stigið inn þó að þar sé fólk með litla reynslu af stjórnmálum. Flokkur fólksins sé með færri spil á hendi en aðrir flokkar í gegnum tíðina. „Þarna er auðvitað fólk sem hefur reynslu. Lilja Rafney hefur reynslu af stjórnmálum, Ásthildur Lóa gæti snúið aftur í ráðherrastól og í rauninni sé ég ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að hún gæti snúið aftur í ráðherrastól. Hennar mál þegar hún steig til hliðar á sínum tíma eru að mínu viti nokkuð uppgerð hvað opinbera umræðu varðar.“ Segir Kristrúnu njóta fádæma hylli Hann metur stöðu Flokks fólksins sem erfiða. „Flokkur fólksins er í eðli sínu áskorendaflokkur, safn af fólki sem kemur saman til þess að skora stjórnmálakerfið á hólm. Þetta er þekkt fyrirbæri í stjórnmálasögunni hér á Íslandi og löndunum í kringum okkar að svona áskorendaflokkur á gríðarlega erfitt eftir að í ríkisstjórn er komið.“ Það sé gömul saga og ný og þekkist um víða veröld. Ríkisstjórnin standi þó sterkt. „Forsætisráðherrann nýtur fádæma hylli í landinu og vinsældir hennar eru töluvert umfram það sem maður hefði getað átt von á eftir ár í stól forsætisráðherra og það á tíð þar sem er ekkert sérstaklega mikill meðbyr í efnahagslífinu. Ríkisstjórnin stendur nokkuð sterkt fyrir utan hlut Flokks fólksins sem er erfiðari en hinna.“
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira