Innlent

Maður í um­ferðar­slysi reyndist fíkniefnasali

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Aðfaranótt aðfangadags jóla virðist hafa farið rólega fram ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtíu og tvö mál voru skráð í kerfi embættisins í gærkvöldi og í nótt og þrír gistu fangageymslur. 

Óskað var eftir aðstoð á bráðamóttöku Landspítalans vegna einstaklings þar sem neitaði að fara. Fram kemur að viðkomandi hafi krafið lögreglumennina um að skutla sér í annað sveitarfélag en þeir hafnað því. 

Þá hafi hann gert sig líklegan til að veitast að lögreglumönnum og því verið fluttur á lögreglustöð þar sem honum var síðar sleppt og gefið tækifæri til að bæta ráð sitt. 

Síðar um kvöldið hafi verið óskað eftir aðstoð í félagslegu búsetuúrræði í borginni vegna háttalag sama manns í garð annarra, og hann þá verið vistaður í klefa. 

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að vegfarandi sem lent hafði í minni háttar umferðarslysi í Reykjavík hafi reynst með nokkuð magn fíkniefna í fórum sínum. Við skýrslutöku hafi viðkomandi játað að hafa selt fíkniefni. Efnin voru haldlögð af lögreglu. 

Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni þar sem nokkrir einstaklingar réðust á einn. Einstaklingarnir fundust ekki þrátt fyrir leit. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×