Erlent

Tveir lög­reglu­menn sprengdir í loft upp

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Rússneskur hershöfðingi var sprengdur í loft upp á sama svæði í borginni fyrr í vikunni.
Rússneskur hershöfðingi var sprengdur í loft upp á sama svæði í borginni fyrr í vikunni. AP

Þrír létust, þar á meðal tveir umferðarlögreglumenn, eftir að sprenging varð í bíl í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun.

Samkvæmt upplýsingum sem Guardian hefur eftir rússneskum stjórnvöldum sprakk bíll í loft upp þegar tveir lögreglumenn ætluðu að ná tali af grunsamlegum einstaklingi nærri lögreglubíl í suðurhluta borgarinnar. Einn til viðbótar lést í sprengingunni, en ekki liggur fyrir hvort sá hafi borið ábyrgð á sprengjunni. 

Í umfjöllun Reuters segir að Rússar gruni Úkraínumenn um verknaðinn.

Fyrr í vikunni var rússneskur hershöfðingi var ráðinn af dögum á sama svæði í Moskvu eftir að sprengju var komið fyrir undir bíl hans. Grunur hefur beinst að úkraínsku leyniþjónustunni sem hefur á liðnum árum ráðið nokkra slíka hátt setta Rússa af dögum.

Rússneskir embættismenn hafa kallað eftir skjótum hefndaraðgerðum vegna dauða hershöfðingjans, en sprengingin var sú þriðja á undanförnu ári sem dregur háttsettan rússneskan herforingja til bana. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×