Enski boltinn

Kærður af knatt­spyrnu­sam­bandinu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Romero var með stæla eftir að honum var vísað af velli. Ibrahima Konaté reynir hér að koma viti fyrir hann.
Romero var með stæla eftir að honum var vísað af velli. Ibrahima Konaté reynir hér að koma viti fyrir hann. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images

Cristian Romero, varnarmaður Tottenham Hotspur, sætir kæru frá enska knattspyrnusambandinu vegna framkomu sinnar í leik liðsins við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðustu helgi.

Romero er einn tveggja Spursara, ásamt Xavi Simons, sem var vísað af velli í leiknum. Romero fékk að líta sitt annað gula spjald seint í leiknum þegar hann var seinn í tæklingu.

Hann þrætti fyrir dóminn og tók sér heljarinnar tíma í að koma sér af velli. Sú framkoma er ástæða kærunnar að sögn sambandsins.

„Cristian Romero hefur verið kærður í kjölfar leiks Tottenham við Liverpool á laugardag 20. desember. Hann er sakaður um að hafa sýnt af sér óviðunandi hegðun með því að koma sér ekki snarlega af velli og/eða að hafa komið fram með ágengum hætti í garð dómara eftir að hafa verið vísað af velli á 93. mínútu,“ segir í yfirlýsingu sambandsins.

Romero verður í banni þegar Tottenham mætir Crystal Palace á sunnudaginn 28. desember en gæti fengið lengra bann sökum hegðunar sinnar.

Hann hefur til 2. janúar að svara kærunni og ásökunum sambandsins.

Enski boltinn yfir hátíðarnar

Föstudagur 26. desember

  • 19:40 Manchester United – Newcastle (Sýn Sport)

Laugardagur 27. desember

  • 12:10 Nottingham Forest – Manchester City (Sýn Sport)
  • 14:40 Doc Zone (Sýn Sport)
  • 14:40 Liverpool – Wolves (Sýn Sport 2)
  • 14:40 Arsenal – Brighton (Sýn Sport 3)
  • 14:40 Brentford – Bournemouth (Sýn Sport 4)
  • 14:50 West Ham – Fulham (Sýn Sport 5)
  • 14:50 Burnley – Everton (Sýn Sport 6)
  • 17:05 Laugardagsmörkin (Sýn Sport)
  • 17:20 Chelsea – Aston Villa (Sýn Sport)

Sunnudagur 28. desember

  • 13:40 Sunderland – Leeds (Sýn Sport)
  • 16:10 Crystal Palace – Tottenham (Sýn Sport)
  • 18:35 Sunnudagsmessan (Sýn Sport)

Mánudagur 29. desember

  • 21:00 VARsjáin (Sýn Sport)

Þriðjudagur 30. desember

  • 19:15 Doc Zone (Sýn Sport)
  • 19:15 Chelsea – Bournemouth (Sýn Sport 4)
  • 19:15 Nottingham Forest – Everton (Sýn Sport 5)
  • 19:20 Burnley – Newcastle (Sýn Sport 6)
  • 19:20 West Ham – Brighton (Sýn Sport Ísland 2)
  • 19:55 Manchester United – Wolves (Sýn Sport 2)
  • 19:55 Arsenal – Aston Villa (Sýn Sport 3)
  • 22:25 Þriðjudagsmörkin (Sýn Sport 2)

Fimmtudagur 1. janúar

  • 17:10 Liverpool – Leeds (Sýn Sport)
  • 17:10 Crystal Palace – Fulham
  • 19:40 Brentford – Tottenham
  • 19:40 Sunderland – Manchester City



Fleiri fréttir

Sjá meira


×