Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Atli Ísleifsson skrifar 26. desember 2025 08:28 Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti segir að samtöl fulltrúa Úkraínustjórnar við erindreka Bandaríkjanna á síðustu dögum hafi verið góð. AP Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta „í náinni framtíð“ og segir hann að margt geti ráðist fyrir árslok. Þetta segir Selenskí í færslu á X sem hann birti í morgun. Þar segir hann að Rustem Umerov, forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu, hafi upplýst sig um síðustu fundi sína með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. „ Við sóum ekki einum einasta degi. Við höfum sammælst um fund á æðsta stigi – með Trump forseta í náinni framtíð. Margt getur ráðist áður en nýtt ár gengur í garð,“ segir forsetinn úkraínski í færslunni. Umerov hefur á síðustu dögum fundað bæði með Steve Witkoff, sendifulltrúa Trump í málefnum Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasyni Trump, um leiðir til að binda enda á stríðið í Úkraínu, en tæp fjögur ár eru brátt liðin síðan Rússar hófu innrás sína í landið. Í frétt BBC segir að Selenskí hafi sjálfur átt um klukkustundarlangt símtal við þá Witkoff og Kushner þar sem varpað hafi verið fram nýjum hugmyndum, ramma og tímasetningum um hvernig væri hægt að stíga skrefi nær friði. Rustem Umerov reported on his latest contacts with the American side. We are not losing a single day. We have agreed on a meeting at the highest level – with President Trump in the near future. A lot can be decided before the New Year. Glory to Ukraine!— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) December 26, 2025 Selenskí hafði áður kynnt uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum sem fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Úkraínu höfðu rætt á fundi í Flórída, en nokkrar vikur eru nú liðnar síðan Witkoff kynnti frumdrög áætlunarinnar. Upphafleg drög sættu mikilli gagnrýni af hálfu Úkraínumanna og evrópskra bandamanna þeirra þar sem í þeim var að stærstum hluta fallist á kröfur Rússa um að úkraínski herinn myndi hörfa frá þeim úkraínsku landsvæðum sem Rússar höfðu náð á sitt vald og voru drögin í raun talin fela í sér uppgjöf Úkraínu gagnvart Rússlandi. Selenskí sagði að hin uppfærðu drög fælu meðal annars í sér öryggistryggingar frá Bandaríkjunum, Nato og Evrópuríkjum um samhæfð, hernaðarleg viðbrögð ef Rússland myndi ráðast á Úkraínu á nýjan leik. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. 24. desember 2025 15:45 Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. 22. desember 2025 06:39 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Þetta segir Selenskí í færslu á X sem hann birti í morgun. Þar segir hann að Rustem Umerov, forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu, hafi upplýst sig um síðustu fundi sína með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. „ Við sóum ekki einum einasta degi. Við höfum sammælst um fund á æðsta stigi – með Trump forseta í náinni framtíð. Margt getur ráðist áður en nýtt ár gengur í garð,“ segir forsetinn úkraínski í færslunni. Umerov hefur á síðustu dögum fundað bæði með Steve Witkoff, sendifulltrúa Trump í málefnum Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasyni Trump, um leiðir til að binda enda á stríðið í Úkraínu, en tæp fjögur ár eru brátt liðin síðan Rússar hófu innrás sína í landið. Í frétt BBC segir að Selenskí hafi sjálfur átt um klukkustundarlangt símtal við þá Witkoff og Kushner þar sem varpað hafi verið fram nýjum hugmyndum, ramma og tímasetningum um hvernig væri hægt að stíga skrefi nær friði. Rustem Umerov reported on his latest contacts with the American side. We are not losing a single day. We have agreed on a meeting at the highest level – with President Trump in the near future. A lot can be decided before the New Year. Glory to Ukraine!— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) December 26, 2025 Selenskí hafði áður kynnt uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum sem fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Úkraínu höfðu rætt á fundi í Flórída, en nokkrar vikur eru nú liðnar síðan Witkoff kynnti frumdrög áætlunarinnar. Upphafleg drög sættu mikilli gagnrýni af hálfu Úkraínumanna og evrópskra bandamanna þeirra þar sem í þeim var að stærstum hluta fallist á kröfur Rússa um að úkraínski herinn myndi hörfa frá þeim úkraínsku landsvæðum sem Rússar höfðu náð á sitt vald og voru drögin í raun talin fela í sér uppgjöf Úkraínu gagnvart Rússlandi. Selenskí sagði að hin uppfærðu drög fælu meðal annars í sér öryggistryggingar frá Bandaríkjunum, Nato og Evrópuríkjum um samhæfð, hernaðarleg viðbrögð ef Rússland myndi ráðast á Úkraínu á nýjan leik.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. 24. desember 2025 15:45 Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. 22. desember 2025 06:39 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. 24. desember 2025 15:45
Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. 22. desember 2025 06:39
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“