RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar 27. desember 2025 14:00 Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna, segir á vef RÚV. Farið hefði vel á því að næsta setning væri í boðorðastíl: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er aðeins þörf á einum öflugum ljósvakamiðli með skýrt hlutverk, eins og RÚV hefur sem þjóðarmiðill með þríþætt meginmarkmið: að upplýsa, fræða og skemmta. Með lagabreytingum á níunda áratug síðustu aldar var opnað fyrir svokallaðan frjálsan útvarpsrekstur. Hugmyndin var sú að nýjar útvarpsstöðvar myndu kynda undir fjölbreytni. Raunin hefur orðið önnur. Einsleitni er lýsandi hugtak þegar hlustað er á einkareknu útvarpsstöðvarnar, auðvitað með fáeinum undantekningum. Flestar bjóða upp á lítið annað en síendurtekna vinsældatónlist og mas á misgóðri íslensku, nánast eins og diskótek. Talmálsstöðvarnar eru litlu betri og byggja því miður á öfgum, samsæriskenningum eða hugmyndafræðilegum einstrengingshætti. Þær auka skautun í samfélagsumræðunni sem við þurfum ekki á að halda. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um eflingu fjölmiðlunar segir að markmiðin séu skýr: að efla innlenda fjölmiðla sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt samfélag, menningu, tungumál, öryggi og lýðræði. Þegar litið er á nýbirtan lista yfir einkarekna fjölmiðla sem fá ríkisstyrki fyrir árið 2025 vaknar óhjákvæmilega spurningin: hvaða útvarpsstöðvar falla undir þessa skilgreiningu? Afsakið, en ég sé ekki hvernig stöðvar sem útvarpa fyrst og fremst alþjóðlegri vinsældatónlist, oft með lágmarks innlendri dagskrárgerð, gegna lykilhlutverki fyrir íslenska tungu, menningu, öryggi eða lýðræði. Að slíkar stöðvar fái tugi milljóna króna í rekstrarstuðning af almannafé nær einfaldlega engri átt. Auðvitað á ekki að meina neinum að reka útvarpsstöð eða miðil. Á samfélags- og hlaðvarpstímum getur sérhver einstaklingur verið fjölmiðill eða útvarpsstöð. En það er grundvallarmunur á tjáningarfrelsi og því að fá styrki úr sameiginlegum sjóðum. Skattfé á að þjóna almannahagsmunum. Punktur. Stöldrum aftur við markmið stjórnvalda: að efla innlenda fjölmiðla sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt samfélag, menningu, tungumál, öryggi og lýðræði. Þessi orð eiga augljóslega við um prent- og netmiðla sem sinna fréttamennsku, rannsóknarvinnu og opinberri umræðu með vísun í miðla eins og Vísi, Heimildina, Gímaldið og aðra sem starfa á grundvelli ritstjórnarlegrar ábyrgðar og faglegra viðmiða. Í því samhengi má með fullum rökum spyrja: þarf lítil þjóð eins og Íslendingar í raun nema einn sterkan, hlutlausan almannaþjónustumiðil? Miðil sem hefur lagaskyldu til fagmennsku, jafnvægis og menningarlegrar ábyrgðar. Líkast til er vandinn ekki sá að Ríkisútvarpið sé of stórt, heldur að RÚV sé einfaldlega of mikilvægt til að stjórnvöld veiki það enn frekar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Ríkisútvarpið Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna, segir á vef RÚV. Farið hefði vel á því að næsta setning væri í boðorðastíl: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er aðeins þörf á einum öflugum ljósvakamiðli með skýrt hlutverk, eins og RÚV hefur sem þjóðarmiðill með þríþætt meginmarkmið: að upplýsa, fræða og skemmta. Með lagabreytingum á níunda áratug síðustu aldar var opnað fyrir svokallaðan frjálsan útvarpsrekstur. Hugmyndin var sú að nýjar útvarpsstöðvar myndu kynda undir fjölbreytni. Raunin hefur orðið önnur. Einsleitni er lýsandi hugtak þegar hlustað er á einkareknu útvarpsstöðvarnar, auðvitað með fáeinum undantekningum. Flestar bjóða upp á lítið annað en síendurtekna vinsældatónlist og mas á misgóðri íslensku, nánast eins og diskótek. Talmálsstöðvarnar eru litlu betri og byggja því miður á öfgum, samsæriskenningum eða hugmyndafræðilegum einstrengingshætti. Þær auka skautun í samfélagsumræðunni sem við þurfum ekki á að halda. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um eflingu fjölmiðlunar segir að markmiðin séu skýr: að efla innlenda fjölmiðla sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt samfélag, menningu, tungumál, öryggi og lýðræði. Þegar litið er á nýbirtan lista yfir einkarekna fjölmiðla sem fá ríkisstyrki fyrir árið 2025 vaknar óhjákvæmilega spurningin: hvaða útvarpsstöðvar falla undir þessa skilgreiningu? Afsakið, en ég sé ekki hvernig stöðvar sem útvarpa fyrst og fremst alþjóðlegri vinsældatónlist, oft með lágmarks innlendri dagskrárgerð, gegna lykilhlutverki fyrir íslenska tungu, menningu, öryggi eða lýðræði. Að slíkar stöðvar fái tugi milljóna króna í rekstrarstuðning af almannafé nær einfaldlega engri átt. Auðvitað á ekki að meina neinum að reka útvarpsstöð eða miðil. Á samfélags- og hlaðvarpstímum getur sérhver einstaklingur verið fjölmiðill eða útvarpsstöð. En það er grundvallarmunur á tjáningarfrelsi og því að fá styrki úr sameiginlegum sjóðum. Skattfé á að þjóna almannahagsmunum. Punktur. Stöldrum aftur við markmið stjórnvalda: að efla innlenda fjölmiðla sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt samfélag, menningu, tungumál, öryggi og lýðræði. Þessi orð eiga augljóslega við um prent- og netmiðla sem sinna fréttamennsku, rannsóknarvinnu og opinberri umræðu með vísun í miðla eins og Vísi, Heimildina, Gímaldið og aðra sem starfa á grundvelli ritstjórnarlegrar ábyrgðar og faglegra viðmiða. Í því samhengi má með fullum rökum spyrja: þarf lítil þjóð eins og Íslendingar í raun nema einn sterkan, hlutlausan almannaþjónustumiðil? Miðil sem hefur lagaskyldu til fagmennsku, jafnvægis og menningarlegrar ábyrgðar. Líkast til er vandinn ekki sá að Ríkisútvarpið sé of stórt, heldur að RÚV sé einfaldlega of mikilvægt til að stjórnvöld veiki það enn frekar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun