Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2025 08:04 Clara Tauson komst í 4. umferð á Wimbledon í ár og í 3. umferð á Opna ástralska og Opna franska. getty/WUHAN OPEN OFFICIAL 2025 Danski tennisleikarinn Clara Tausun er orðin þreytt á umræðu um líkamlegt ásigkomulag sitt. Hin 23 ára Tausun er í 12. sæti heimslistans í tennis og hefur keppt á öllum fjórum risamótunum. Tausun er ekki alls sátt við umræðuna í Danmörku, annars vegar við áhersluna á líkamlegt atgervi sitt og hins vegar finnst henni sérfræðingar taka árangri dönsku tennisleikaranna sem of sjálfsögðum hlut. „Stundum heyrir maður að maður þurfi að vera í aðeins betra formi eða aðeins skornari. Mér finnst almennt að það eigi ekki að tjá sig um það,“ sagði Tausun. „Það er mikil umræða um líkamsbygginguna mína. Mér finnst að fólk þurfi að muna hvað við erum að gera. Maður er að keppa ellefu mánuði á ári. Fólk ætti kannski að prófa það áður en það tjáir sig.“ Ekki margir sem geta sagt það Tausun vill að meira sé gert úr árangri fremstu tennisleikara Danmerkur. „Ég er ekki viss um - og það á líka við um sérfræðinga sem vita um hvað tennis snýst - að þeir skilji hvað það er sem við erum að gera, jafnvel þótt þeir hafi kannski sjálfir verið þar. Svo gleymir maður kannski stundum að ég er númer tólf í heiminum, Holger [Rune] er númer fimmtán, hefur verið númer fjögur, sem er enn stærra, og hefur komist í átta liða úrslit á risamótum,“ sagði Tausun. „Að keppa á Wimbledon er gríðarlega góður árangur. Elmer [Møller] var nokkrum sinnum í 1. umferð. Ég var í minni fyrstu 4. umferð, og fyrstu annarri og þriðju umferð ef út í það er farið, og August [Holmgren] náði sínum góða árangri og sömuleiðis Holger. Við erum fjórir færir tennisleikarar á Wimbledon og það eru ekki margir sem geta sagt það. Mér finnst því vera tekið sem of sjálfsögðum hlut sem er miður.“ Alls hefur Tausun sautján sinnum keppt á risamótum á ferlinum. Hún hefur unnið þrjá titla á WTA mótaröðinni. Tennis Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Sjá meira
Hin 23 ára Tausun er í 12. sæti heimslistans í tennis og hefur keppt á öllum fjórum risamótunum. Tausun er ekki alls sátt við umræðuna í Danmörku, annars vegar við áhersluna á líkamlegt atgervi sitt og hins vegar finnst henni sérfræðingar taka árangri dönsku tennisleikaranna sem of sjálfsögðum hlut. „Stundum heyrir maður að maður þurfi að vera í aðeins betra formi eða aðeins skornari. Mér finnst almennt að það eigi ekki að tjá sig um það,“ sagði Tausun. „Það er mikil umræða um líkamsbygginguna mína. Mér finnst að fólk þurfi að muna hvað við erum að gera. Maður er að keppa ellefu mánuði á ári. Fólk ætti kannski að prófa það áður en það tjáir sig.“ Ekki margir sem geta sagt það Tausun vill að meira sé gert úr árangri fremstu tennisleikara Danmerkur. „Ég er ekki viss um - og það á líka við um sérfræðinga sem vita um hvað tennis snýst - að þeir skilji hvað það er sem við erum að gera, jafnvel þótt þeir hafi kannski sjálfir verið þar. Svo gleymir maður kannski stundum að ég er númer tólf í heiminum, Holger [Rune] er númer fimmtán, hefur verið númer fjögur, sem er enn stærra, og hefur komist í átta liða úrslit á risamótum,“ sagði Tausun. „Að keppa á Wimbledon er gríðarlega góður árangur. Elmer [Møller] var nokkrum sinnum í 1. umferð. Ég var í minni fyrstu 4. umferð, og fyrstu annarri og þriðju umferð ef út í það er farið, og August [Holmgren] náði sínum góða árangri og sömuleiðis Holger. Við erum fjórir færir tennisleikarar á Wimbledon og það eru ekki margir sem geta sagt það. Mér finnst því vera tekið sem of sjálfsögðum hlut sem er miður.“ Alls hefur Tausun sautján sinnum keppt á risamótum á ferlinum. Hún hefur unnið þrjá titla á WTA mótaröðinni.
Tennis Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Sjá meira