Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2026 09:19 Kristrún Frostadóttir flutti sitt annað áramótaávarp sem forsætisráðherra í gær. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hvetur þjóðina til að vera áfram samstíga og að hafna svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og að hér þurfi að kúvenda högum og háttum. Hún segir ekkert vera fjær sanni. Þetta kom fram í áramótaávarpi forsætisráðherra í gærkvöldi. Kristrún fór þar yfir stöðu mála í samfélaginu og þau krefjandi verkefni sem fram undan væru. „Ísland er frábært land – en við getum alltaf gert betur. Og við eigum að stefna hærra: Halda áfram að byggja landið, hlúa betur að fólkinu okkar og tryggja öllum sem hér búa sæti við borðið – tækifæri til að tilheyra og taka þátt í samfélaginu. Það er eilífðarverkefni,“ sagði Kristrún. Forsætisráðherra fór jafnframt yfir helstu verkefni ríkisstjórnarinnar á hennar fyrsta starfsári, efnahagsmálin og fleira til. „Margt hefur gengið vel. Margt getum við gert betur og stundum lendum við í mótvindi. En við hétum því að láta verkin tala og vera samstíga ríkisstjórn – bæði í sigri og þraut. Það hefur gefist vel.“ Æsum ekki upp sundrungu að óþörfu Kristrún lauk svo máli sínu á að ræða umræðuhefðina í samfélaginu og mikilvægi þess að íslenska þjóðin standi saman. „Örlög okkar fléttast saman í tímans rás og úr því verður saga Íslands. Ein og sér erum við agnarsmá en saman erum við mikils megnug. Og með persónulegri ábyrgð hvers og eins byggjum við Ísland og sköpum okkur glæsta framtíð. Verum og gerum okkar besta á nýju ári. Gleðjumst þegar gengur vel og skemmtum ekki skrattanum með þarflausu sundurlyndi. Við getum verið ósammála og til þess eru stjórnmál í lýðræðisríki – að takast á og leita lausna. En ýkjum ekki ágreining og æsum ekki upp sundrungu að óþörfu. Sýnum heldur samkennd, skilning og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og aðstæðum fólks. Verum áfram samstíga þjóð í sigri og þraut. Leyfum engum að kljúfa okkur. Höfnum svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og hér þurfi að kúvenda högum okkar og háttum. Ekkert er fjær sanni. Gætum að því sem gerir Ísland að frábæru landi. Og glötum aldrei samstöðu okkar, stolti og virðingu. Þá mun okkur farnast vel,“ sagði forsætisráðherra. Sjá má ávarp Kristrúnar í heild sinni í spilaranum að neðan. Áramót Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Þetta kom fram í áramótaávarpi forsætisráðherra í gærkvöldi. Kristrún fór þar yfir stöðu mála í samfélaginu og þau krefjandi verkefni sem fram undan væru. „Ísland er frábært land – en við getum alltaf gert betur. Og við eigum að stefna hærra: Halda áfram að byggja landið, hlúa betur að fólkinu okkar og tryggja öllum sem hér búa sæti við borðið – tækifæri til að tilheyra og taka þátt í samfélaginu. Það er eilífðarverkefni,“ sagði Kristrún. Forsætisráðherra fór jafnframt yfir helstu verkefni ríkisstjórnarinnar á hennar fyrsta starfsári, efnahagsmálin og fleira til. „Margt hefur gengið vel. Margt getum við gert betur og stundum lendum við í mótvindi. En við hétum því að láta verkin tala og vera samstíga ríkisstjórn – bæði í sigri og þraut. Það hefur gefist vel.“ Æsum ekki upp sundrungu að óþörfu Kristrún lauk svo máli sínu á að ræða umræðuhefðina í samfélaginu og mikilvægi þess að íslenska þjóðin standi saman. „Örlög okkar fléttast saman í tímans rás og úr því verður saga Íslands. Ein og sér erum við agnarsmá en saman erum við mikils megnug. Og með persónulegri ábyrgð hvers og eins byggjum við Ísland og sköpum okkur glæsta framtíð. Verum og gerum okkar besta á nýju ári. Gleðjumst þegar gengur vel og skemmtum ekki skrattanum með þarflausu sundurlyndi. Við getum verið ósammála og til þess eru stjórnmál í lýðræðisríki – að takast á og leita lausna. En ýkjum ekki ágreining og æsum ekki upp sundrungu að óþörfu. Sýnum heldur samkennd, skilning og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og aðstæðum fólks. Verum áfram samstíga þjóð í sigri og þraut. Leyfum engum að kljúfa okkur. Höfnum svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og hér þurfi að kúvenda högum okkar og háttum. Ekkert er fjær sanni. Gætum að því sem gerir Ísland að frábæru landi. Og glötum aldrei samstöðu okkar, stolti og virðingu. Þá mun okkur farnast vel,“ sagði forsætisráðherra. Sjá má ávarp Kristrúnar í heild sinni í spilaranum að neðan.
Áramót Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent