Á krossgötum Alexandra Briem skrifar 1. janúar 2026 15:02 Krossgötur eru áhugavert fyrirbæri í þjóðtrúnni. Þar getur verið hættulegt að vera, þar eru skilin milli heima óljósari. Þar hittum við mögulega fyrir undarlegar verur. Ég auðvitað trúi ekki á yfirnáttúru, en krossgötur eru samt táknmynd fyrir það þegar við eigum val, fyrir það að við getum ákveðið hvaða framtíð við viljum búa til, og þá líka, hvaða framtíð við viljum ekki. Áramót eru á vissan hátt ákveðnar krossgötur. Þá lítum við yfir liðið ár, gerum upp þær ákvarðanir sem við höfum tekið og árangurinn af þeim. Við sjáum fyrir okkur þær mögulegu framtíðir sem standa frammi fyrir okkur. Og svo reynum við að velja. Reynum að velja heiminn sem við viljum og hafna hinum. Mér finnst eitthvað valdeflandi og skemmtilegt við að líta svona á, þó svo ég viti að framtíðin sem verður er á endanum einhvers konar blanda af ákvörðunum okkar allra og svo óstjórnuðum atburðum sem engin geta séð fyrir. Árið 2025 tókum við Píratar í Reykjavík ákvörðun um það að taka þátt í að mynda fimm flokka meirihluta í borgarstjórn. Það var reyndar ekki erfið ákvörðun, eftir að tilraun til að mynda annan meirihluta runnu út í sandinn var ósköp fátt annað í stöðunni. Vissulega einhver tilraunastarfsemi sem hefði mátt reyna, en það hefði alltaf verið frekar veikt með bara ár eftir til kosninga. Ákvörðunin reyndist þó góð, og samstarfið hefur gengið mjög vel. Ég tók líka þá ákvörðun á árinu að gefa kost á mér til formennsku í Pírötum. Við höfðum þá nýlega tekið ákvörðun um að taka upp formannsembætti, sem ég hafði beitt mér fyrir. Sú ákvörðun var ekki eins árangursrík fyrir mig persónulega - en við fengum samt flottan formann sem hefur þegar staðið sig vel í því að efla innra starf og undirbúa næstu skref. Þá stóð ég frammi fyrir stórum krossgötum, hvernig átti ég að meta niðurstöðuna? Hvað átti ég að lesa út úr henni? Og hvað ætti ég að gera næst? Ég hefði getað metið hana sem svo að verið væri að hafna mér persónulega, að ég væri ekki lengur velkomin eða æskileg. Ég hefði getað ákveðið að skipta um flokk, eða taka pásu frá pólitík. Ég hefði ekki getað ákveðið að hætta, ég held að ég brenni einfaldlega enn fyrir of mörgu sem ég vil gera og ég trúi því einlæglega að ég hafi eitthvað jákvætt fram að færa. Ákvörðunin að vera áfram, að gefast ekki upp, og sækjast þess í stað eftir því að leiða Pírata í borginni næsta vor, var samt til að gera auðveld. Ég nefnilega trúi því, þrátt fyrir allt - þrátt fyrir mistök og átök og allskonar vitleysu sem komið hefur upp - að við stöndum fyrir eitthvað mikilvægt. Eitthvað sem væri stór skaði af því að myndi hverfa úr íslenskum stjórnmálum. Það verður að vera til stjórnmálaflokkur á Íslandi sem trúir á lýðræðið, framtíðina og mannréttindi. Sem vill ábyrga loftslagsstefnu, sem vill standa vörð um frjálslyndi og fjölmenningu, sem vill bjóða upp á raunverulegar, jákvæðar kerfisbreytingar, án þess að leita í einfaldar lausnir einangrunarsinna, afturhalds og rasisma. Það verður að vera flokkur sem vill bjóða fólki upp á alvöru von, án þess að gefa lýðræði eða mannréttindi upp á bátinn. Sérstaklega á þessum erfiðu tímum, þar sem öfgahægri, afturhald og fasismi eru í uppgangi í heiminum. Ég trúi því að við getum valið góða framtíð, þar sem við getum átt samleið í friði, án þess að útiloka eða kúga hvert annað, án þess að snúa fátækum, öryrkjum, hinsegin fólki og hælisleitendum hverjum gegn öðrum; framtíð þar sem við getum leyst vandamálin á uppbyggilegan hátt. Kannski mistekst það, en ég trúi því að mér beri skylda til þess að reyna mitt besta, til þess að velja framtíðina sem ég trúi á. Ég trúi því að íslendingar vilji flestir þessa framtíð líka. Við stöndum á krossgötum, af því að við eigum val. Það eru galdrarnir sem fylgja því að standa á krossgötum. Veljum framtíðina. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Píratar Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Krossgötur eru áhugavert fyrirbæri í þjóðtrúnni. Þar getur verið hættulegt að vera, þar eru skilin milli heima óljósari. Þar hittum við mögulega fyrir undarlegar verur. Ég auðvitað trúi ekki á yfirnáttúru, en krossgötur eru samt táknmynd fyrir það þegar við eigum val, fyrir það að við getum ákveðið hvaða framtíð við viljum búa til, og þá líka, hvaða framtíð við viljum ekki. Áramót eru á vissan hátt ákveðnar krossgötur. Þá lítum við yfir liðið ár, gerum upp þær ákvarðanir sem við höfum tekið og árangurinn af þeim. Við sjáum fyrir okkur þær mögulegu framtíðir sem standa frammi fyrir okkur. Og svo reynum við að velja. Reynum að velja heiminn sem við viljum og hafna hinum. Mér finnst eitthvað valdeflandi og skemmtilegt við að líta svona á, þó svo ég viti að framtíðin sem verður er á endanum einhvers konar blanda af ákvörðunum okkar allra og svo óstjórnuðum atburðum sem engin geta séð fyrir. Árið 2025 tókum við Píratar í Reykjavík ákvörðun um það að taka þátt í að mynda fimm flokka meirihluta í borgarstjórn. Það var reyndar ekki erfið ákvörðun, eftir að tilraun til að mynda annan meirihluta runnu út í sandinn var ósköp fátt annað í stöðunni. Vissulega einhver tilraunastarfsemi sem hefði mátt reyna, en það hefði alltaf verið frekar veikt með bara ár eftir til kosninga. Ákvörðunin reyndist þó góð, og samstarfið hefur gengið mjög vel. Ég tók líka þá ákvörðun á árinu að gefa kost á mér til formennsku í Pírötum. Við höfðum þá nýlega tekið ákvörðun um að taka upp formannsembætti, sem ég hafði beitt mér fyrir. Sú ákvörðun var ekki eins árangursrík fyrir mig persónulega - en við fengum samt flottan formann sem hefur þegar staðið sig vel í því að efla innra starf og undirbúa næstu skref. Þá stóð ég frammi fyrir stórum krossgötum, hvernig átti ég að meta niðurstöðuna? Hvað átti ég að lesa út úr henni? Og hvað ætti ég að gera næst? Ég hefði getað metið hana sem svo að verið væri að hafna mér persónulega, að ég væri ekki lengur velkomin eða æskileg. Ég hefði getað ákveðið að skipta um flokk, eða taka pásu frá pólitík. Ég hefði ekki getað ákveðið að hætta, ég held að ég brenni einfaldlega enn fyrir of mörgu sem ég vil gera og ég trúi því einlæglega að ég hafi eitthvað jákvætt fram að færa. Ákvörðunin að vera áfram, að gefast ekki upp, og sækjast þess í stað eftir því að leiða Pírata í borginni næsta vor, var samt til að gera auðveld. Ég nefnilega trúi því, þrátt fyrir allt - þrátt fyrir mistök og átök og allskonar vitleysu sem komið hefur upp - að við stöndum fyrir eitthvað mikilvægt. Eitthvað sem væri stór skaði af því að myndi hverfa úr íslenskum stjórnmálum. Það verður að vera til stjórnmálaflokkur á Íslandi sem trúir á lýðræðið, framtíðina og mannréttindi. Sem vill ábyrga loftslagsstefnu, sem vill standa vörð um frjálslyndi og fjölmenningu, sem vill bjóða upp á raunverulegar, jákvæðar kerfisbreytingar, án þess að leita í einfaldar lausnir einangrunarsinna, afturhalds og rasisma. Það verður að vera flokkur sem vill bjóða fólki upp á alvöru von, án þess að gefa lýðræði eða mannréttindi upp á bátinn. Sérstaklega á þessum erfiðu tímum, þar sem öfgahægri, afturhald og fasismi eru í uppgangi í heiminum. Ég trúi því að við getum valið góða framtíð, þar sem við getum átt samleið í friði, án þess að útiloka eða kúga hvert annað, án þess að snúa fátækum, öryrkjum, hinsegin fólki og hælisleitendum hverjum gegn öðrum; framtíð þar sem við getum leyst vandamálin á uppbyggilegan hátt. Kannski mistekst það, en ég trúi því að mér beri skylda til þess að reyna mitt besta, til þess að velja framtíðina sem ég trúi á. Ég trúi því að íslendingar vilji flestir þessa framtíð líka. Við stöndum á krossgötum, af því að við eigum val. Það eru galdrarnir sem fylgja því að standa á krossgötum. Veljum framtíðina. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun