Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar 5. janúar 2026 07:16 Um miðjan janúar hefst málflutningur í máli saksóknara gegn hérlendri „erlendri netsölu“ vegna ólöglegrar smásölu áfengis. Dómur ætti að liggja fyrir fljótlega og mun að öllum líkindum staðfesta það sem hefur verið vitað árum saman: að hér er um ólöglega starfsemi að ræða, sem ekki hefur verið brugðist við. Nú þegar hefur Héraðsdómur vísað frá röksemdum er varða ESS-samninginn. Kjarni málsins því íslenska áfengislöggjöfin eins og alltaf hefur legið fyrir. Þetta skýrir þann mikla óróa á opinberum vettvangi þessi dægrin, þar sem sérhagsmunaaðilar halda því fram, statt og stöðugt, gegn betri vitund, að málið sé lagalega óljóst. Sú fullyrðing stenst ekki. Íslensk áfengislöggjöf er afar skýr, einkum fimmti kaflinn, og auðskilin hverri læsri manneskju. Lögin eru afdráttarlaus en í ljósi reynslunnar (og fjármagns) munu sérhagsmunaaðilar freista þess að þvæla málinu um dómskerfið (og víðar) eins lengi þeim verður frekast unnt. Í algjörlega sambærilegu máli hefur Hæstiréttur Svíþjóðar kveðið upp skýran dóm, hinn svokallaða Winefinderdóm. Þar kemur fram að innflutningur felist í því að flytja raunverulega inn áfengi frá öðru landi í eigin nafni og til eigin nota, sem er nákvæmlega sambærilegt og leyft er hérlendis. Það er heimilt að flytja inn áfengi til eigin neyslu, í eigin nafni og gera skil á tilheyrandi sköttum og gjöldum. Um leið og sala til þriðja aðila fer fram (t.d. af lager/verslun eða hvað nafni sem söluaðilar kunna að kalla rýmið/aðstöðuna eða starfsemina) þá er um smásölu að ræða. Þetta er einfalt, engin geimvísindi og ekkert sem er óskýrt. Það sem er áhyggjuefni er hinn langi dráttur sem varð á því að yfirvöld tækju á þessari ólöglegu starfsemi. Fyrsta málinu var af Héraðsdómi vísað frá án efnislegrar niðurstöðu, þar sem ÁTVR var ekki talin aðili máls. Þegar að ÁTVR áfrýjar þeirri niðurstöðu til Landsréttar þá greip þáverandi fjármálaráðherra (sem ÁTVR fellur undir) inn í málið með yfirlýsingu um að það væri óþarfi, gerði ÁTVR þar með umboðslaust og stöðvaði það ferli, augljóslega vitandi um hver niðurstaða málsins yrði, málið féll niður. Í kjölfarið liðu rúmlega fimm ár án aðgerða, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá forvarnasamtökum og þeim fjölmörgu aðilum sem vinna að vernd barna og ungmenna, lýðheilsu- og forvarnarmálum. Það var ekki fyrr en í haust, eftir rúmlega fimm ára rannsókn lögreglunnar, gaf saksóknaraembættið loksins út kæru í þessu augljósa máli. Í dag er mikill þrýstingur frá fámennum hópi sérhagsmunaaðila, „erlendra netsala“, um að afnema lýðheilsu- og forvarnarstefnu sem hefur verið við lýði hérlendis og almenn sátt hefur ríkt um árum saman. Breytingar í þágu þeirra sem hagnast verulega á þessari starfsemi leggja takmarkað af mörkum til samfélagsins og ekki í neinu samræmi við þann kostnað sem samfélagið ber af afleiðingunum. Sterk teikn eru um aukna neyslu, ekki síst meðal barna og ungmenna. Fyrir liggja bæði beinar og óbeinar sannanir fyrir því að ungmenni geta, í mörgum tilfellum, með einföldum hætti keypt áfengi í gegnum þetta kerfi, þvert á lög. Aukið framboð, gríðarlegur fjöldi sölustaða sem senda heim allan sólarhringinn, alla daga ársins, áfengisauglýsingar, verðstríð m.m. mun augljóslega hafa afleiðingar, ekki síst gagnvart okkar viðkvæmustu hópum eins og börnum og ungmennum. Áfengisiðnaðurinn er boðflenna í tilveru barna og ungmenna, sem því miður verður sífellt ágengari. Það er ekki bara gagnvart auglýsingum og sölufyrirkomulagi, ýmsar stoðir í okkar annars ágæta lýðheilsu- og forvarnarkerfi veikjast. (Sjá nánar.) Alþingi, stjórnvöld, foreldrar og við sem samfélag þurfum að standa fast gegn ítrustu sérhagsmunum áfengisiðnaðarins og standa vörð um velferð barna og ungmenna. Það er brýnt að halda áfram baráttunni, bæði á pólitíska vettvanginum sem og í öllu lýðheilsu- og forvarnarstarfi. Við getum ekki byggt samfélag á því að ítrustu sérhagsmunaaðilar fari sínu fram í krafti gríðarlegra fjármuna og af algeru virðingarleysi gagnvart almennu siðferði, lögum og reglum samfélagsins. Æskan er okkar fjársjóður. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Guðmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Um miðjan janúar hefst málflutningur í máli saksóknara gegn hérlendri „erlendri netsölu“ vegna ólöglegrar smásölu áfengis. Dómur ætti að liggja fyrir fljótlega og mun að öllum líkindum staðfesta það sem hefur verið vitað árum saman: að hér er um ólöglega starfsemi að ræða, sem ekki hefur verið brugðist við. Nú þegar hefur Héraðsdómur vísað frá röksemdum er varða ESS-samninginn. Kjarni málsins því íslenska áfengislöggjöfin eins og alltaf hefur legið fyrir. Þetta skýrir þann mikla óróa á opinberum vettvangi þessi dægrin, þar sem sérhagsmunaaðilar halda því fram, statt og stöðugt, gegn betri vitund, að málið sé lagalega óljóst. Sú fullyrðing stenst ekki. Íslensk áfengislöggjöf er afar skýr, einkum fimmti kaflinn, og auðskilin hverri læsri manneskju. Lögin eru afdráttarlaus en í ljósi reynslunnar (og fjármagns) munu sérhagsmunaaðilar freista þess að þvæla málinu um dómskerfið (og víðar) eins lengi þeim verður frekast unnt. Í algjörlega sambærilegu máli hefur Hæstiréttur Svíþjóðar kveðið upp skýran dóm, hinn svokallaða Winefinderdóm. Þar kemur fram að innflutningur felist í því að flytja raunverulega inn áfengi frá öðru landi í eigin nafni og til eigin nota, sem er nákvæmlega sambærilegt og leyft er hérlendis. Það er heimilt að flytja inn áfengi til eigin neyslu, í eigin nafni og gera skil á tilheyrandi sköttum og gjöldum. Um leið og sala til þriðja aðila fer fram (t.d. af lager/verslun eða hvað nafni sem söluaðilar kunna að kalla rýmið/aðstöðuna eða starfsemina) þá er um smásölu að ræða. Þetta er einfalt, engin geimvísindi og ekkert sem er óskýrt. Það sem er áhyggjuefni er hinn langi dráttur sem varð á því að yfirvöld tækju á þessari ólöglegu starfsemi. Fyrsta málinu var af Héraðsdómi vísað frá án efnislegrar niðurstöðu, þar sem ÁTVR var ekki talin aðili máls. Þegar að ÁTVR áfrýjar þeirri niðurstöðu til Landsréttar þá greip þáverandi fjármálaráðherra (sem ÁTVR fellur undir) inn í málið með yfirlýsingu um að það væri óþarfi, gerði ÁTVR þar með umboðslaust og stöðvaði það ferli, augljóslega vitandi um hver niðurstaða málsins yrði, málið féll niður. Í kjölfarið liðu rúmlega fimm ár án aðgerða, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá forvarnasamtökum og þeim fjölmörgu aðilum sem vinna að vernd barna og ungmenna, lýðheilsu- og forvarnarmálum. Það var ekki fyrr en í haust, eftir rúmlega fimm ára rannsókn lögreglunnar, gaf saksóknaraembættið loksins út kæru í þessu augljósa máli. Í dag er mikill þrýstingur frá fámennum hópi sérhagsmunaaðila, „erlendra netsala“, um að afnema lýðheilsu- og forvarnarstefnu sem hefur verið við lýði hérlendis og almenn sátt hefur ríkt um árum saman. Breytingar í þágu þeirra sem hagnast verulega á þessari starfsemi leggja takmarkað af mörkum til samfélagsins og ekki í neinu samræmi við þann kostnað sem samfélagið ber af afleiðingunum. Sterk teikn eru um aukna neyslu, ekki síst meðal barna og ungmenna. Fyrir liggja bæði beinar og óbeinar sannanir fyrir því að ungmenni geta, í mörgum tilfellum, með einföldum hætti keypt áfengi í gegnum þetta kerfi, þvert á lög. Aukið framboð, gríðarlegur fjöldi sölustaða sem senda heim allan sólarhringinn, alla daga ársins, áfengisauglýsingar, verðstríð m.m. mun augljóslega hafa afleiðingar, ekki síst gagnvart okkar viðkvæmustu hópum eins og börnum og ungmennum. Áfengisiðnaðurinn er boðflenna í tilveru barna og ungmenna, sem því miður verður sífellt ágengari. Það er ekki bara gagnvart auglýsingum og sölufyrirkomulagi, ýmsar stoðir í okkar annars ágæta lýðheilsu- og forvarnarkerfi veikjast. (Sjá nánar.) Alþingi, stjórnvöld, foreldrar og við sem samfélag þurfum að standa fast gegn ítrustu sérhagsmunum áfengisiðnaðarins og standa vörð um velferð barna og ungmenna. Það er brýnt að halda áfram baráttunni, bæði á pólitíska vettvanginum sem og í öllu lýðheilsu- og forvarnarstarfi. Við getum ekki byggt samfélag á því að ítrustu sérhagsmunaaðilar fari sínu fram í krafti gríðarlegra fjármuna og af algeru virðingarleysi gagnvart almennu siðferði, lögum og reglum samfélagsins. Æskan er okkar fjársjóður. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar