Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. janúar 2026 16:00 Björk hvetur Grænlendinga til dáða í færslu á samfélagsmiðlum. Getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag. Þá segir hún Dani enn koma fram við Grænlendinga eins og annars flokks borgara. Í gær birti Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, mynd á X þar sem fáni Bandaríkjanna þakti Grænland á korti. Með myndinni skrifaði Millar „bráðum“ í hástöfum. Tilefnið var að öllum líkindum árásir Bandaríkjahers á Karakas og yfirlýsingar Trumps um að hann taki við völdum í landinu tímabundið. Í viðtali við The Atlantic í gærkvöldi ítrekaði Trump mikilvægi þess að Bandaríkin innlimuðu Grænland. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hafa fordæmt ummælin og sagt nóg komið af hótunum Bandaríkjamanna. Síðan þá hefur fjöldi ráðamanna sýnt Dönum og Grænlendingum stuðning, þar með talin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ítrekar skilaboð 19 í ára gömlu lagi Björk Guðmundsdóttir, sem hefur í gegnum árin tekið virkan þátt í pólitískri umræðu, hefur nú skorist í leikinn. Í Facebook-færslu lýsir hún yfir þakklæti fyrir sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. „Við glötuðum ekki tungumálinu okkar (börnin mín væru annars dönskumælandi) og ég er full samkenndar í garð Grænlendinga, aftur og aftur,“ skrifar Björk. Hún vekur athygli á lykkjumálinu, sem hefur verið til umræðu síðustu ár eftir að í ljós kom að getnaðarvarnarlykkju hefði verið komið fyrir í 4.500 grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda til að takmarka fólksfjölgun í landinu. „Þær eru á mínum aldri og yngri, barnlausar. Og enn þann dag í dag koma Danir fram við Grænlendinga eins og lægra setta borgara,“ skrifar Björk og vísar til umfjöllunar Guardian um grænlenskt barn sem var tekið af móður sinni tveimur klukkustundum eftir fæðingu. „Mig hryllir við nýlendustefnu og hef gert lengi. Tilhugsunin um að Grænlendingar gætu farið frá einu nýlenduríki til annars er of hryllileg. Úr öskunni í eldinn, eins og við segjum á íslensku. Kæru Grænlendingar, lýsið yfir sjálfstæði!“ Þess má geta að árið 2007 sendi Björk frá sér lagið Declare Independance sem er eins konar hvatning tileinkuð Grænlandi og Færeyjum. Lagið er á plötunni Volta sem kom út árið 2008. Grænland Bandaríkin Danmörk Björk Tónlist Tengdar fréttir 143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
Í gær birti Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, mynd á X þar sem fáni Bandaríkjanna þakti Grænland á korti. Með myndinni skrifaði Millar „bráðum“ í hástöfum. Tilefnið var að öllum líkindum árásir Bandaríkjahers á Karakas og yfirlýsingar Trumps um að hann taki við völdum í landinu tímabundið. Í viðtali við The Atlantic í gærkvöldi ítrekaði Trump mikilvægi þess að Bandaríkin innlimuðu Grænland. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hafa fordæmt ummælin og sagt nóg komið af hótunum Bandaríkjamanna. Síðan þá hefur fjöldi ráðamanna sýnt Dönum og Grænlendingum stuðning, þar með talin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ítrekar skilaboð 19 í ára gömlu lagi Björk Guðmundsdóttir, sem hefur í gegnum árin tekið virkan þátt í pólitískri umræðu, hefur nú skorist í leikinn. Í Facebook-færslu lýsir hún yfir þakklæti fyrir sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. „Við glötuðum ekki tungumálinu okkar (börnin mín væru annars dönskumælandi) og ég er full samkenndar í garð Grænlendinga, aftur og aftur,“ skrifar Björk. Hún vekur athygli á lykkjumálinu, sem hefur verið til umræðu síðustu ár eftir að í ljós kom að getnaðarvarnarlykkju hefði verið komið fyrir í 4.500 grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda til að takmarka fólksfjölgun í landinu. „Þær eru á mínum aldri og yngri, barnlausar. Og enn þann dag í dag koma Danir fram við Grænlendinga eins og lægra setta borgara,“ skrifar Björk og vísar til umfjöllunar Guardian um grænlenskt barn sem var tekið af móður sinni tveimur klukkustundum eftir fæðingu. „Mig hryllir við nýlendustefnu og hef gert lengi. Tilhugsunin um að Grænlendingar gætu farið frá einu nýlenduríki til annars er of hryllileg. Úr öskunni í eldinn, eins og við segjum á íslensku. Kæru Grænlendingar, lýsið yfir sjálfstæði!“ Þess má geta að árið 2007 sendi Björk frá sér lagið Declare Independance sem er eins konar hvatning tileinkuð Grænlandi og Færeyjum. Lagið er á plötunni Volta sem kom út árið 2008.
Grænland Bandaríkin Danmörk Björk Tónlist Tengdar fréttir 143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40