Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. janúar 2026 18:06 Björgunarsveitir vinna hörðum höndum við að koma ferðamönnum til bjargar. Landsbjörg Hátt í þrjátíu manns hafa verið ferjaðir með bílum björgunarsveita á Suður- og Suðausturlandi á fjöldahjálparstöð í Hofgarði í dag. Um fjörutíu ökutæki sitja föst við Kotá. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir hafa frá því í hádeginu í dag verið við störf í Öræfum við að koma ferðafólki til aðstoðar í afar slæmu veðri og vondri færð. Ljóst er að hátt í hundrað manns verða flutt á fjöldahjálparstöðina. Björgunarsveitin Kyndill frá Kirkjubæjarklaustri var boðuð út undir kvöld til að bætast í hópinn og liðsauki er lagður af stað frá Höfn sömuleiðis. Hafin er vinna við að útvega hópnum gistingu á hótelum og gistihúsum í nágrenninu. Fyrstu sveitir voru kallaðar út um hálf eitt í dag en þá var björgunarsveitin Kári í Öræfum kölluð út. Í tilkynningu segir að fljótlega hafi komið í ljós að talsverður fjöldi ferðamanna hafi verið í vandræðum milli Freysness og Fagurhólsmýrar. Björgunarfélag Hornafjarðar fór á staðinn á tveimur stórum bílum en fyrir á vettvangi var dreki þeirra Kárafélaga, brynvarinn bíll sem þolir mikinn vind. „Veður á svæðinu var vægast sagt slæmt og vindhviður upp í 40 metra á sekúndu. Fólk sem var á staðnum og fór út úr bílum sínum lenti í vandræðum við að fóta sig og komast aftur inn í bíla. Gripið var til þess ráðs að koma skilaboðum í síma á svæðinu þess efnis að biðja fólk um að halda sig í bílum sínum þar til hjálp bærist,“ segir í tilkynningu. Vegfarendur eru hvattir til að vera inni í bílum sínum þar til björgunarsveitir koma á staðinn.Landsbjörg Þegar tilkynningin var send út seint á sjötta tímanum höfðu hátt í þrjátíu manns verið flutt af vettvangi í bílum björgunarsveita inn á fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Hofgarði fyrr í dag. Þá hafa björgunarsveitir aðstoðað ferðamenn í um tuttugu ökutækjum við Sandá og snúið þeim til vesturs í átt að Freysnesi. Um fjörutíu ökutæki sitja enn föst við Kotá. Fram kemur í tilkynningu að bílar verði skildir eftir á svæðinu þar til veður lægir, björgunaraðgerðir standi enn yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Veður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Færð á vegum Umferðaröryggi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir hafa frá því í hádeginu í dag verið við störf í Öræfum við að koma ferðafólki til aðstoðar í afar slæmu veðri og vondri færð. Ljóst er að hátt í hundrað manns verða flutt á fjöldahjálparstöðina. Björgunarsveitin Kyndill frá Kirkjubæjarklaustri var boðuð út undir kvöld til að bætast í hópinn og liðsauki er lagður af stað frá Höfn sömuleiðis. Hafin er vinna við að útvega hópnum gistingu á hótelum og gistihúsum í nágrenninu. Fyrstu sveitir voru kallaðar út um hálf eitt í dag en þá var björgunarsveitin Kári í Öræfum kölluð út. Í tilkynningu segir að fljótlega hafi komið í ljós að talsverður fjöldi ferðamanna hafi verið í vandræðum milli Freysness og Fagurhólsmýrar. Björgunarfélag Hornafjarðar fór á staðinn á tveimur stórum bílum en fyrir á vettvangi var dreki þeirra Kárafélaga, brynvarinn bíll sem þolir mikinn vind. „Veður á svæðinu var vægast sagt slæmt og vindhviður upp í 40 metra á sekúndu. Fólk sem var á staðnum og fór út úr bílum sínum lenti í vandræðum við að fóta sig og komast aftur inn í bíla. Gripið var til þess ráðs að koma skilaboðum í síma á svæðinu þess efnis að biðja fólk um að halda sig í bílum sínum þar til hjálp bærist,“ segir í tilkynningu. Vegfarendur eru hvattir til að vera inni í bílum sínum þar til björgunarsveitir koma á staðinn.Landsbjörg Þegar tilkynningin var send út seint á sjötta tímanum höfðu hátt í þrjátíu manns verið flutt af vettvangi í bílum björgunarsveita inn á fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Hofgarði fyrr í dag. Þá hafa björgunarsveitir aðstoðað ferðamenn í um tuttugu ökutækjum við Sandá og snúið þeim til vesturs í átt að Freysnesi. Um fjörutíu ökutæki sitja enn föst við Kotá. Fram kemur í tilkynningu að bílar verði skildir eftir á svæðinu þar til veður lægir, björgunaraðgerðir standi enn yfir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Veður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Færð á vegum Umferðaröryggi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Sjá meira