Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar 9. janúar 2026 14:32 Mikil umræða hefur verið að undanförnu um áhuga Trumps / Trump-stjórnarinnar á að eignast Grænland með “einhverjum hætti” vegna “þjóðaröryggis” eins og það hefur verið nefnt. Allar yfirlýsingar um “hvernig og hvers vegna” hafa verið í véfréttastíl, og hafa orðið uppspretta endalausra vangaveltna og yfirlýsinga “hægri og vinstri”! Ein vangaveltan varðandi “hvers vegna”, sem teljast verður þungvæg, þótt henni sé lítið flíkað af hálfu Trump-stjórnarinnar er áhugi á málmauðlindum á borð við “Sjaldgæfa jarðmálma” sem þar er að finna. “Sjaldgæfir jarðmálmar” (e. Rare Earth Elements/ REE) er hópur sautján málma, sem finnast ekki hreinir í jarðskorpunni, heldur eru bundnir sem snefilefni í efnasamböndum bergtegunda.(1,2) Vinnsla málmanna úr bergi er flókið og margslungið ferli sem felur meðal annars í sér losun geislavirks úrgangs sem gjarnan fylgir. Notkun REE er mikilvæg sem íblöndunarefni í fjölmörgum hátæknivörum.(2,3,4) Má þar nefna snjallsíma, sjónvarps- og tölvuskjái, hátalara, tölvudiska, laser-tæki sem og sterka segla til ýmissa nota svo sem í rafknúnum faratækjum og vindmillum. Þá nýtast þeir til ýmissa hluta á sviði heilbrigðismála, svo sem í segulómun og við laser-skurðlækningar að ekki sé minnst á margvíslega notkun við framleiðslu og þróun hernaðartækja. REE er gjarnan skipt í “þunga sjaldgæfa jarðmálma” (HREE) og létta sjaldgæfa jarðmálma (LREE).(3) Þar af er notkun HREE sérstaklega mikilvæg í hertækni. Talið er að um eða yfir 60% af framleiðslu REE eigi sér stað í Kína og að yfir 90% af vinnslu (hreinsun og einangrun) REE á heimsvísu, þar með talið fyrir Bandaríkin, fari þar fram (sjá Mynd 1; (3)), enda flóknar aðferðir sem hafa að stórum hluta verið þróaðar og einkavæddar af Kínverjum. Kínverjar hafa því skapað sér yfirburðarstöðu hvað framleiðslu og sölu REE varðar á heimsvísu. Á árunum milli 2020 og 2023 er talið að Bandaríkin hafi þurft að reiða sig á um 70% af innflutningi á REE frá Kína! Þegar Trump setti á innflutningstolla á Kínverskar vörur, sem og fleiri lönd, á síðasta ári brugðust Kínverjar m.a. við með því að setja hömlur á útflutning á REE, fyrst einkum á þungmálmana (HREE), sem nýtast helst í hernaði (t.d. í flugskeyti og radara), og síðar á REE almennt. Framleiðslugeta Bandaríkjanna á REE, sem verið hafði umtalsverð, drógst saman um 1980, vegna bágrar samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja borið saman við Kínverskra framleiðendur! Því er Trump-stjórninni í mun að leita annarra leiða til að bæta stöðu sína á “REE-markaði”! Kannanir á vegum grænlenskra stjórnvalda(5) benda til þess að verulegt magn REE sé að finna í bergtegundum víða nálægt strandlengju Grænlands. Auk þess benda kannanir til þess að ýmsar aðrar auðlindir á borð við gull, zink og járn sem og olía og gas sé þar líka að finna, að ógleymdu úran. Vænlegustu REE innihaldandi uppspretturnar sem og gull, bæði með tilliti til magns og aðgengis, er að finna nálægt suðurodda Grænlands (Mynd 2). REE-efnin þar finnast aðalega í basískum bergtegundum, sem einnig eru rík af alkan málmun á borð við natríum og kalíum. Tvær REE námur, á þeim slóðum eru taldar vera með þeim REE-ríkustu sem þekktar eru í dag (5) og gullgröftur, með meiru, undir forystu íslendinga þar lofar góðu.(6,7) Fjölmargir erlendir aðilar, bæði fyrirtæki í námugreftri(4) og opinberir aðilar innan Evrópusambandsins (8) og Bandaríkjanna(4) hafa sýnt þessu verulegan áhuga, hvort heldur er í formi vinnslu, fjárfestinga eða innviðauppbyggingar, þeirra á meðal Trump-stjórnin! ERGO: Trump / Trump-stjórnin sér sér mikinn hag í því að „eignast“ Grænland með “einhverjum hætti” þó ekki væri nema til þess að hafa yfirráð yfir tilvonandi framleiðslu og nýtingu sjaldgæfra jarðmálma (REE), hvort heldur er LREE eða HREE, vegna “þjóðaröryggis”! Mynd 1. Fullunnir “sjaldgæfir jarðmálmar” (REE) vs. framleiðslulönd. (heimild (3); 2025) Mynd 2.Grænland og Ísland: Svæði (rauður hringur) þar sem helstu uppsprettur sjaldgæfra jarðmálma (REE) og gulls á Grænlandi er að finna. Höfundur er prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ. Heimildir: (1)https://is.wikipedia.org/wiki/Sjaldg%C3%A6fur_jar%C3%B0m%C3%A1lmur; Sjaldgæfur jarðmálmur (2)https://www.visindavefur.is/svar.php?id=87828; Hvað eru sjaldgæf jarðefni og hvernig myndast þau? (3)https://www.bbc.com/news/articles/c1drqeev36qo; Why the US needs China's rare earths (4)https://www.bbc.com/worklife/article/20251104-the-story-behind-the-scramble-for-greenlands-rare-earths; The story behind the scramble for Greenland's rare earths (5)https://eng.geus.dk/media/13174/go29.pdf; The rare earth element potential in Greenland, 2018 (6)https://www.visir.is/g/20242656963d/svona-gullhnullungar-finnast-hvergi-lengur-nema-i-graen-landi; Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi; 2024 (7)https://www.visir.is/g/20262826380d/eldur-segir-banda-rikja-stjorn-i-huga-fjar-festingu-og-amaroq-tekur-stokk; Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk 260109 (8)https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6166; EU and Greenland sign strategic partnership on sustainable raw materials value chains; 2023 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið að undanförnu um áhuga Trumps / Trump-stjórnarinnar á að eignast Grænland með “einhverjum hætti” vegna “þjóðaröryggis” eins og það hefur verið nefnt. Allar yfirlýsingar um “hvernig og hvers vegna” hafa verið í véfréttastíl, og hafa orðið uppspretta endalausra vangaveltna og yfirlýsinga “hægri og vinstri”! Ein vangaveltan varðandi “hvers vegna”, sem teljast verður þungvæg, þótt henni sé lítið flíkað af hálfu Trump-stjórnarinnar er áhugi á málmauðlindum á borð við “Sjaldgæfa jarðmálma” sem þar er að finna. “Sjaldgæfir jarðmálmar” (e. Rare Earth Elements/ REE) er hópur sautján málma, sem finnast ekki hreinir í jarðskorpunni, heldur eru bundnir sem snefilefni í efnasamböndum bergtegunda.(1,2) Vinnsla málmanna úr bergi er flókið og margslungið ferli sem felur meðal annars í sér losun geislavirks úrgangs sem gjarnan fylgir. Notkun REE er mikilvæg sem íblöndunarefni í fjölmörgum hátæknivörum.(2,3,4) Má þar nefna snjallsíma, sjónvarps- og tölvuskjái, hátalara, tölvudiska, laser-tæki sem og sterka segla til ýmissa nota svo sem í rafknúnum faratækjum og vindmillum. Þá nýtast þeir til ýmissa hluta á sviði heilbrigðismála, svo sem í segulómun og við laser-skurðlækningar að ekki sé minnst á margvíslega notkun við framleiðslu og þróun hernaðartækja. REE er gjarnan skipt í “þunga sjaldgæfa jarðmálma” (HREE) og létta sjaldgæfa jarðmálma (LREE).(3) Þar af er notkun HREE sérstaklega mikilvæg í hertækni. Talið er að um eða yfir 60% af framleiðslu REE eigi sér stað í Kína og að yfir 90% af vinnslu (hreinsun og einangrun) REE á heimsvísu, þar með talið fyrir Bandaríkin, fari þar fram (sjá Mynd 1; (3)), enda flóknar aðferðir sem hafa að stórum hluta verið þróaðar og einkavæddar af Kínverjum. Kínverjar hafa því skapað sér yfirburðarstöðu hvað framleiðslu og sölu REE varðar á heimsvísu. Á árunum milli 2020 og 2023 er talið að Bandaríkin hafi þurft að reiða sig á um 70% af innflutningi á REE frá Kína! Þegar Trump setti á innflutningstolla á Kínverskar vörur, sem og fleiri lönd, á síðasta ári brugðust Kínverjar m.a. við með því að setja hömlur á útflutning á REE, fyrst einkum á þungmálmana (HREE), sem nýtast helst í hernaði (t.d. í flugskeyti og radara), og síðar á REE almennt. Framleiðslugeta Bandaríkjanna á REE, sem verið hafði umtalsverð, drógst saman um 1980, vegna bágrar samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja borið saman við Kínverskra framleiðendur! Því er Trump-stjórninni í mun að leita annarra leiða til að bæta stöðu sína á “REE-markaði”! Kannanir á vegum grænlenskra stjórnvalda(5) benda til þess að verulegt magn REE sé að finna í bergtegundum víða nálægt strandlengju Grænlands. Auk þess benda kannanir til þess að ýmsar aðrar auðlindir á borð við gull, zink og járn sem og olía og gas sé þar líka að finna, að ógleymdu úran. Vænlegustu REE innihaldandi uppspretturnar sem og gull, bæði með tilliti til magns og aðgengis, er að finna nálægt suðurodda Grænlands (Mynd 2). REE-efnin þar finnast aðalega í basískum bergtegundum, sem einnig eru rík af alkan málmun á borð við natríum og kalíum. Tvær REE námur, á þeim slóðum eru taldar vera með þeim REE-ríkustu sem þekktar eru í dag (5) og gullgröftur, með meiru, undir forystu íslendinga þar lofar góðu.(6,7) Fjölmargir erlendir aðilar, bæði fyrirtæki í námugreftri(4) og opinberir aðilar innan Evrópusambandsins (8) og Bandaríkjanna(4) hafa sýnt þessu verulegan áhuga, hvort heldur er í formi vinnslu, fjárfestinga eða innviðauppbyggingar, þeirra á meðal Trump-stjórnin! ERGO: Trump / Trump-stjórnin sér sér mikinn hag í því að „eignast“ Grænland með “einhverjum hætti” þó ekki væri nema til þess að hafa yfirráð yfir tilvonandi framleiðslu og nýtingu sjaldgæfra jarðmálma (REE), hvort heldur er LREE eða HREE, vegna “þjóðaröryggis”! Mynd 1. Fullunnir “sjaldgæfir jarðmálmar” (REE) vs. framleiðslulönd. (heimild (3); 2025) Mynd 2.Grænland og Ísland: Svæði (rauður hringur) þar sem helstu uppsprettur sjaldgæfra jarðmálma (REE) og gulls á Grænlandi er að finna. Höfundur er prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ. Heimildir: (1)https://is.wikipedia.org/wiki/Sjaldg%C3%A6fur_jar%C3%B0m%C3%A1lmur; Sjaldgæfur jarðmálmur (2)https://www.visindavefur.is/svar.php?id=87828; Hvað eru sjaldgæf jarðefni og hvernig myndast þau? (3)https://www.bbc.com/news/articles/c1drqeev36qo; Why the US needs China's rare earths (4)https://www.bbc.com/worklife/article/20251104-the-story-behind-the-scramble-for-greenlands-rare-earths; The story behind the scramble for Greenland's rare earths (5)https://eng.geus.dk/media/13174/go29.pdf; The rare earth element potential in Greenland, 2018 (6)https://www.visir.is/g/20242656963d/svona-gullhnullungar-finnast-hvergi-lengur-nema-i-graen-landi; Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi; 2024 (7)https://www.visir.is/g/20262826380d/eldur-segir-banda-rikja-stjorn-i-huga-fjar-festingu-og-amaroq-tekur-stokk; Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk 260109 (8)https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6166; EU and Greenland sign strategic partnership on sustainable raw materials value chains; 2023
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar