Upp­gjörið Stjarnan - Grinda­vík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grinda­vík

Hjörvar Ólafsson skrifar
Hilmar Smári Henningsson
Hilmar Smári Henningsson Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan lék á als oddi þegar liðið bar sigurorð af Grindavík, 100-77, í leik liðanna í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í ÞG Verk-höllinni í Ásgarði í Garðabænum í kvöld.

Stjarnan hóf fyrsta leikhluta af miklum krafi en heimamenn komust í 11-0 en Grindvíkingar voru heillum horfnir í upphafi leiks. Gestirnir vöknuðu svo til lífsins og Ólafur Ólafsson jafnaði metin í 15-15 um miðjan leikhlutan.

Þá tóku Stjörnumenn aftur öll völd á vellinum og Hilmar Smári Henningsson, sem er snúinn aftur í lið Stjörnunnar eftir stutta dvöl í Litáen, kom Stjörnunni í 32-20 með þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í fyrsta leikhluta.

Stjörnumenn héldu áfram frá því sem frá var horfið í öðrum leikhluta og Orri Gunnarsson kom Garðbæingum 21 stigi yfir, 46-25, þegar annari leikhluti var hálfnaður.

Skömmu áður en öðrum leikhluta lauk fékk Jordan Sample, sem var vísað úr húsi í deildarleik liðanna í desember síðastliðnum, óíþróttamannslega villu, fyrir groddaralegt brot á Seth Ledeay.

Til þess að smella jarðarberi ofan á kökuna hjá Stjörnnunni og klára fyrri hálfleikinn með stæl þá tróð Seth Leday eftir alley oop sendingu Ægis Þórs Steinarssonar í síðustu sókn annars leikhluta. Staðan 57-31 fyrir Stjörnuna í hálfleik.

Það var hins vegar allt annað að hjá Grindavíkurliðið í þriðja leikhluta en í fyrri hálfleik og baráttuhugur liðsins varð til þess að Ólafur Ólafsson minnkaði muninn í 15 stig með þriggja stiga körfu og Jordan Sample setti svo muninn niður í 13 stig, 64-51.

Eftir að Grindavík hafði náð að minnka muninn í 13 stig átti Stjarnan síðan góðan endasprett í leikhlutanum sem Giannis Agravanis kláraði með þriggja stiga körfu undir lok leikhlutans. Stjarnan leiddi með 20 stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Deandre Kane var bersýnilega að glíma við meiðsli í læri sem urðu til þess að hann gat ekki beitt sér af fullum krafti. Kane þurfti að játa sig sigraðan vegna meislanna í upphafi fjórða leikhluta. Munar um minna um það hjá Grindarvíkurliðinu að geta ekki notað krafta Kane að fullu.

Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Khalil Shabazz að sína fjórðu og svo fimmtu villu skömmu síðar. Khalil braut af sér og var svo með einhver leiðindi í kjölfarið og fær tæknivillu. Khalil lauk því leik mun fyrr en áætlað var hjá Grindavíkurliðinu.

Stjörnumenn hleyptu Grindvíkingum ekki inn í leikinn í fjórða leikhluta og fóru að lokum með sannfærandi ss-ss sigur af hólmi og hafa líkt og Tindastóll tryggt sér farseðil í undanúrslit keppninnar.

Eini tapleikur Grindavíkur í Bónus-deildinni var 118-67 sigur Stjörnunnar þegar liðin leiddu saman hesta sína í deildinni í desember síðastliðnum. Stjarnan hefur því haft gott tak á Grindavík í vetur í Garðabænum. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira