Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 9. janúar 2026 21:26 Frá leik Álftaness og KR fyrr á tímabilinu Vísir/Diego Álftanes tók á móti Þór Þorlákshöfn í lokaleik þrettándu umferð Bónus deild karla í kvöld. Það var mikið undir og mikil barátta í Kaldalóns höllinni í kvöld þegar þessi lið mættust. Eftir mjög kaflaskiptan leik voru það Álftnesingar sem reyndus sterkari í endann og fóru með 22 stiga sigur 97-75. Leikurinn fór fjörlega af stað fyrir heimamenn sem byrjuðu af miklum krafti. Álftanes skoraði fyrstu tólf stig leiksins og mátti sjá að þeir voru vel gíraðir fyrir þennan leik. Þessi byrjun sló þó gestina ekki alveg af laginu sem þurftu þó að bíða í um þrjár mínútur eftir sínum fyrstu stigum en þeir settu næsu tíu stig í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Álftnesingar náðu þó að komast skrefinu framar og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta 28-22 þar sem David Okeke fór á kostum og var með fimmtán stig eftir fyrsta leikhluta. Það var allt annar bragur á liði gestana í öðrum leikhluta. Gestirnir frá Þorlákshöfn mættu með kassan út og náðu flottu áhlaupi sem skilaði þeim í forystu í fyrsta sinn í leiknum. Álftnesingar náðu aftur forystu en það voru mikil jafnræði með liðunum. Þegar rétt tæplega mínúta var eftir af fyrri hálfleik náði Þór frábærum kafla og snéru leiknum sér í hag rétt fyrir hálfleik. Þór Þorlákshöfn fór með tveggja stiga forskot inn í hálfleikinn 43-45. Þór Þorlákshöfn átti fyrstu sig seinni hálfleiks af vítalínunni og byrjaði þriðja leikhlutann nokkuð vel. Þetta var ekki alveg að smella fyrir Álftnesinga í byrjun en um svo um miðjan leikhlutann small þetta saman fyrir þá og þeir náðu flottu áhlaupi og komust aftur í forystu. Frábær vörn skilaði Álftnesingum í sjö stiga forskoti fyrir fjórða leikhlut 67-60. Ade Murkey lokaði leikhlutanum með flottum flautu þrist. Gestirnir frá Þorlákshöfn mættu með kassan út í fjórða leikhluta og gerðu frábærlega að saxa niður forskot heimamanna og á endanum jafna leikinn þegar um sex mínútur lifðu leiks. Þegar rétt um fjórar mínútur voru eftir fékk Rafail Lanaras dæmt á sig skref. Álftnesingar voru fljótir að koma boltanum til Dúa Þórs Jónssonar sem sökkti þrist framan í þá og þvingaði gestina í leikhlé. Eftir þetta fannst manni allt momentum vera með heimamönnum og trúin svolítið hverfa úr augum gestana. Álftnesingar að lokum kláruðu þennan leik með 22 stigum 97-75. Atvik leiksins Rafail Lanaras fær dæmt á sig skref, Álftnesingar koma boltanum á Dúa sem setur þrist í grímuna á þeim og kemur þessu í sjö stiga leik þegar um fjórar mínútur eru eftir. Þarna fannst mér hakan svolítið fara í bringuna á gestinum og mómentið skiptast yfir til Álftanes. Stjörnur og skúrkar David Okeke var flottur í liði Álftnesinga. Gestirnir réðu ekkert við hann sérstaklega í fyrsta leikhluta þar sem hann var með fimmtán stig en hann endaði stigahæstur í liði heimamanna með Ade Murkey og Sigurður Pétursson voru einnig öflugir. Dómararnir Dómararnir heilt yfir voru bara nokkuð fínir. Yfir litlu að kvarta frá þeim í kvöld. Alltaf hægt að taka til einstaka atriði en heilt yfir var þetta bara mjög gott í kvöld að mínu mati. Stemingin og umgjörð Það var vel sótt leikinn í kvöld og myndarleg stemning. Álftanes að fagna 80 ára afmæli ungmennafélagsins og því var boðið upp á köku fyrir gesti og gangandi. Umgjörðin var til fyrirmyndar hér í Kaldalóns höllinni í kvöld. Viðtöl Hjalti Þór er alfarið tekinn við þjálfun Bónus deildar liðs Álftaness í körfubolta. Hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins undir stjórn Kjartans Atla KjartanssonarVísir/Hulda Margrét „Þetta skipti rosalega miklu máli“ „Frábær sigur og bara tvö stig sem voru rosalega mikivæg stig“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Álftnesinga eftir sigurinn í kvöld. „Á móti liðinu sem hefði jafnað okkur hefði það unnið okkur þannig við erum að skilja þá aðeins fyrir aftan okkur. Þetta skiptir rosalega miklu máli“ Leikurinn var mjög kaflaskiptur en að lokum voru það heimamenn í Álftanes sem reyndust sterkari. „Ég veit ekki hvað það er, við urðum svona passívir eða vorum að gleyma okkur svolítið á köflum en þegar að við ætluðum okkur þá var rosaleg ákefð, flæði og bara gaman að horfa á liðið en svo kom bara inn á milli þar sem við vorum eins og við nenntum ekki að spila“ Gestirnir áttu í erfiðleikum með David Okeke í leiknum sem spilaði virkilega vel. „Við vissum að við værum með ákveðið misræmi bæði hjá Hauki og Okeke og við ætluðum að nýta okkur það og ráðast á þá á ákveðin hátt og við gerðum mjög vel og sérstaklega Okeke, hann var frábær í dag“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar.Vísir/Hulda Margrét „Fannst þetta vera liðið sem myndi ná síðasta áhlaupinu myndi vinna leikinn“ „Úrslitin segja kannski ekki alveg til um það hvernig leikurinn var“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar eftir tapið í kvöld. „Þetta var rosalega kaflaskiptur leikur. Mér fannst þetta vera einhvern veginn liðið sem myndi ná síðasta áhlaupinu myndi vinna leikinn og þeir náðu því“ „Síðustu fimm mínúturnar eru að fara 18-5 eða eitthvað svoleiðis og þar eiginlega bara fer þetta hjá okkur“ „Við frusum aðeins og þeir skiptu á okkur og við fórum aðeins að drippla of mikið og reyna að skjóta yfir þá og hættum að ráðast á körfuna“ sagði Lárus Jónsson. Bónus-deild karla UMF Álftanes Þór Þorlákshöfn
Álftanes tók á móti Þór Þorlákshöfn í lokaleik þrettándu umferð Bónus deild karla í kvöld. Það var mikið undir og mikil barátta í Kaldalóns höllinni í kvöld þegar þessi lið mættust. Eftir mjög kaflaskiptan leik voru það Álftnesingar sem reyndus sterkari í endann og fóru með 22 stiga sigur 97-75. Leikurinn fór fjörlega af stað fyrir heimamenn sem byrjuðu af miklum krafti. Álftanes skoraði fyrstu tólf stig leiksins og mátti sjá að þeir voru vel gíraðir fyrir þennan leik. Þessi byrjun sló þó gestina ekki alveg af laginu sem þurftu þó að bíða í um þrjár mínútur eftir sínum fyrstu stigum en þeir settu næsu tíu stig í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Álftnesingar náðu þó að komast skrefinu framar og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta 28-22 þar sem David Okeke fór á kostum og var með fimmtán stig eftir fyrsta leikhluta. Það var allt annar bragur á liði gestana í öðrum leikhluta. Gestirnir frá Þorlákshöfn mættu með kassan út og náðu flottu áhlaupi sem skilaði þeim í forystu í fyrsta sinn í leiknum. Álftnesingar náðu aftur forystu en það voru mikil jafnræði með liðunum. Þegar rétt tæplega mínúta var eftir af fyrri hálfleik náði Þór frábærum kafla og snéru leiknum sér í hag rétt fyrir hálfleik. Þór Þorlákshöfn fór með tveggja stiga forskot inn í hálfleikinn 43-45. Þór Þorlákshöfn átti fyrstu sig seinni hálfleiks af vítalínunni og byrjaði þriðja leikhlutann nokkuð vel. Þetta var ekki alveg að smella fyrir Álftnesinga í byrjun en um svo um miðjan leikhlutann small þetta saman fyrir þá og þeir náðu flottu áhlaupi og komust aftur í forystu. Frábær vörn skilaði Álftnesingum í sjö stiga forskoti fyrir fjórða leikhlut 67-60. Ade Murkey lokaði leikhlutanum með flottum flautu þrist. Gestirnir frá Þorlákshöfn mættu með kassan út í fjórða leikhluta og gerðu frábærlega að saxa niður forskot heimamanna og á endanum jafna leikinn þegar um sex mínútur lifðu leiks. Þegar rétt um fjórar mínútur voru eftir fékk Rafail Lanaras dæmt á sig skref. Álftnesingar voru fljótir að koma boltanum til Dúa Þórs Jónssonar sem sökkti þrist framan í þá og þvingaði gestina í leikhlé. Eftir þetta fannst manni allt momentum vera með heimamönnum og trúin svolítið hverfa úr augum gestana. Álftnesingar að lokum kláruðu þennan leik með 22 stigum 97-75. Atvik leiksins Rafail Lanaras fær dæmt á sig skref, Álftnesingar koma boltanum á Dúa sem setur þrist í grímuna á þeim og kemur þessu í sjö stiga leik þegar um fjórar mínútur eru eftir. Þarna fannst mér hakan svolítið fara í bringuna á gestinum og mómentið skiptast yfir til Álftanes. Stjörnur og skúrkar David Okeke var flottur í liði Álftnesinga. Gestirnir réðu ekkert við hann sérstaklega í fyrsta leikhluta þar sem hann var með fimmtán stig en hann endaði stigahæstur í liði heimamanna með Ade Murkey og Sigurður Pétursson voru einnig öflugir. Dómararnir Dómararnir heilt yfir voru bara nokkuð fínir. Yfir litlu að kvarta frá þeim í kvöld. Alltaf hægt að taka til einstaka atriði en heilt yfir var þetta bara mjög gott í kvöld að mínu mati. Stemingin og umgjörð Það var vel sótt leikinn í kvöld og myndarleg stemning. Álftanes að fagna 80 ára afmæli ungmennafélagsins og því var boðið upp á köku fyrir gesti og gangandi. Umgjörðin var til fyrirmyndar hér í Kaldalóns höllinni í kvöld. Viðtöl Hjalti Þór er alfarið tekinn við þjálfun Bónus deildar liðs Álftaness í körfubolta. Hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins undir stjórn Kjartans Atla KjartanssonarVísir/Hulda Margrét „Þetta skipti rosalega miklu máli“ „Frábær sigur og bara tvö stig sem voru rosalega mikivæg stig“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Álftnesinga eftir sigurinn í kvöld. „Á móti liðinu sem hefði jafnað okkur hefði það unnið okkur þannig við erum að skilja þá aðeins fyrir aftan okkur. Þetta skiptir rosalega miklu máli“ Leikurinn var mjög kaflaskiptur en að lokum voru það heimamenn í Álftanes sem reyndust sterkari. „Ég veit ekki hvað það er, við urðum svona passívir eða vorum að gleyma okkur svolítið á köflum en þegar að við ætluðum okkur þá var rosaleg ákefð, flæði og bara gaman að horfa á liðið en svo kom bara inn á milli þar sem við vorum eins og við nenntum ekki að spila“ Gestirnir áttu í erfiðleikum með David Okeke í leiknum sem spilaði virkilega vel. „Við vissum að við værum með ákveðið misræmi bæði hjá Hauki og Okeke og við ætluðum að nýta okkur það og ráðast á þá á ákveðin hátt og við gerðum mjög vel og sérstaklega Okeke, hann var frábær í dag“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar.Vísir/Hulda Margrét „Fannst þetta vera liðið sem myndi ná síðasta áhlaupinu myndi vinna leikinn“ „Úrslitin segja kannski ekki alveg til um það hvernig leikurinn var“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar eftir tapið í kvöld. „Þetta var rosalega kaflaskiptur leikur. Mér fannst þetta vera einhvern veginn liðið sem myndi ná síðasta áhlaupinu myndi vinna leikinn og þeir náðu því“ „Síðustu fimm mínúturnar eru að fara 18-5 eða eitthvað svoleiðis og þar eiginlega bara fer þetta hjá okkur“ „Við frusum aðeins og þeir skiptu á okkur og við fórum aðeins að drippla of mikið og reyna að skjóta yfir þá og hættum að ráðast á körfuna“ sagði Lárus Jónsson.