Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2026 06:30 Margrét segir draum að rætast að fá að nýta sína þekkingu og reynslu til að skipuleggja kvennaverkfall i Þýskalandi eins og hefur verið gert á Íslandi. Aðsend og Vísir/Anton Brink Konur í Þýskalandi, Austurríki og Sviss skipuleggja nú kvennaverkfall að fyrirmynd þess íslenska. Margrét Rún Guðmundsdóttir, kosningastýra Kvennalistans þáverandi og kvikmyndagerðarkona, er heiðurforseti skipulagsteymisins í Þýsklandi. Adrienne Goehler, ein skipuleggjenda, segir markmið skipuleggjenda að alheimsverkfall fari fram þann 9. mars. Hún segir þegar skipulagshópa víða um heim og auglýsir eftir einum á Íslandi. Margrét Rún segir það draum að rætast að fá að taka þátt í skipulagningu slíks viðburðar í Þýskalandi. Sjálf er hún í Bæjaralandi en viðburðir eru skipulagðir um allt Þýskaland í mars. „Hér er hrikalega góð kvennapólítísk uppangsstemning í gangi og markmiðið er að þessar hreyfingar sem standa að þessum kvennafrídeginum og þeir heita „Enough, genug, Basta!“ og „Töchter gegen Merz“ sameinist um aðgerðir og útiloki ekki konur sem styðja kanslarann Merz,“ segir hún um skipulagninguna. Nánar hér á vefsíðu aðgerðanna. Margrét Rán skipaði 17. sæti á lista Kvennalistans. Hana langaði ekkert á þing að eigin sögn því hún stefndi á draumanámið, kvikmyndaleikstjórn. Margrét er lengst til hægri í annarri röð í röndóttri peysu. Aðsend Eins og kom fram að ofan starfaði Margrét sem einn kosningastjóri Kvennalistans sem bauð fram fyrst árið 1983 og fram til 1999 þegar hann sameinaðist öðrum flokkum í Samfylkinguna. Fyrir það var Margrét rauðsokka í mörg ár. Hafði sjálf samband við skipuleggjendur „Ég hef búið hér nánast í 40 ár og verið í stjórn kvennakvótahreyfinga í menningargeiranum í Þýskalandi og í kvennapólitískum lobbýgrúppum á þýska samanbandsþinginu,“ segir Margrét og að fyrir áramót hafi hún séð auglýsingu fyrir kvennaverkfallið og haft samband við skipuleggjendur sem hafi tekið henni afar vel. Hún segir þessa femínísku vakningu í Þýskalandi að mörgu leyti tengjast sýningu á heimildarmyndinni The Day Iceland stood still, eða Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, eftir Pamelu Hogan, sem kom út árið 2023. Myndin hefur verið í nokkurri dreifingu í Þýskalandi síðustu mánuði og var sýnd í þýska ríkissjónvarpinu á síðasta ári. Ég var árið 2014 í stjórn PRO QUOTE REGIE en við börðumst og berjumst fyrir kvennakvóta í þýska kvikmyndabransanum sem er ríkisstyrktur. Okkur tókst á nokkrum árum að hífa kvennakvótann hjá ríkissjónvörpunum upp í fyrst 20 prósent og svo 30 prósent. Ekki nóg en samt ekki slæmur árangur. 2016 víkkuðum við út starfsemina og tókum allar konur í kvikmyndabransanum inn í félagið sem núna heitir PRo QUOTE Film.“ Aðsend „Síðan heimildamyndin um Kvennafrídaginn á Íslandi 1975 var fyrst sýnd í Þýskalandi hef ég verið nánast uppbókuð í að segja frá Rauðsokkahreyfingunni, Kvennalistanum og Valkyrjustjórninni á Íslandi og ekkert lát þeim fyrirspurnum. Ég er orðin of gömul til að neita, ég segi núna alltaf já og nenni ekkert lengur að vera feimin,“ segir Margrét sem í gær hélt erindi á nýársfögnuði Kaþólsku-þýsku kvennasamtakanna í Passau. „Adrienne hafði verið með hugmyndina í hjartanu frá því í mars í fyrra,“ segir hún og á við Adrienne Goehler, eina af skipuleggjendum verkfallsins. Hennar æðsti draumur sé að verkfallið verði alþjóðlegt og hefjist klukkan tólf um allan heim. Hvert verkfallið taki við af öðru eins og á gamlárskvöldi. Íslenska kvennaverkfallið fyrirmyndin „Kvennaverkfallið á Íslandi er fyrirmyndin okkar,“ segir hún og að þó svo að jafnrétti sé ekki náð á Íslandi sé Ísland það land í heiminum þar sem jafnréttið hefur náð hvað lengst. „Það er svo mikil femínísk vakning hérna líka af því að fólk er orðið svo þreytt á þessum skelfilegu fréttum sem það fær á hverjum degi frá um Trump og Pútín og heimsástandið. Þá erum við þeirrar skoðunar, og trúum því, að kvennahreyfingin sé svarið við þessu. Af því að jafnréttisbarátta er í raun og veru leiðarvísir að hamingju. Því meira jafnrétti sem er í samfélaginu, því betur líður okkur,“ segir Margrét. Þarna var ég 22 ára gömul kosningastjóri Kvennalistans ásamt Kristínu Ástgeirsdóttur og Þórhildi Þorleifsdóttur. Margrét er fyrir miðju í röndóttri peysu. Aðsend Hún segir að á þessum degi séu konur hvattar til að leggja niður störf á milli 12 og 14 og halda þá ræður, dansa, gera útileikhús, leggjast niður eða bara hvíla sig. „2026 er generalprufa, 2027 á kvennaverkfallið að standa í þrjá daga og þá viljum við að 90 prósent kvenna taki þátt,“ segir hún og að alþjóðleg kvennasambönd í Indlandi, Íran og Afganistan taki þátt. Annars konar samfélag Hún segir baráttumálin ýmisleg í Þýskalandi og að einhverju leyti sambærileg við Ísland en á Íslandi séu konur komnar lengra. Það sé meira fjallað um launamun kynjanna í Þýskalandi en kannski það ofbeldi sem konur eru beittar þar. Einnig sé fjallað um það hvernig halli á konur í heilbrigðisrannsóknum og í sveitarstjórnarmálum. „Þetta er allt gert fyrir karla á bílum, ekki fyrir konur með börn,“ segir hún og að það halli á konur víða í þýsku samfélagi. Margrét segir þeirra markmið að fá sem flestar konur með í þetta verkfall en þær renni dálítið blint í sjóinn. Þýskar konur séu skipulagðar og það sé lítill tími til stefnu. Þær séu ef til vill varkárari en íslenskar konur og stökkvi ekki í eitthvað eins og konur hér með engum fyrirvara. „Þetta er náttúrulega allt annað samfélag heldur en Ísland,“ segir hún og að í til dæmis Vestur-Þýskalandi sé algengt að konur séu heimavinnandi. Laun hafi haldist há en þetta „Hér er meiri varkárni en þetta er ofboðslega skemmtileg hreyfing og það minnir margt á stemninguna eins og hún var í Kvennalistanum í gamla daga,“ segir hún og að þar hafi allar konur verið vinkonur og sjaldan verið rifist. „Sem er auðvitað alveg stórkostlegt fyrir kvennahreyfinguna, allar vinkonur,“ segir hún og hlær. Kanslarinn klaufalegur Hún segir þetta gefa mikinn kraft. Hún segir kanslarann stundum komast klaufalega að orði og að í haust hafi hann talað um vandamál í borgarmynd án þess að tiltaka hvert nákvæmlega vandamálið væri. „Hann meinti náttúrulega útlendinga,“ segir hún og að þegar hann hafi verið spurður út í þetta nokkrum dögum seinna hafi hann svarað: „Já, það þarf ekki annað en að spyrja dætur okkar hvað þeim finnst“, segir hún og að þessi ummæli hafi kveikt í kvennahreyfingunni í Þýsklandi. Strax hafi verið skipulögð mótmæli og sérstaklega meðal ungra kvenna, dætra, og það hafi verið kallað „dætrabyltingin“ og hún hafi verið sem olía á eld kvennahreyfingarinnar. Margrét segir kanslarann stundum komast klaufalega að orði. Vísir/EPA Margrét fékk ríkisborgararétt í Þýskalandi árið 2024 eftir að hafa búið þar í áratugi og segir það allt aðra tilfinningu að fylgjast ekki bara með, heldur mega nú taka þátt í samfélaginu af fullum krafti. Hún hafi skráð sig í Sósíaldemókrataflokkinn en alltaf langað í kvennabaráttu í Þýskalandi líka. Vilji sjá konur upplifa kvenfrelsi „Við höfum ekki svo mikinn tíma. Ég vil að dóttir mín, að minnsta kosti dóttir mín eða barnabarnið mitt, upplifi kvenfrelsi og ég verð bara að gera hvað sem ég get til þess að ýta undir það og þess vegna er ég svo ofsalega ánægð, því þetta er minn draumur. Það er minn draumur að gera heiminn að betri heimi, gera hann réttlátari,“ segir Margrét og að jafnréttisbaráttan sé lykillinn að hamingjunni. Hún segir það góða tilfinningu að geta gefið til baka til samfélagsins sem hún tilheyrir sem ríkisborgari. Dýrmætt að fá aðstoð frá Íslandi Adrienne Goehler, ein skipuleggjenda, segir markmið skipuleggjenda að alheimsverkfall fari fram þann 9. mars. Hún segir þegar skipulagshópa víða um heim og auglýsir eftir einum á Íslandi. Adrienne segist komin með alveg nóg af körlum í valdastöðu og konur þurfi að standa saman um allan heim. Aðsend „Ég er ein af frumkvöðlum þessa verkefnis, vegna þess að ég hafði einfaldlega þá tilfinningu að svona gæti þetta ekki haldið áfram. Við getum ekki setið og beðið eftir því að „stóru kallarnir“ í heiminum fái nýjar hugmyndir um hvernig eigi að gleypa önnur lönd, hvernig eigi að gleypa fólk. Að þeir segi: þú ert óvinur minn og þú þarft að fara. Þetta er galin hugsun. Andrúmsloftið er galið. Svo ótal margar konur eru gífurlega stressaðar, þær upplifa sig svo valdalausar,“ segir Adrienne um það hvernig hún fékk hugmyndina að alheimskvennaverkfalli. Hún segir sýningu heimildarmyndarinnarThe Day Iceland stood still, eða Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, eftir Pamelu Hogan, sem kom út árið 2023, einnig hafa skipt sköpum fyrir margar konur. Myndin hefur verið í nokkurri dreifingu í Þýskalandi síðustu mánuði og var sýnd í þýska ríkissjónvarpinu á síðasta ári. „Það sem mér finnst áhugavert og mikilvægt er myndin sem við sáum frá Íslandi. Hún var svo valdeflandi. Ég hef séð hana að minnsta kosti tíu sinnum með mismunandi fólki og viðbrögðin eru alltaf þau sömu: við verðum að gera þetta.“ Hún segir lykilatriði í umræðunni um þetta verkfall og skilaboðin sem þær vilja senda að það skipti máli hverjir eru við völd og hvernig er farið með það vald. „Sáuð þið einhverjar konur í samningaviðræðum um Gaza? Í samningaviðræðum um Úkraínu? Sáuð þið nokkra konu? Allur þessi hryllingur, ógn og misnotkun valds á sér eitt kyn. Og það er karlkynið. Ég tel að við séum algjörlega umkringdar eitruðum karlmennskuviðhorfum.“ Konur eigi að senda sterk skilaboð Sterkasta vopnið sem konur hafi á þessum tímapunkti sé að stoppa og segja: „Þið getið ekki reitt ykkur á okkur. Við munum ekki fylgja ykkur í ykkar leiðangra sem leiða til dauða,“ segir hún og að það sé ekkert annað en sjálfhverfir draumar gamalla karla. Hún segist ekki hafa viljað hafa ákveðnar kröfur eða sérstakan lista sem allar konurnar sem taki þátt eigi að taka undir. Markmiðið sé frekar að benda á þá ógn sem steðji að konum á ólíkum stigum og í ólíkum kimum samfélagsins. „Ef forseti Bandaríkjanna segir við blaðamann: „Þú ert lítið svín“, þá opnar það dyr fyrir slæma hegðun karla á öllum stigum samfélagsins.“ Hún segist þreytt á því að heyra karlmenn í valdastöðu þræta fyrir loftslagsbreytingar, kvenhatur og kvennamorð og það sé staðreynd, samkvæmt rannsóknum, að konur og börn þjáist frekar en karlmenn í stríðum og af völdum loftslagsbreytinga. „Heimurinn er að brenna og við getum ekki haldið áfram að ganga í fínlegum, litlum kröfugöngum þar sem lögreglan veit nákvæmlega hvert við förum og stjórnmálamenn vita nákvæmlega hvert við förum. Ég held að eina svarið sem kapítalisminn og feðraveldið skilja sé styrkur. Og auðvitað er 9. mars ekki endirinn, heldur upphafið. Vonandi upphaf nýs skilnings á konum.“ Það skaði þegar karlar í valdastöðu komi fram við heiminn eins og þeir séu að spila Monopoly. „Þeir segja: „Þú færð Grænland, þú getur tekið Úkraínu og þú getur tekið Taívan“. Þetta er algjörlega úr samhengi við raunveruleikann og eitthvað sem við höfum aldrei séð áður. Við vitum að á stríðstímum þjást konur gríðarlega. Þetta birtist innan heimilanna, í heimilisofbeldi, kvennamorð eru að aukast. Ég held að tíminn sé kominn til að konur alls staðar, sama hvar þær eru, standi saman.“ Auglýsing fyrir kvennaverkfallið þann 9. mars. Aðsend Hún segir það hafa skipt sköpum fyrir hana þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að svipta hjálparstofnanir fjármagni sínu við upphaf kjörtímabilsins. Fjöldi hafi misst vinnuna, til dæmis hjá Save the Children og fleiri samtökum. „Á tímum eins og þessum, þegar við búum við stríð og þegar hvert fimmta barn í heiminum lifir á stríðs- eða hamfarasvæði, verðum við að bregðast við. Við getum ekki staðið hjá og beðið eftir næstu uppákomu frá herra Trump, næstu aðgerð frá herra Pútín eða þögulli aðgerð frá Kína.“ Ekki hægt að fara í verkfall á sunnudegi Hún segir fjöldann sem tekur þátt þann 9. mars ekki endilega skipta sig mestu máli, heldur að þær taki þátt af heilindum. „Við byrjuðum bara fjórar,“ segir hún og að hún hafi beðið þær allar að bjóða fimmtán konum að vera með. Eitt hafi leitt til annars og nú sé verið að vinna í tugum svæðishópa í Þýskalandi og víða annars staðar um heiminn. Alls taki um 900 konur nú þátt í skipulagningunni. Spurð af hverju 9. mars segir hún að 8. mars sé alþjóðlegur baráttudagur kvenna en að í ár komi hann upp á sunnudegi. „Þetta er 9. mars vegna þess að 8. mars er sunnudagur og við förum ekki í verkfall á sunnudögum. Þetta er upphaf, og kannski er þetta almenn æfing fyrir almennt verkfall.“ Hún segir að hópar séu starfandi í Buenos Aires og Lissabon og að konur í Afganistan hafi jafnvel lýst yfir áhuga á þátttöku. Því sé mikill fengur í því að fá Margréti til liðs við hópinn. „Það er gott að hafa litla línu til Íslands og ég er mjög þakklát fyrir það. Og mér finnst það væri afar gott ef þar yrði einnig starfandi stuðningshópur. Það er að sjálfsögðu okkar ósk að svæðishópur verði stofnaður á Íslandi.“ Þýskaland Austurríki Sviss Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Argentína Afganistan Portúgal Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Margrét Rún segir það draum að rætast að fá að taka þátt í skipulagningu slíks viðburðar í Þýskalandi. Sjálf er hún í Bæjaralandi en viðburðir eru skipulagðir um allt Þýskaland í mars. „Hér er hrikalega góð kvennapólítísk uppangsstemning í gangi og markmiðið er að þessar hreyfingar sem standa að þessum kvennafrídeginum og þeir heita „Enough, genug, Basta!“ og „Töchter gegen Merz“ sameinist um aðgerðir og útiloki ekki konur sem styðja kanslarann Merz,“ segir hún um skipulagninguna. Nánar hér á vefsíðu aðgerðanna. Margrét Rán skipaði 17. sæti á lista Kvennalistans. Hana langaði ekkert á þing að eigin sögn því hún stefndi á draumanámið, kvikmyndaleikstjórn. Margrét er lengst til hægri í annarri röð í röndóttri peysu. Aðsend Eins og kom fram að ofan starfaði Margrét sem einn kosningastjóri Kvennalistans sem bauð fram fyrst árið 1983 og fram til 1999 þegar hann sameinaðist öðrum flokkum í Samfylkinguna. Fyrir það var Margrét rauðsokka í mörg ár. Hafði sjálf samband við skipuleggjendur „Ég hef búið hér nánast í 40 ár og verið í stjórn kvennakvótahreyfinga í menningargeiranum í Þýskalandi og í kvennapólitískum lobbýgrúppum á þýska samanbandsþinginu,“ segir Margrét og að fyrir áramót hafi hún séð auglýsingu fyrir kvennaverkfallið og haft samband við skipuleggjendur sem hafi tekið henni afar vel. Hún segir þessa femínísku vakningu í Þýskalandi að mörgu leyti tengjast sýningu á heimildarmyndinni The Day Iceland stood still, eða Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, eftir Pamelu Hogan, sem kom út árið 2023. Myndin hefur verið í nokkurri dreifingu í Þýskalandi síðustu mánuði og var sýnd í þýska ríkissjónvarpinu á síðasta ári. Ég var árið 2014 í stjórn PRO QUOTE REGIE en við börðumst og berjumst fyrir kvennakvóta í þýska kvikmyndabransanum sem er ríkisstyrktur. Okkur tókst á nokkrum árum að hífa kvennakvótann hjá ríkissjónvörpunum upp í fyrst 20 prósent og svo 30 prósent. Ekki nóg en samt ekki slæmur árangur. 2016 víkkuðum við út starfsemina og tókum allar konur í kvikmyndabransanum inn í félagið sem núna heitir PRo QUOTE Film.“ Aðsend „Síðan heimildamyndin um Kvennafrídaginn á Íslandi 1975 var fyrst sýnd í Þýskalandi hef ég verið nánast uppbókuð í að segja frá Rauðsokkahreyfingunni, Kvennalistanum og Valkyrjustjórninni á Íslandi og ekkert lát þeim fyrirspurnum. Ég er orðin of gömul til að neita, ég segi núna alltaf já og nenni ekkert lengur að vera feimin,“ segir Margrét sem í gær hélt erindi á nýársfögnuði Kaþólsku-þýsku kvennasamtakanna í Passau. „Adrienne hafði verið með hugmyndina í hjartanu frá því í mars í fyrra,“ segir hún og á við Adrienne Goehler, eina af skipuleggjendum verkfallsins. Hennar æðsti draumur sé að verkfallið verði alþjóðlegt og hefjist klukkan tólf um allan heim. Hvert verkfallið taki við af öðru eins og á gamlárskvöldi. Íslenska kvennaverkfallið fyrirmyndin „Kvennaverkfallið á Íslandi er fyrirmyndin okkar,“ segir hún og að þó svo að jafnrétti sé ekki náð á Íslandi sé Ísland það land í heiminum þar sem jafnréttið hefur náð hvað lengst. „Það er svo mikil femínísk vakning hérna líka af því að fólk er orðið svo þreytt á þessum skelfilegu fréttum sem það fær á hverjum degi frá um Trump og Pútín og heimsástandið. Þá erum við þeirrar skoðunar, og trúum því, að kvennahreyfingin sé svarið við þessu. Af því að jafnréttisbarátta er í raun og veru leiðarvísir að hamingju. Því meira jafnrétti sem er í samfélaginu, því betur líður okkur,“ segir Margrét. Þarna var ég 22 ára gömul kosningastjóri Kvennalistans ásamt Kristínu Ástgeirsdóttur og Þórhildi Þorleifsdóttur. Margrét er fyrir miðju í röndóttri peysu. Aðsend Hún segir að á þessum degi séu konur hvattar til að leggja niður störf á milli 12 og 14 og halda þá ræður, dansa, gera útileikhús, leggjast niður eða bara hvíla sig. „2026 er generalprufa, 2027 á kvennaverkfallið að standa í þrjá daga og þá viljum við að 90 prósent kvenna taki þátt,“ segir hún og að alþjóðleg kvennasambönd í Indlandi, Íran og Afganistan taki þátt. Annars konar samfélag Hún segir baráttumálin ýmisleg í Þýskalandi og að einhverju leyti sambærileg við Ísland en á Íslandi séu konur komnar lengra. Það sé meira fjallað um launamun kynjanna í Þýskalandi en kannski það ofbeldi sem konur eru beittar þar. Einnig sé fjallað um það hvernig halli á konur í heilbrigðisrannsóknum og í sveitarstjórnarmálum. „Þetta er allt gert fyrir karla á bílum, ekki fyrir konur með börn,“ segir hún og að það halli á konur víða í þýsku samfélagi. Margrét segir þeirra markmið að fá sem flestar konur með í þetta verkfall en þær renni dálítið blint í sjóinn. Þýskar konur séu skipulagðar og það sé lítill tími til stefnu. Þær séu ef til vill varkárari en íslenskar konur og stökkvi ekki í eitthvað eins og konur hér með engum fyrirvara. „Þetta er náttúrulega allt annað samfélag heldur en Ísland,“ segir hún og að í til dæmis Vestur-Þýskalandi sé algengt að konur séu heimavinnandi. Laun hafi haldist há en þetta „Hér er meiri varkárni en þetta er ofboðslega skemmtileg hreyfing og það minnir margt á stemninguna eins og hún var í Kvennalistanum í gamla daga,“ segir hún og að þar hafi allar konur verið vinkonur og sjaldan verið rifist. „Sem er auðvitað alveg stórkostlegt fyrir kvennahreyfinguna, allar vinkonur,“ segir hún og hlær. Kanslarinn klaufalegur Hún segir þetta gefa mikinn kraft. Hún segir kanslarann stundum komast klaufalega að orði og að í haust hafi hann talað um vandamál í borgarmynd án þess að tiltaka hvert nákvæmlega vandamálið væri. „Hann meinti náttúrulega útlendinga,“ segir hún og að þegar hann hafi verið spurður út í þetta nokkrum dögum seinna hafi hann svarað: „Já, það þarf ekki annað en að spyrja dætur okkar hvað þeim finnst“, segir hún og að þessi ummæli hafi kveikt í kvennahreyfingunni í Þýsklandi. Strax hafi verið skipulögð mótmæli og sérstaklega meðal ungra kvenna, dætra, og það hafi verið kallað „dætrabyltingin“ og hún hafi verið sem olía á eld kvennahreyfingarinnar. Margrét segir kanslarann stundum komast klaufalega að orði. Vísir/EPA Margrét fékk ríkisborgararétt í Þýskalandi árið 2024 eftir að hafa búið þar í áratugi og segir það allt aðra tilfinningu að fylgjast ekki bara með, heldur mega nú taka þátt í samfélaginu af fullum krafti. Hún hafi skráð sig í Sósíaldemókrataflokkinn en alltaf langað í kvennabaráttu í Þýskalandi líka. Vilji sjá konur upplifa kvenfrelsi „Við höfum ekki svo mikinn tíma. Ég vil að dóttir mín, að minnsta kosti dóttir mín eða barnabarnið mitt, upplifi kvenfrelsi og ég verð bara að gera hvað sem ég get til þess að ýta undir það og þess vegna er ég svo ofsalega ánægð, því þetta er minn draumur. Það er minn draumur að gera heiminn að betri heimi, gera hann réttlátari,“ segir Margrét og að jafnréttisbaráttan sé lykillinn að hamingjunni. Hún segir það góða tilfinningu að geta gefið til baka til samfélagsins sem hún tilheyrir sem ríkisborgari. Dýrmætt að fá aðstoð frá Íslandi Adrienne Goehler, ein skipuleggjenda, segir markmið skipuleggjenda að alheimsverkfall fari fram þann 9. mars. Hún segir þegar skipulagshópa víða um heim og auglýsir eftir einum á Íslandi. Adrienne segist komin með alveg nóg af körlum í valdastöðu og konur þurfi að standa saman um allan heim. Aðsend „Ég er ein af frumkvöðlum þessa verkefnis, vegna þess að ég hafði einfaldlega þá tilfinningu að svona gæti þetta ekki haldið áfram. Við getum ekki setið og beðið eftir því að „stóru kallarnir“ í heiminum fái nýjar hugmyndir um hvernig eigi að gleypa önnur lönd, hvernig eigi að gleypa fólk. Að þeir segi: þú ert óvinur minn og þú þarft að fara. Þetta er galin hugsun. Andrúmsloftið er galið. Svo ótal margar konur eru gífurlega stressaðar, þær upplifa sig svo valdalausar,“ segir Adrienne um það hvernig hún fékk hugmyndina að alheimskvennaverkfalli. Hún segir sýningu heimildarmyndarinnarThe Day Iceland stood still, eða Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, eftir Pamelu Hogan, sem kom út árið 2023, einnig hafa skipt sköpum fyrir margar konur. Myndin hefur verið í nokkurri dreifingu í Þýskalandi síðustu mánuði og var sýnd í þýska ríkissjónvarpinu á síðasta ári. „Það sem mér finnst áhugavert og mikilvægt er myndin sem við sáum frá Íslandi. Hún var svo valdeflandi. Ég hef séð hana að minnsta kosti tíu sinnum með mismunandi fólki og viðbrögðin eru alltaf þau sömu: við verðum að gera þetta.“ Hún segir lykilatriði í umræðunni um þetta verkfall og skilaboðin sem þær vilja senda að það skipti máli hverjir eru við völd og hvernig er farið með það vald. „Sáuð þið einhverjar konur í samningaviðræðum um Gaza? Í samningaviðræðum um Úkraínu? Sáuð þið nokkra konu? Allur þessi hryllingur, ógn og misnotkun valds á sér eitt kyn. Og það er karlkynið. Ég tel að við séum algjörlega umkringdar eitruðum karlmennskuviðhorfum.“ Konur eigi að senda sterk skilaboð Sterkasta vopnið sem konur hafi á þessum tímapunkti sé að stoppa og segja: „Þið getið ekki reitt ykkur á okkur. Við munum ekki fylgja ykkur í ykkar leiðangra sem leiða til dauða,“ segir hún og að það sé ekkert annað en sjálfhverfir draumar gamalla karla. Hún segist ekki hafa viljað hafa ákveðnar kröfur eða sérstakan lista sem allar konurnar sem taki þátt eigi að taka undir. Markmiðið sé frekar að benda á þá ógn sem steðji að konum á ólíkum stigum og í ólíkum kimum samfélagsins. „Ef forseti Bandaríkjanna segir við blaðamann: „Þú ert lítið svín“, þá opnar það dyr fyrir slæma hegðun karla á öllum stigum samfélagsins.“ Hún segist þreytt á því að heyra karlmenn í valdastöðu þræta fyrir loftslagsbreytingar, kvenhatur og kvennamorð og það sé staðreynd, samkvæmt rannsóknum, að konur og börn þjáist frekar en karlmenn í stríðum og af völdum loftslagsbreytinga. „Heimurinn er að brenna og við getum ekki haldið áfram að ganga í fínlegum, litlum kröfugöngum þar sem lögreglan veit nákvæmlega hvert við förum og stjórnmálamenn vita nákvæmlega hvert við förum. Ég held að eina svarið sem kapítalisminn og feðraveldið skilja sé styrkur. Og auðvitað er 9. mars ekki endirinn, heldur upphafið. Vonandi upphaf nýs skilnings á konum.“ Það skaði þegar karlar í valdastöðu komi fram við heiminn eins og þeir séu að spila Monopoly. „Þeir segja: „Þú færð Grænland, þú getur tekið Úkraínu og þú getur tekið Taívan“. Þetta er algjörlega úr samhengi við raunveruleikann og eitthvað sem við höfum aldrei séð áður. Við vitum að á stríðstímum þjást konur gríðarlega. Þetta birtist innan heimilanna, í heimilisofbeldi, kvennamorð eru að aukast. Ég held að tíminn sé kominn til að konur alls staðar, sama hvar þær eru, standi saman.“ Auglýsing fyrir kvennaverkfallið þann 9. mars. Aðsend Hún segir það hafa skipt sköpum fyrir hana þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að svipta hjálparstofnanir fjármagni sínu við upphaf kjörtímabilsins. Fjöldi hafi misst vinnuna, til dæmis hjá Save the Children og fleiri samtökum. „Á tímum eins og þessum, þegar við búum við stríð og þegar hvert fimmta barn í heiminum lifir á stríðs- eða hamfarasvæði, verðum við að bregðast við. Við getum ekki staðið hjá og beðið eftir næstu uppákomu frá herra Trump, næstu aðgerð frá herra Pútín eða þögulli aðgerð frá Kína.“ Ekki hægt að fara í verkfall á sunnudegi Hún segir fjöldann sem tekur þátt þann 9. mars ekki endilega skipta sig mestu máli, heldur að þær taki þátt af heilindum. „Við byrjuðum bara fjórar,“ segir hún og að hún hafi beðið þær allar að bjóða fimmtán konum að vera með. Eitt hafi leitt til annars og nú sé verið að vinna í tugum svæðishópa í Þýskalandi og víða annars staðar um heiminn. Alls taki um 900 konur nú þátt í skipulagningunni. Spurð af hverju 9. mars segir hún að 8. mars sé alþjóðlegur baráttudagur kvenna en að í ár komi hann upp á sunnudegi. „Þetta er 9. mars vegna þess að 8. mars er sunnudagur og við förum ekki í verkfall á sunnudögum. Þetta er upphaf, og kannski er þetta almenn æfing fyrir almennt verkfall.“ Hún segir að hópar séu starfandi í Buenos Aires og Lissabon og að konur í Afganistan hafi jafnvel lýst yfir áhuga á þátttöku. Því sé mikill fengur í því að fá Margréti til liðs við hópinn. „Það er gott að hafa litla línu til Íslands og ég er mjög þakklát fyrir það. Og mér finnst það væri afar gott ef þar yrði einnig starfandi stuðningshópur. Það er að sjálfsögðu okkar ósk að svæðishópur verði stofnaður á Íslandi.“
Þýskaland Austurríki Sviss Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Argentína Afganistan Portúgal Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira