Innlent

Líkams­á­rás og vinnu­slys

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt.
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst ein tilkynning um líkamsárás í gærkvöldi eða nótt, sem átti sér stað í miðborginni. Meiðsl voru minniháttar. Þá var tilkynnt um þrjá þjófnaði úr verslunum.

Tilkynnt var um slys í póstnúmerinu 110, þar sem barn hafði dottið og var með áverka í andliti. Var það flutt á bráðamóttöku. Þá var tilkynnt um vinnuslys í 116, þar sem maður datt og fékk skurð á ennið. Hann var einnig fluttur á sjúkrahús til skoðunar.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars fyrir að aka undir áhrifum áfengis, akstur gegn rauðu ljósi og hraðaakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×