Skoðun

Um tauga­fjöl­breyti­leika

Svava Ólafsdóttir skrifar

Þessi grein er um málefni sem snertir mig djúpt. Alla daga. Það er munurinn á taugatýpísku (neurotypical) fólki og taugafjölbreyttu (neurodivergent) fólki. Þessi munur snýst um skynjun og hvernig heilinn vinnur upplýsingar. Aðalatriðið er hvernig skóla- og vinnuumhverfi er í raun hannað fyrir taugatýpískt fólk og hvernig taugafjölbreytt fólk á erfitt með að aðlaga sig að því.

Taugatýpískt (neurotypical) fólk hefur hugsun og taugaþroska sem fellur að því sem samfélagið telur ”hefðbundið” eða algengast.

  • Samskipti eru auðveld samkvæmt óskráðum félagslegum reglum, skynjun hljóðs, ljós o.s.frv. er yfirleitt innan ”meðaltals.” Þ.e.a.s. hljóð og birta truflar taugatýpískt fólk að meðatali ekki.
  • Skipulag, athygli og tilfinningastjórnun passa vel við skóla- og vinnuumhverfi.

Taugafjölbreytt fólk hefur heila sem vinnur á annan hátt en venjulegt þykir. Þetta getur falið í sér greiningar eða einkenni eins og:

  • Einhverfu
  • ADHD/ADD
  • Dyslexíu og aðrar námsraskanir
  • Tourette
  • OCD
  • Aðra taugaþroskafræðilega fjölbreytni

Það sem er algengt hjá taugafjölbreyttu fólki er:

  • Skynjun (t.d. mjög næm fyrir hljóði eða ljósi)
  • Hugsun getur verið mjög djúp, nákvæm eða skapandi
  • Getur átt erfiðara með óskráðar félagslegar reglur
  • Þarf oft aðlögun í skóla eða vinnu en hefur jafnframt styrkleika sem nýtast vel.

Það sem er mikilvægt að hafa í huga er:

  • neurodivergence er hluti af mannlegri fjölbreytni, ekki sjúkdómur í sjálfu sér.
  • Samfélagið er oft hannað fyrir neurotypical fólk, sem getur skapað hindranir.
  • Margir neurodivergent einstaklingar hafa einstaka styrkleika (t.d. rýni, heiðarleika, sköpun, þrautseigju.)

Neurodivergent rófið er ansi vítt og breitt og einstaklingarnir innan þess ólíkir. Það er mín von og trú að neurotypical fólk skilji neurodivergernt fólk betur og í framtíðinni sé tekið meira tillit til okkar í skólum og vinnuumhverfi öllu. Ég vil vitundarvakningu og að sérstaklega fagfólk og þeir sem vinna með fólki þekki muninn á taugatýpísku fólki og taugafjölbreyttu fólki.

Höfundur er heilsunuddari.




Skoðun

Skoðun

32 dagar

Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Sjá meira


×