Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2026 13:02 Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson unnu báðir stórmótagull árið 2016, Guðmundur með Dönum á Ólympíuleikunum en Dagur á Evrópumótinu fyrr á sama ári. Getty/Luka Stanzl/Henk Seppen Það kemur ýmislegt fram í heimildarmyndinni Founding Fathers þar sem farið er yfir uppgang og sigursæla tíma danska handboltalandsliðsins með goðsögnum landsliðsins, bæði í dag sem og á árum áður. Meðal annars er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson var ekki eini Íslendingurinn sem var á blaði þegar Danir leituðu sér að nýjum landsliðsþjálfara fyrir rúmum tólf árum síðan. Ulrik Wilbek var íþróttastjóri danska handboltasambandsins þegar Guðmundur var ráðinn landsliðsþjálfari. Guðmundur var ráðinn í október 2013 en tók ekki við landsliðinu fyrr en um sumarið 2014. Var bæði íþróttastjóri og þjálfari Wilbek hafði tekið við starfi íþróttastjóra árið 2012 en fyrstu tvö árin var hann sjálfur enn þá þjálfari karlalandsliðsins. Hann stýrði danska liðinu í síðasta sinn á Evrópumótinu 2014 þar sem danska landsliðið endaði í öðru sæti. Wilbek hafði þá unnið tvenn gullverðlaun og sjö verðlaun sem þjálfari karlalandsliðs Dana og fern gullverðlaun og alls sjö verðlaun sem þjálfari danska kvennalandsliðsins þar á undan. Þar sem Wilbek var íþróttastjóri danska sambandsins var hann allt í öllu í leitinni að eftirmanni sínum sem þjálfari karlalandsliðsins. „Ég byrjaði sem íþróttastjóri árið 2012,“ sagði Ulrik Wilbek en greip hann á orðinu. „Það hlýtur að hafa þá verið í þínum verkahring að ráða landsliðsþjálfara. Hver var hugsun þín á þeim tímapunkti,“ spurði Joachim Boldsen sem lék í tíu ár með danska landsliðinu og var í Evrópumeistaraliðinu undir stjórn Wilbek árið 2008. Eitt höfuðmarkið í þjálfaraleitinni „Ég hugsaði fyrst og fremst um eitt því það var eitt höfuðmarkmið og það var að finna einhvern þjálfara sem hafði trú á því að hann gæti unnið Ólympíuleikana með danska landsliðinu,“ sagði Wilbek. „Við náðum því markmiði,“ sagði Wilbek en Guðmundur Guðmundsson gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn á leikunum í Ríó árið 2016. Wilbek viðurkenndi samt eitt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ArjnquQScoc">watch on YouTube</a> Bara Íslendingar komu til greina „Ég get einnig sagt að við vorum með annað nafn á borðinu á þessum tíma og hann var einnig Íslendingur. Ég get greint frá því að það var Dagur [Sigurðsson],“ sagði Wilbek. En af hverju var danskur þjálfari ekki á blaði og bara Íslendingar? „Á þeim tíma mátum við það að það væri enginn danskur þjálfari tilbúinn að taka við. Í dag, ef Nikolaj Jacobsen myndi hætta, þá myndi ég segja að það væru tveir eða þrír danskir þjálfarar sem kæmu til greina,“ sagði Wilbek. Dagur gerði Þjóðverja síðan að Evrópumeisturum „Þannig var ekki staðan í þá daga,“ sagði Wilbek en benti á það að danska sambandið hafi verið fljótt að ræða við Jacobsen þegar Guðmundur hætti störfum sem landsliðsþjálfari. Dagur tók í staðinn við þýska landsliðinu í ágúst 2014 og gerði liðið að Evrópumeisturum 2016. Dagur var þá búinn að vinna gullið á undan Guðmundi en það var fyrsta stórmótagull Þjóðverja í níu ár (HM 2007). Seinna sama ár náði þýska landsliðið bronsi á sömu Ólympíuleikum þar sem Guðmundur vann gullið með danska landsliðinu. EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Meðal annars er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson var ekki eini Íslendingurinn sem var á blaði þegar Danir leituðu sér að nýjum landsliðsþjálfara fyrir rúmum tólf árum síðan. Ulrik Wilbek var íþróttastjóri danska handboltasambandsins þegar Guðmundur var ráðinn landsliðsþjálfari. Guðmundur var ráðinn í október 2013 en tók ekki við landsliðinu fyrr en um sumarið 2014. Var bæði íþróttastjóri og þjálfari Wilbek hafði tekið við starfi íþróttastjóra árið 2012 en fyrstu tvö árin var hann sjálfur enn þá þjálfari karlalandsliðsins. Hann stýrði danska liðinu í síðasta sinn á Evrópumótinu 2014 þar sem danska landsliðið endaði í öðru sæti. Wilbek hafði þá unnið tvenn gullverðlaun og sjö verðlaun sem þjálfari karlalandsliðs Dana og fern gullverðlaun og alls sjö verðlaun sem þjálfari danska kvennalandsliðsins þar á undan. Þar sem Wilbek var íþróttastjóri danska sambandsins var hann allt í öllu í leitinni að eftirmanni sínum sem þjálfari karlalandsliðsins. „Ég byrjaði sem íþróttastjóri árið 2012,“ sagði Ulrik Wilbek en greip hann á orðinu. „Það hlýtur að hafa þá verið í þínum verkahring að ráða landsliðsþjálfara. Hver var hugsun þín á þeim tímapunkti,“ spurði Joachim Boldsen sem lék í tíu ár með danska landsliðinu og var í Evrópumeistaraliðinu undir stjórn Wilbek árið 2008. Eitt höfuðmarkið í þjálfaraleitinni „Ég hugsaði fyrst og fremst um eitt því það var eitt höfuðmarkmið og það var að finna einhvern þjálfara sem hafði trú á því að hann gæti unnið Ólympíuleikana með danska landsliðinu,“ sagði Wilbek. „Við náðum því markmiði,“ sagði Wilbek en Guðmundur Guðmundsson gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn á leikunum í Ríó árið 2016. Wilbek viðurkenndi samt eitt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ArjnquQScoc">watch on YouTube</a> Bara Íslendingar komu til greina „Ég get einnig sagt að við vorum með annað nafn á borðinu á þessum tíma og hann var einnig Íslendingur. Ég get greint frá því að það var Dagur [Sigurðsson],“ sagði Wilbek. En af hverju var danskur þjálfari ekki á blaði og bara Íslendingar? „Á þeim tíma mátum við það að það væri enginn danskur þjálfari tilbúinn að taka við. Í dag, ef Nikolaj Jacobsen myndi hætta, þá myndi ég segja að það væru tveir eða þrír danskir þjálfarar sem kæmu til greina,“ sagði Wilbek. Dagur gerði Þjóðverja síðan að Evrópumeisturum „Þannig var ekki staðan í þá daga,“ sagði Wilbek en benti á það að danska sambandið hafi verið fljótt að ræða við Jacobsen þegar Guðmundur hætti störfum sem landsliðsþjálfari. Dagur tók í staðinn við þýska landsliðinu í ágúst 2014 og gerði liðið að Evrópumeisturum 2016. Dagur var þá búinn að vinna gullið á undan Guðmundi en það var fyrsta stórmótagull Þjóðverja í níu ár (HM 2007). Seinna sama ár náði þýska landsliðið bronsi á sömu Ólympíuleikum þar sem Guðmundur vann gullið með danska landsliðinu.
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira