Handbolti

Al­freð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóð­verjum til sigurs

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alfreð Gíslason fagnaði sigri í fyrsta leik Þýskalands á EM. 
Alfreð Gíslason fagnaði sigri í fyrsta leik Þýskalands á EM.  Getty/Daniel Karmann

Alfreð Gíslason stýrði Þýskalandi til öruggs 30-27 sigur í fyrsta leiknum á EM í handbolta.

Þýskaland náði að slíta sig frá Austurríki undir lok fyrri hálfleiks og taka fína forystu, áhlaup Austurríkismanna undir lok leiks dugði því ekki til.

Þjóðverðar þykja líklegir til að fara langt á mótinu og mögulega komast á verðlaunapall á EM í fyrsta sinn síðan gullið fór um hálsinn árið 2016. Þeir gátu þó ekki reitt sig á einn besta leikmann liðsins frá því móti í kvöld, vinstri hornamaðurinn Rune Dahmke er að glíma við meiðsli.

Lukas Mertens, leikmaður Magdeburg, var því einn síns liðs í vinstra horninu en nýtti færin vel og skoraði tvö mörk.

Johannes Golla var hins vegar markahæstur, með sjö mörk skoruð. Lukas Zerbe, Miro Schluroff og Renars Uscins fylgdu honum eftir. 

Þýskaland og Austurríki eru í A-riðli með Serbíu og Spáni en Spánverjar unnu tveggja marka sigur gegn Serbum fyrr í dag.

Noregur vann síðan 39-22 stórsigur gegn Úkraínu í leik liðanna í C-riðli. Alexander Blonz og Patrick Helland Anderson voru markahæstir hjá Norðmönnum með sjö mörk.

Noregur tyllir sér því í efsta sæti C-riðils, með örlítið betri markatölu en Frakkland sem vann 42-28 gegn Tékklandi fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×