„Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2026 16:52 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður. Vísir/Bjarni Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Barböru Björnsdóttur héraðsdómarar í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur, segist telja ummæli Margrétar klárar ærumeiðingar. Hún kallaði Barböru meðal annars „lausláta mellu“. Þá gagnrýnir hann hversu nærri var gengið Barböru í vitnaleiðslu. Aðalmeðferð í máli Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is, fór fram í dag. Margrét er ákærð fyrir ærumeiðingar í garð dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, Barböru Björnsdóttur, sem hafði sakfellt hana fyrir hótanir. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gæti réttinda Barböru í málinu og Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hann að lokinni aðalmeðferð þess. „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar og ég treysti því að héraðsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu og ákærða í málinu verði dæmd til refsingar fyrir brot sín,“ segir hann. Ótækt að fólk sé dregið fyrir dóm til að greina frá einkamálum Meðal þess sem Margrét byggir varnir sínar á er að Barbara hafi átt í ástarsambandi við annan dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, Símon Sigvaldason. Verjandi Margrétar spurði Barböru hvort þessar fullyrðingar væru réttar. „Nei, og ég vil taka það fram að mér finnst þessi spurning fullkomlega óviðeigandi hérna,“ er haft eftir Barböru í frétt Ríkisútvarpsins af réttarhöldunum. Hvernig fannst þér gengið að fólki í vitnaleiðslum í morgun, meðal annars þínum umbjóðanda? „Hún gaf bara mjög góða skýrslu í málinu sem ég reikna með að verði lögð til grundvallar. Hins vegar tel ég að það sé auðvitað með öllu ótækt að það sé verið að draga fólk fyrir dóm til þess að skýra frá einhverjum einkamálum þess sem að hefur ekkert með sakarefni málsins að gera, eins og var í þessu tilviki. Þau vitni sem að gáfu skýrslu í málinu gátu ekki varpað neinu ljósi á sakarefnið eins og það lá fyrir Héraðsdóm með framburðum sínum. Þess vegna hefði átt að láta það ógert,“ segir Vilhjálmur. Tjáningarfrelsi Dómsmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is, fór fram í dag. Margrét er ákærð fyrir ærumeiðingar í garð dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, Barböru Björnsdóttur, sem hafði sakfellt hana fyrir hótanir. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gæti réttinda Barböru í málinu og Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hann að lokinni aðalmeðferð þess. „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar og ég treysti því að héraðsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu og ákærða í málinu verði dæmd til refsingar fyrir brot sín,“ segir hann. Ótækt að fólk sé dregið fyrir dóm til að greina frá einkamálum Meðal þess sem Margrét byggir varnir sínar á er að Barbara hafi átt í ástarsambandi við annan dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, Símon Sigvaldason. Verjandi Margrétar spurði Barböru hvort þessar fullyrðingar væru réttar. „Nei, og ég vil taka það fram að mér finnst þessi spurning fullkomlega óviðeigandi hérna,“ er haft eftir Barböru í frétt Ríkisútvarpsins af réttarhöldunum. Hvernig fannst þér gengið að fólki í vitnaleiðslum í morgun, meðal annars þínum umbjóðanda? „Hún gaf bara mjög góða skýrslu í málinu sem ég reikna með að verði lögð til grundvallar. Hins vegar tel ég að það sé auðvitað með öllu ótækt að það sé verið að draga fólk fyrir dóm til þess að skýra frá einhverjum einkamálum þess sem að hefur ekkert með sakarefni málsins að gera, eins og var í þessu tilviki. Þau vitni sem að gáfu skýrslu í málinu gátu ekki varpað neinu ljósi á sakarefnið eins og það lá fyrir Héraðsdóm með framburðum sínum. Þess vegna hefði átt að láta það ógert,“ segir Vilhjálmur.
Tjáningarfrelsi Dómsmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira