Sport

Dag­skráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið

Aron Guðmundsson skrifar
Stefán Teitur gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Hannover í dag
Stefán Teitur gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Hannover í dag Mynd: Hannover

Það er nóg um að vera á sportrásum Sýnar í dag líkt og áður. Enski boltinn í fótbolta heldur áfram að rúlla sem og sá þýski og þá er úrslitakeppnin tekin við í NFL deildinni.

Herlegheitin á Sýn Sport Viaplay hefjast klukkan hálf eitt þegar að Kaiserslauten og Hannover 96 mætast í þýsku B-deildinni. Svo gæti farið að Stefán Teitur Þórðarson spili sinn fyrsta leik fyrir Hannover þar en hann gekk í raðir félagsins frá Preston North End á dögunum. 

Veisla dagsins í enska boltanum hefst svo klukkan tvö þegar að Wolves tekur á móti Newcastle United í beinni útsendingu á Sýn Sport.

Hálftíma síðar á Sýn Sport Viaplay hefst bein útsending frá leik Stuttgart og Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. 

Klukkan hálf fimm tekur seinni leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni við þegar að Aston Villa tekur á móti Everton. Villa getur með jafntefli eða sigri hoppað upp fyrir Manchester City í annað sæti deildarinnar. Að leiknum loknum tekur Sunnudagsmessan við á Sýn Sport. 

Á sama tíma hefst leikur Augsburg og Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni en hann er sýndur á Sýn Sport Viaplay. 

New England Patriots og Houston Texans mætast svo í úrslitakeppni NFL deildarinnar í beinni útsendingu klukkan átta á Sýn Sport og að þeim leik loknum tekur við bein útsending frá leik Chicago Bears og LA Rams. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×