Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2026 19:01 Mér er engin launung á því að málefnið sem ýtir mér af stað í þessa vegferð eru leikskólamálin. Ég er komin fram á völlinn til að halda uppi skýrri afstöðu til hlutverks Reykjavíkurborgar í málefnum leikskóla og það er í grunninn ástæðan fyrir að ég er komin hingað. Í framboð til forystu Viðreisnar í Reykjavík. Leikskólar eru ekki einasta vinnustaðir leikskólastjóra og leikskólakennara. Þeir eru umönnunarstofnanir barna frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til grunnskólaganga hefst. Leikskólar hafa gríðarlegu hlutverki að gegna í lífi foreldra – hlutverki þar sem jafnrétti kynjanna er í forgrunni. Reykjavíkurborg á, sem höfuðborg landsins, að hafa metnað til að standa undir því hlutverki af ábyrgð. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að fyrir mér er þetta grundvallarmál. Í mínum huga er óboðlegt að Reykjavíkurborg líti svo á að það sé hennar hlutverk að búa til hvata til styttingar veru barna á leikskólum. Það er ekki hennar hlutverk og er einungis til þess fallið að senda mæðrum skömmina af því að hafa þarfir sem henta ekki stjórnendum leikskólans. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er ekki til vinsælda fallið hjá leikskólakennurum og -stjórum að halda fram öðrum skoðunum en þeim hentar – en það verður þá bara að hafa það. Leikskólar eru ekki einkamál stjórnenda þeirra eða kennara. Leikskólar eru meðal grundvallarstofnana samfélagsins og eiga að skoðast í því ljósi. Leikskólar eru ekki bara „skólar“ og fráleitt að halda því fram að svo sé. Leikskólar eru umönnunarstofnanir og það hlutverk skiptir ungar mæður öllu máli. Frá upphafi kvennabaráttunnar var alveg ljóst að eitt helsta baráttumál hennar var heilsdagsvistun fyrir börn á leikskólum. Konur voru ekki feimnar við að halda þessari baráttu hátt á lofti og eiga ekki að vera það núna. Reykjavíkurborg ber skyldur umfram önnur sveitarfélög og umræða í þá veru að borgin beri engar skyldur aðrar en gagnvart starfsfólkinu bendir til þess að stjórnendur borgarinnar hafi villst af leið. Stjórnendur borgarinnar bera ábyrgð gagnvart borgarbúum fyrst og fremst. Heilsdagsvistun fyrir börn á leikskólum er þjónusta sem Reykjavíkurborg á skilyrðislaust að bjóða upp á og hún þarf því að finna leiðir til þess að geta veitt þá þjónustu. Ég býð mig fram til forystu í borginni fyrir stjórnmálaflokkinn Viðreisn til þess að tryggja að þessi máflutningur heyrist. Að síðustu ætla ég að segja – og ég veit að leikskólakennarar og -stjórar vita það – að ég ber mikla virðingu fyrir þeim og þeirra sérfræðiþekkingu. Um það snýst málið ekki. Ég er sannfærð um að leikskólar Reykjavíkurborgar eru upp til hópa fyrirmyndarstofnanir og það sama á við um stjórnendur þeirra og starfsfólk. Það sem mér hugnast ekki er að leikskólakennarar sem stétt ætli sér að brjóta niður þessar stofnanir og gera störf sín sambærileg við störf grunnskólakennara. Það er kolröng afstaða og mun einungis leiða til þess að eyðileggja leikskólann sem stofnun og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir jafnrétti kynjanna á Íslandi. Borgin er risastór rekstrareining sem ber mikla ábyrgð gagnvart fjölda fólks. Hún er höfuðborgin okkar og á sem slík að hafa metnað til að vera í forystu um svo margt sem snertir okkur beint. Ég geri leikskólamálin að umfjöllunarefni hér af því ég lít svo á að þau séu grundvallarmál sem borgin á að standa vörð um. Málefni sem hefur staðið hjarta mínu nærri alla tíð – mál sem varðar sjálfan grundvöllinn að því að ungar konur standi jafnfætis körlum á vinnumarkaði eftir fæðingu barns. Sem frambjóðandi í kosningabaráttu um forystusæti í prófkjöri stjórnmálaflokks þarf ég að taka skýra afstöðu í mörgum málaflokkum en því verða ekki gerð skil í einni blaðagrein. Ég er ekki frambjóðandi sem þykist hafa svör á reiðum höndum um hvaðeina. Því fer fjarri. Ég viðurkenni heilshugar að í málefnum sveitarfélagsins Reykjavíkurborgar á ég margt ólært. Ég á mér hinsvegar hugðarefni. Svið sem eru mér hugleiknari en önnur. Hér að ofan hef ég minnst eitt þeirra en þau eru miklu fleiri. Borg á stærð við Reykjavík er auðvitað samfélag – samfélag manna þar sem takast þarf á við allt sem við er að glíma í mannlegu samfélagi. Fólk, umferð, mannvirki, skipulag, samgöngur, velferð, stjórnsýslu og síðast en ekki síst samskipti við ríkisvaldið. Ég býð mig fram og er hugleikið að fara sem best með peninga og mannafla borgarinnar. Að nálgast viðfangsefnin alltaf frá sjónarhóli notandans – borgarbúans. Ekki kerfisins. Í mínum huga á það að vera leiðarljós borgarfulltrúans. Það er mitt leiðarljós. Eins og málið með leikskólana horfir við mér hafa borgaryfirvöld kosið að gerast varðhundar kerfisins – ekki borgarbúa – og það hugnast mér ekki. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri til forystu Viðreisnar í Reykjavík og dóttir, kona, móðir og amma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Mér er engin launung á því að málefnið sem ýtir mér af stað í þessa vegferð eru leikskólamálin. Ég er komin fram á völlinn til að halda uppi skýrri afstöðu til hlutverks Reykjavíkurborgar í málefnum leikskóla og það er í grunninn ástæðan fyrir að ég er komin hingað. Í framboð til forystu Viðreisnar í Reykjavík. Leikskólar eru ekki einasta vinnustaðir leikskólastjóra og leikskólakennara. Þeir eru umönnunarstofnanir barna frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til grunnskólaganga hefst. Leikskólar hafa gríðarlegu hlutverki að gegna í lífi foreldra – hlutverki þar sem jafnrétti kynjanna er í forgrunni. Reykjavíkurborg á, sem höfuðborg landsins, að hafa metnað til að standa undir því hlutverki af ábyrgð. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að fyrir mér er þetta grundvallarmál. Í mínum huga er óboðlegt að Reykjavíkurborg líti svo á að það sé hennar hlutverk að búa til hvata til styttingar veru barna á leikskólum. Það er ekki hennar hlutverk og er einungis til þess fallið að senda mæðrum skömmina af því að hafa þarfir sem henta ekki stjórnendum leikskólans. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er ekki til vinsælda fallið hjá leikskólakennurum og -stjórum að halda fram öðrum skoðunum en þeim hentar – en það verður þá bara að hafa það. Leikskólar eru ekki einkamál stjórnenda þeirra eða kennara. Leikskólar eru meðal grundvallarstofnana samfélagsins og eiga að skoðast í því ljósi. Leikskólar eru ekki bara „skólar“ og fráleitt að halda því fram að svo sé. Leikskólar eru umönnunarstofnanir og það hlutverk skiptir ungar mæður öllu máli. Frá upphafi kvennabaráttunnar var alveg ljóst að eitt helsta baráttumál hennar var heilsdagsvistun fyrir börn á leikskólum. Konur voru ekki feimnar við að halda þessari baráttu hátt á lofti og eiga ekki að vera það núna. Reykjavíkurborg ber skyldur umfram önnur sveitarfélög og umræða í þá veru að borgin beri engar skyldur aðrar en gagnvart starfsfólkinu bendir til þess að stjórnendur borgarinnar hafi villst af leið. Stjórnendur borgarinnar bera ábyrgð gagnvart borgarbúum fyrst og fremst. Heilsdagsvistun fyrir börn á leikskólum er þjónusta sem Reykjavíkurborg á skilyrðislaust að bjóða upp á og hún þarf því að finna leiðir til þess að geta veitt þá þjónustu. Ég býð mig fram til forystu í borginni fyrir stjórnmálaflokkinn Viðreisn til þess að tryggja að þessi máflutningur heyrist. Að síðustu ætla ég að segja – og ég veit að leikskólakennarar og -stjórar vita það – að ég ber mikla virðingu fyrir þeim og þeirra sérfræðiþekkingu. Um það snýst málið ekki. Ég er sannfærð um að leikskólar Reykjavíkurborgar eru upp til hópa fyrirmyndarstofnanir og það sama á við um stjórnendur þeirra og starfsfólk. Það sem mér hugnast ekki er að leikskólakennarar sem stétt ætli sér að brjóta niður þessar stofnanir og gera störf sín sambærileg við störf grunnskólakennara. Það er kolröng afstaða og mun einungis leiða til þess að eyðileggja leikskólann sem stofnun og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir jafnrétti kynjanna á Íslandi. Borgin er risastór rekstrareining sem ber mikla ábyrgð gagnvart fjölda fólks. Hún er höfuðborgin okkar og á sem slík að hafa metnað til að vera í forystu um svo margt sem snertir okkur beint. Ég geri leikskólamálin að umfjöllunarefni hér af því ég lít svo á að þau séu grundvallarmál sem borgin á að standa vörð um. Málefni sem hefur staðið hjarta mínu nærri alla tíð – mál sem varðar sjálfan grundvöllinn að því að ungar konur standi jafnfætis körlum á vinnumarkaði eftir fæðingu barns. Sem frambjóðandi í kosningabaráttu um forystusæti í prófkjöri stjórnmálaflokks þarf ég að taka skýra afstöðu í mörgum málaflokkum en því verða ekki gerð skil í einni blaðagrein. Ég er ekki frambjóðandi sem þykist hafa svör á reiðum höndum um hvaðeina. Því fer fjarri. Ég viðurkenni heilshugar að í málefnum sveitarfélagsins Reykjavíkurborgar á ég margt ólært. Ég á mér hinsvegar hugðarefni. Svið sem eru mér hugleiknari en önnur. Hér að ofan hef ég minnst eitt þeirra en þau eru miklu fleiri. Borg á stærð við Reykjavík er auðvitað samfélag – samfélag manna þar sem takast þarf á við allt sem við er að glíma í mannlegu samfélagi. Fólk, umferð, mannvirki, skipulag, samgöngur, velferð, stjórnsýslu og síðast en ekki síst samskipti við ríkisvaldið. Ég býð mig fram og er hugleikið að fara sem best með peninga og mannafla borgarinnar. Að nálgast viðfangsefnin alltaf frá sjónarhóli notandans – borgarbúans. Ekki kerfisins. Í mínum huga á það að vera leiðarljós borgarfulltrúans. Það er mitt leiðarljós. Eins og málið með leikskólana horfir við mér hafa borgaryfirvöld kosið að gerast varðhundar kerfisins – ekki borgarbúa – og það hugnast mér ekki. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri til forystu Viðreisnar í Reykjavík og dóttir, kona, móðir og amma.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun